Össur snuprar Margréti og Ómar

Össur er öflugur bloggari og var mættur til leiks fyrir 3 í morgunsárið. Hann átelur Ómar fyrir að "gengisfella sig" og fyrir að "bjarga Margréti Sverrisdóttur úr ógöngum sem hún kom sér í sjálf". Nú er það svo að Ómar hefur jafn mikið frumkvæði af framboði Íslandshreyfingarinnar eins og Margrét. Ómar hefur unnið fórnfúst starf fyrir land og þjóð bæði áður og eftir að Margrét var yfirgefin af Frjálslynda flokknum. Þá sakar Össur Margréti um hræsni og útlendingaandúð.

ossur_skarp_graenn Af hverju er Össur grænn?

Af hverju er Össur að agnúast út í þau Ómar og Margréti svona snemma dags?

Er það kannski af því að í dag klukkan 14 á að kynna nýja framboðið?

Er það kannski af því að samkvæmt könnunum Fréttablaðsins mun það framboð taka mest af Samfylkingu?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ, það eru bara allir á undan mér í dag, var að skoða bloggið hennar Dúu og ætlaði einmitt að biðja þig um að svara henni, en ég sé að hún er búin að bjarga sér skvísan.  Mér finnst klæða Össur vel að vera svona grænn, doldið þorralegur. Ég held nú reyndar að hann langi bara að fá meiri völd, en ég treysti honum og hans fólki ekki til að stjórna landinu, þau geta ekki einu sinni haldið úti góðum flokk og verið sammála sín á milli.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Ólafur Als

Á einhverju stigi verða menn að koma sér saman um málefnin Hallur, inn á við og út á við. Annað er ótrúverðugt enda verða kjósendur að hafa val þegar að kjördegi kemur.

Ólafur Als, 22.3.2007 kl. 14:24

3 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Ættu  önnur  framboð  ekki  bara  að bjóða  þau  velkomin  í  slagin  fremur  en  að vera  agnúast út í  þau. Rangt  útspil  hjá  Össuri ekki spurning

Gylfi Björgvinsson, 22.3.2007 kl. 18:30

4 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Þetta framboð er nú höfðað sérstaklega gegn ríkisstjórnarflokkunum tveimur, nú er bara að sjá hvort að það gangi eftir.  Nú gengur Sjálfstæðisflokkurinn tvíklofinn til kosninga.  Frjálslyndir eru eins og kunnugt er flokksbrot úr Sjálfstæðisflokknum og Margrét og Ómar skilgreina sig sem hægrifólk.....

Sigfús Þ. Sigmundsson, 22.3.2007 kl. 21:11

5 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ef af Ómar og co taka frá Samfylkingunni verður bráðum lítið eftir.

Jón Sigurgeirsson , 22.3.2007 kl. 21:52

6 Smámynd: Björn Emil Traustason

Össur er ansi Framsóknarlegur á myndinni LOL

Björn Emil Traustason, 22.3.2007 kl. 23:06

7 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Er Samfylkingin kannski nýja Framsókn?

Tvennt bendir til þess:

a) Hún er opin í báða enda
b) Hún er 20% flokkur

Dúa: Ég skal kanna þetta með spurningarnar.

Eyþór Laxdal Arnalds, 22.3.2007 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband