Gullmolar af Alþingi

Þeir eru margir gullmolarnir sem hafa fallið á Alþingi. Hér er einn birtur af handahófi, en hér er núverandi formaður VG að brýna fjárveitingarvaldið til að "tryggja sér hlutdeild í mörkuðum" fyrir fiskeldisafurðir. Ennfremur varar hann við eignarhaldi útlendinga í atvinnulífi hérlendis, ekki síst í loðdýra- og fiskeldisgreinunum.

Eitthvað var loðdýra- og fiskeldisgullið sýnd veiði en ekki gefin, en hér er molinn:

"Í sambandi við fiskeldi og fiskrækt er rétt að benda á öran vöxt þessara atvinnugreina í nálægum löndum og undirstrika nauðsyn þess að Íslendingar verði með í uppbyggingu á þessu sviði og tryggi sér hlutdeild í mörkuðum erlendis áður en það verður um seinan. Hér sem og reyndar víðar er full þörf á að vera vel vakandi gagnvart áhuga erlendra aðila til að komast hér inn í íslenskt atvinnulíf. Að sjálfsögðu er ekkert við það að athuga að menn leiti ráða og hafi samstarf við erlenda aðila á meðan verið er að koma nýrri tegund atvinnurekstrar á fót en slíkt eiga að vera tímabundnar undantekningar frekar en regla. Enda bendir margt til þess að við stöndum flestum betur að vígi hvað aðstöðu varðar, t.d. til loðdýraræktar og fiskeldis."

Steingrímur J. Sigfússon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Gullmolar frá stjórnarliðinu í dag: Það er allt í lagi með biðlistana við tókum nefnilega skóflustungu um daginn!

Eru djelistamenn ekki full værukærir í kosningabaráttunni?

Auðun Gíslason, 24.4.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: halkatla

ef þú ða bara einhver stjórnmálamaður myndi lofa að brjóta allt minka- og refaeldi í landinu á bakaftur FYRIR FULLT OG ALLT þá væri mitt atkvæði up for grabs. Þetta er viðbjóðslega blóðugur iðnaður og ekki sæmandi að leyfa fólki að pynta dýr svona fyrir gróða

halkatla, 8.5.2007 kl. 01:05

3 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Alger snilld og dæmigert fyrir málflutning vinstri græna. Ríkisvæðing, háir skattar og annað í þeim dúr á bara ekki við í dag. Hverjir kjósa eiginlega þennan flokk ?

Davíð Þór Kristjánsson, 8.5.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband