Krónukast til styrktar Samfylkingu - þorskurinn á förum?

Ungliðahreyfing stjórnarflokksins Samfylkingarinnar stendur fyrir því að fá fólk til að kasta krónunni í dag. Þó ekki á glæ því að ungir jafnaðarmenn munu taka að sér að hirða upp krónurnar. Hún er sem sagt nógu góð til þess!.

Ekki kemur fram hverjir leggja til evrurnar sem fólk er hvatt til að "taka upp" en varla ætlast Samfylkingin til þess að fólk hendi krónunum í ungliðana og komi svo sjálft með evrurnar?

Það hefði verið meiri reisn yfir því að bjóðast til að kaupa krónurnar fyrir evrur frekar en að bjóðast til að hirða þær af fólki.

Það er táknrænt að sjá þorskinn á einnar krónu myntinni sem lögð er á MONOPOLY spil í fréttinni. Nú þegar búið er að leggja orðstí þjóðarinnar undir og fjárhag er röðin komin að auðlindunum. Því eigum við að taka með miklum varhug. Það er eitt að skipta út gjaldmiðlinum en annað að henda náttúruauðlindum okkar á glæ. Bankakerfið er hrunið en eftir stendur fámenn þjóð með miklar náttúruauðlindir. Viljum við missa forræði yfir þeim í bráðræði? Vonandi ekki.

krónan


mbl.is Boðið að kasta krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

viljum við missa forræðið yfir þeim Eyþór?

Hverju er sjálfstæðisflokkurinn búinn að koma til leiðar í kvótamálunum þar sem kvótabrask og kvótaleiga tíðkast örfáum einstaklingum til hagsbóta. Hefur þjóðin eitthvað forræði í þeim málum.

Svo ætti þér að vera í ljósi minni hvað félagar þínir í sjálfstæðisflokknum hafa verið að bralla undanfarið varðandi orkuauðlindir þjóðarinnar. Kannski að það sé nóg að minnast á framgöngu Árna Sigfússonar sem barðist hatrammlega fyrir því að koma Hitaveitu Suðurnesja í lúkurnar á Hannesi Smárasyni og Bjarna Ármannssyni.

Satt best að segja þá held ég að flestum sé að verða ljóst að málin geta ekki farið í verri farveg en þegar þau eru undir stjórn ykkar sjálfstæðismanna. Ótrúlegt en satt þá eruð þið búnir að afreka það að vera gjörsamlega rúnir öllu sem heitir virðing og traust.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Eggert. Það er margt sem hefur farið miður og ég er sannfærður um að menn verða að að viðurkenna mistök sín. Margt hefur líka verið gert vel og því má ekki gleyma. Staðan í efnahagsmálunum er hrikaleg og það ber að viðurkenna hiklaust. Í þeirri stöðu eigum við að huga að hagsmunum þjóðarinnar en hlaupa ekki til og gera illt verra.

Össur Skarphéðinsson er með uppbyggilegan pistil um auðlindir Íslands á bloggi sínu og ég er tilbúinn að hrósa öllu því sem vel er gert óháð stjórnmálaflokkum og á sama hátt tilbúinn að gagnrýna það sem miður fer óháð stjórnmálaflokkum. Kvótakerfið er klárlega gallað og skuldsetning sjávarútvegsins mikil. Það að "kasta krónunni" og "taka upp evruna" er sjálfsagt fyndið fyrir suma en mikilvægara er að stjórnmálasamtök vinni að því að hér verði stöðugur gjaldmiðill. Hnútukast og krónukast gagnast lítið.

Eyþór Laxdal Arnalds, 22.11.2008 kl. 11:47

3 identicon

Nei alls ekki, en hitt er annað mál að einhverntímann heirði ég það að að það stæði í lögum að fiskurinn væri sameign þjóðarinnar en ekki eign örfárra útvalda sem fengu að selja eignir okkar fyrir miljarða þannig að nú er útgerðarfélög um land allt svo skuldsett að þau eru við það að fara á hausinn. Ég held að nú sé tími til að byrja upp á nýtt. Ríkið taki kvótann til sín leigi hann út á sanngjörnu verði og ef menn hætta, þá skila þeir inn kvótanum í stað þess að selja það sem þeir eiga ekkert meira í en ég eða þú.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 11:47

4 Smámynd: Haraldur Pálsson

Hvernig gætu þá treyst sér til að kaupa skip ef þeir hefðu ekki hugmynd hvað þeir myndu geta veitt mikið milli ára, Rafn?
Hvernig gætu þeir veðsett lánið fyrir skipinu?
Athugaðu það að 87,5 % af núverandi kvótaeigendum hafa þurft að kaupa sinn kvóta. Og þetta var heldur ekkert gefins, hvað hafði bóndi með 40 rollur að gera við kvóta ef hann hafði aldrei veitt fisk?

Haraldur Pálsson, 22.11.2008 kl. 11:56

5 identicon

Fólk er búið að gleyma því hvernig sjávarútvegurinn var. Sú var tíð að hvert einasta sjávarútvegsfyrirtæki var á biðlista upp í stjórnarráði að biðja um fyrirgreiðslu. Skilvirknin var engin í atvinnugreininni og hráefni var illa unnið og illa farið.

 Spurning hvort þeim sem finnst eignaréttarkerfi óeðlilegt í sjávarútvegi séu sömu skoðunar með bújarðir. Eigum við að taka jarðir af jarðareigendum og úthluta til "þjóðarinnar" og leigja þær svo út?

 Rafn það er rétt það setndur víst í lög getur lesið um það hér http://vak.blog.is/blog/vak/entry/706304/

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 12:52

6 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Kemur á óvart hvað margir vilja USD í könnunni hjá þér.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 13:41

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sælir 
 
Bloggvinur munn sendi mér eftirfarandi orðsendingu:
 

"Ég mæli með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum" Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni 


Ég er orðlaus. Þetta er ólýsanleg sorg sem Nýfundnaland varð fyrir. Ástand manna mála á Íslandi núna líkist meira og meira því ástandi sem ríkti þegar Nýfundnaland missti sjálfstæði sitt á bál sundrungarinnar. Hérna er pési frá tölfræðistofu Nýfundnalands yfir þróun mannfjölda og þjóðar. Þeir eru hættir að eingast börn og þjóðinni fækkar: Demographic change

Newfoundland & Labrador Statistics Agency

Það er ekki víst að Café Latte bollinn í Brussel verði alltaf heitur. En þá mun það verða orðið of seint. En þetta mun Café Latte fólkið varla skilja, fætt á fyrsta farrými og vant fyrsta farrými only. 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 22.11.2008 kl. 18:49

8 identicon

Sjávarútvegur var illa farinn því hann var óskilvirkur og illa farið með gott hráefni. Útgerðir kepptust við að veiða sem mest og ómögulegt var að stunda heilbrigða viðskiptahætti eða á nokkurn hátt hægt að gera viðskiptaáætlanir. Gleymdu því ekki að gengið var nú gjarnan „lagað“ fyrir sjávarútveginn, það gerist varla hentugra fyrir fyrirtæki en að hafa gjaldmiðil sem er lagaður að þeirra starfsemi.

Mannréttindanefnd SÞ kemst að sinni niðurstöð vegna ákvæðis sem hefur ekkert gildi í íslenskum lögum, niðurstaðan er því fengi vegna vankunnáttu á íslenskum lögum. Þú hefur ekki og munt líklega ekki geta sýnt fram á annað.

Veðsetning eigna á sér stað í öllum atvinnugreinum og er ekki staðbundin við sjávarútveg. Leiguverð er eitthvað sem myndast á frjálsum markaði og ekki mitt að skýra frekar en þitt. Hvað einn maður er tilbúinn að leigja örðum á og hvað annar er tilbúinn að leigja af örðum á, er þeirra mál.

„Það áttu fleiri eignarrétt en útgerðir“ Þessi fullyrðing segir ekki neitt, hvað ertu að fara með þessu? Allir einstaklingar og lögaðilar njóta eignaréttar á Íslandi. Reyndu að skýra mál þitt betur.

Það er deginum ljósara að eignaréttarkerfi er það bæði sanngjörn og rökrétt leið til að nýta náttúruauðlindir. Það þarf að fara úr kvótakerfinu sem er takmarkað eignaréttarkerfi í fullkomið eignaréttarkerfi. Hvað varðar verndunar sjónarmið þá get ég tekið undir með þér og fleirrum að hugsanlega er aðferðafræði Hafrannsóknarstofnunar gölluð og fræðin langt í frá að vera heilög. Umræðan um uppbyggingu nytjastofna verður  að vera yfirveguð og byggð á fræðilegum grundvelli, ekki tilfiningahita og órökstuddum fullyrðingum.

Mig langar í lokin að benda þér á Kristinn að þú gerir lítið úr sjálfum þér og málstað þínum þegar þú sakar þá sem eru ósammála þér um að hafa verið heilaþvegna eða heimska.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 18:50

9 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Jú jú, við getum sagt að þjóðin hafi lítið um kvótamálin að segja en gangi innganga í Evrópusambandið eftir, þá er ekki aðeins kvótasetningin komin til Brussel heldur er einnig hætt á að íslenskar útgerðir láti erlenda leigusjómenn veiða fiskinn. Þá verður hægt að leigja eða leyfa erlendum skipum að veiða fisk í íslenskri lögsögu. Þá verður líka ákveðið af Evrópusambandinu hver okkar hlutur verður í sameiginlegum fiskistofnum. Allir milliríkjasamningar um veiðar í flökkustofnum verða þá eftirleiðis á könnu ESB.

Við verðum að horfast í augu við það að gangi þetta eftir þá eru fjölmörg störf í hættu og tekjur upp á marga milljarða íslenskra króna gætu horfið úr landi. Þetta er mjög varhugavert skref og menn ættu að gera sér að fullu ljóst, afleiðingarnar af því áður en gengið er inn.

Jóhann Pétur Pétursson, 22.11.2008 kl. 20:18

10 Smámynd: Þórir Kjartansson

Vilhjálmur Andri segir:   ,, Spurning hvort þeim sem finnst eignaréttarkerfi óeðlilegt í sjávarútvegi séu sömu skoðunar með bújarðir. Eigum við að taka jarðir af jarðareigendum og úthluta til "þjóðarinnar" og leigja þær svo út?,,   -  Ég veit ekki betur en að flokkurinn þinn standi einmitt nú fyrir slíkri herferð á hendur landeigendum þar sem eru þjóðlendumálin.  Það þekki ég vel af eigin raun.  Munurinn er sá að landareignir hafa verið í einkaeign frá ómunatíð en fiskurinn í sjónum alltaf sameign allra.  Að þjóðin eigi fiskveiðiauðlindina er nú orðinn orðhengilsháttur af verstu gerð.  Hún var gefin og hefur nú að mestu skipt um hendur og þar af leiðandi sé ég ekki annað en að ríkið verði að kaupa hana til baka ef menn ætla að koma henni í þjóðareign aftur. Annað væri eignaupptaka.   Kristinn Pétursson er annars fullfær um að taka þig í kennslustund um kvótamál og fisveiðistjórunarvitleysuna.

Þórir Kjartansson, 23.11.2008 kl. 10:12

11 identicon

Kristinn bendir einfaldlega á staðreyndir málsins og veit greinilega gott betur en þú Vilhjálmur um hvað málið snýst.

Hann er greinilega innvinklaður í bransann eins og mætti orða það.

Ég hef verið starfað við sjómennsku á þriðja áratug og allt það sem Kristinn segir er hárrétt og allir sjómenn geta vitnað um það.

Ég veit ekki aftur á móti hvaðan þú færð þína vitneskju því satt best að segja þá virðist þú ekki hafa hundsvit á því sem þú ert að segja svo ég noti ekki of dónaleg orð. Kannski að þú getir réttlætt afstöðu þína með því að þú hafir verið heilaþveginn.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 10:15

12 identicon

Kristinn reyndu nú að átta þig á því að þetta mál snýst um tvennt annars vegar eignaréttarkerfið og hins vegar fiskveiðistjórnun (verndun og uppbygging). Ég get verið sammála mörgu um að aðferðafræðin við að byggja upp fiskistofna geti verið gölluð og þurfi endurskoðunar þ.e. fræðin bakvið úthlutun á hverju ári. Kvótakerfið sem eignaréttarkerfi hefur hins vegar svínvirkað og það þyrfti, ef eitthvað er,  að færa þetta í hreint eignaréttarkerfi til að auka enn frekar á hagræðingu.

Ég veit ekki hvar ég á að byrja þegar þú þykist vita allt um stöðu sjávarútvegsfyrirtækja. Það er svo mikið um rangfærslur hjá þér Kristinn og klappstýrurnar sem fylgja þér virðast ekki hafa mikið meira til málanna að leggja. Ég mæli með að þú lesir grein Sigurgeirs B. Kristgeirssonar um stöðu sjávarútvegs. Hann í það minnsta vitnar til fjölda heimilda og rannsakar málið mjög vel. Greinina er að finna á blaðsíðu 127 í þessu riti http://www.rse.is/web/wp-content/uploads/2008/04/thjodareign-bokrse.pdf  Ég læt það duga enda nenni ég ekki að elta ólar við þessa vitleysu, þú segir þá bara fræði Sigurgeirs vera bull ef þú ert honum ósammála.

Hvað varðar hann Viðar Má sérfræðings í skaðabótarétti þá þekki ég ekki þessa grein en mér finnst hæpið að hægt sé að tala um stjórnarskrárvarinn eignarétt á vinnslu á fiski. Slíkt brýtur í bága við eignaréttarhugtakið sjálft, það gæti verið áhugavert umræðuefni ef Viðar fæst til að tjá sig um það. Hrd sem þú bendir á um sjoppu sem fékk bætur þá máttu endilega setja inn númerið á honum svo hægt sé að lesa hann. Ég vil þó taka það fram að miða við lýsingu þín á þeim dóm á hann engan veginn við sjávarútveg. Það var ekki um eignarupptöku að ræða þegar kvótakerfið var komið á. Nytjastofnar sjávar voru það sem áður fyrr var kallað almenningur og því gátu allir veitt það sem þeir vildu. Íslenska ríkið takmarkar síðan rétt til veiða, það átti sér engin eignupptaka stað.

Þórir þjóðlendur er annað mál og ekki minna, ég ætla ekki sérstaklega útí þá umræðu hér en hún samt í mjög stuttu máli sú að þjóðlendur hafa verið skilgreindar sem landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi. Þjóðlendumálið má í raun rekja allt til dóms um Landmannaafrétt og svo er sagan löng eftir það og hana ætla ég ekki  að rekja.

 

Eggert þetta á vel við þig:

 Ósnotur maður

þykist allt vita,

ef hann á sér í vá veru.

Hitt-ki hann veit

hvað hann skal við kveða,

ef hans freista firar.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:41

13 identicon

Vilhjálmur. Og ég ætla ekki að nota neitt kæri á þig.

Satt best að segja þá held ég að þú sért einn af þessum ónytjungum sem ísland hefur alið.
Vísandi í greinar út og suður flaggandi því að þú sért vel lesinn og vel menntaður.
En því miður þá sannast ansi oft á fólki að menntun og gáfur fara engan vegin saman og þessutan virðist þú ekki hafa nokkra persónjulega innsýn í sjávarútveg. Ætili þú hafir nokkuð verið til sjós eða unnið við fiskvinnslu. Ætli þú hafir yfirhöfuð nokkurn tíman unnið ærlegt handtak.
Þú ættir kannski svona í leiðinni að vísa í einhverjar lærðar greinar eftir HHG þar sem hann lofsyngur kvótakerfið og hinn frjálsa markað ásamt öðru bulli sem frá manninum kemur.

Heldu að froðusnakkið og steypan sem frá þér kemur endurspegli reynsluheim langskólagengins amlóða sem hefur enga praktíska reynslu af heilbrigðu og eðlilegu atvinnulífi og getur einungis vísað í einhverjar greinar eftir aðra máli þínu til stuðnings.

Svo er ein hérna ágæt eftir Kristján Jónsson og þarf enga gullaldaríslensku til.

Með hnefum slærðu haus á þér,
er hyggur þú muni vísdóm geyma;
þær dyr að knýja ónýtt er,
Því enginn lifandi sála er heima.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 16:14

14 identicon

Kristján þú hefur eitthvað misskilið textann minn. Þú gerir mér upp þessi orð í þínu svari: "þér finnst hæpið að hann hafi gert þessa álitsgerð“ í svarinu mínu á undan sagði ég orðrétt: „þá þekki ég ekki þessa grein en mér finnst hæpið að hægt sé að tala um stjórnarskrárvarinn eignarétt á vinnslu á fiski“ – hvar lest þú út úr þessu að ég sé að vefengja tilvist skýrslunnar?

Ég ætla ekki út í þjóðlendumálið og held mig við það sem ég hef sagt fyrr um það mál. Allar órökstuddar fullyrðingar Kristján læt ég eins og vind um eyru þjóta. Þú þarft því að rökstyðja eitthvað í því máli ef þú vilt ná eyrum mínum.

Álit mannréttindanefndar SÞ byggir á vanþekkingu á íslenskum lögum og ég hef komið inn á það og þú hefur ekki svarað því efnislega. Ég nenni ekki að taka afstöðu til órökstuddra fullyrðinga frá þér því þá gerði ég ekki annað en að endurtaka sjálfan mig. Sjávarbyggðir hafa ekki mannréttindi það eru einstaklingar sem njóta mannréttinda og þá grundvallaréttinda en ekki pólitískra þankaganga um félagslegréttindi.

Ok Eggert ég næ því þú ert með minnimáttarkennd í garð fólks með einhverja menntun, þú verður að eiga það við þig sjálfur kallinn minn ég tek ekki þátt í þeim leik.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 17:10

15 identicon

Nýtingaréttur er bara ein af mörgum heimildum eignaréttar sem eru m.e. umráðaréttur, ráðstöfunarréttur o.fl. Þó svo þú hafir haft rétt til að veiða hér áður fyrr þá tryggir það þér ekki eignarétt fyrir náttúruauðlindinni. Eignaréttur byggir á því að þú hefur einhvern rétt umfram aðra og ert varinn gegn þriðja manni. 

Fasteignir fiskvinnslu fylgir enginn réttur umfram aðrar fasteignir. Vinnsla í fiskvinnslu er háð því að einhver hafi áhuga á að nýta sér þá þjónustu sem fiskvinnslan hefur upp á að bjóða. Hefur ekkert með eignarétt að gera. 

Skuldsetning er í nánast öllum atvinnugreinum á Íslandi, af hverju ætti sjávarútvegu að vera eitthvað frábrugðin. Það sem skiptir máli er að fyrirtæki geti staðið undir skuldum sínum og byggt eitthvað til framtíðar. Eignaréttarkerfi er það besta sem kom fyrir sjávarútveginn og að fara yfir í sóknardagakerfi væri mestu mistök íslandssögunnar fyrir kannski utan inngöngu í ESB held að hún myndi toppa allt.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 12:43

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er gott fyrir aula eins og okkur Kristinn P. sem höfum litla þekkingu á fiski og sögu þess atvinnuvegar á Íslandi að eiga svona góðan aðgang að fagmanni á borð við Vilhjálm Andra Kjartansson! Maðurinn sá veit allt um hagkvæmni atvinnuvegarins bæði í nútíð og fortíð. Mér er reyndar óskiljanlegur sá ofurdugnaður hans að hafa stundað nám og auk þess getað stundað sjó og fylgst með öllu því flókna dæmi lífríkisins sem vöxtur og viðgangur fiskistofna byggir á.

Hversu gamall varst þú Vilhjálmur Andri þegar ég byrjaði að stunda sjó?

Og hversu gamall varst þú þegar Kristinn Pétursson fór að fást við útgerð og fiskvinnslu, og síðan að bera reynslu sína og eigin rannsóknir saman við útreikninga Hafró á "nýliðun" i fiskistofnum?

Telur þú Vilhj. Andri að allt umhverfi útgerðar á Íslandi hefði staðið í stað og engin hagkvæmni aukist í þeim atvinnuvegi hefði ekki gjafakvótinn verið settur í gang?

Telur þú að ráðleggingar Hafró hafi styrkt þorskstofninn?

Manstu hvaða ár Hafró "týndi" 500 þús. tonnum af þorski á Íslandsmiðum?

Telur þú að Norðmenn og Rússar hafi tekið ranga ákvörðun árið 2000 þegar þeir höfnuðu ráðgjöf Alþj. hafrannsóknarráðsins með því að þrefalda veiðar sínar á þorski umfram þá raðgjöf? Og að við Íslendingar þá að sama skapi tekið rétta ákvörðun þegar við fórum að ráði Hafró en hefur ekki tekist að auka afla okkar eftir 8 ár?

Ég veit að þú hefur svör á reiðum höndum.

Árni Gunnarsson, 27.11.2008 kl. 01:12

17 identicon

Og inntakið hjá Árna er að reyna að gera lítið úr minni persónu enda er maðurinn algjörlega algjörlega röklaus þegar kemur að sjálfri umræðunni.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband