Lífeyriskerfið og bankahrunið

Íslenska lífeyrissjóðakerfið hefur verið í allra fremstu röð enda eru flestar þjóðir með "gegnumstreymiskerfi" þar sem treyst er á yngri kynslóðirnar við að standa straum af lífeyriskostnaði. Ergo: Ekkert í sjóði.

Á Íslandi hefur þessu verið öfugt farið ekki síst á síðustu árum. Lífeyrissjóðirnir hafa átt miklar eignir í hlutabréfum og skuldabréfum á Íslandi. Þessar eigur hafa stórskaðast að undanförnu.

Litlu mátti samt muna að staða þeirra hefði versnað enn frekar en það var þegar lagt var hart að þeim að leggja litla 500 milljarða inn í viðskiptabankana sálugu. Þessar hugmyndir lágu til grundvallar "ráðherrabústaðsfundunum" í október.

Sem betur fer var bönkunum ekki lánað enda hefur komið í ljós að þúsundir milljarða skorti upp á efnahagsreikningana eins og þeir líta út núna.

Vonandi standast væntingar lífeyrissjóðanna um að þessi vikmörk haldi en þar sem eignirnar eru taldar í krónum er ljóst að tjónið í evrum eða dölum er verulegt þó ekki sé það tilgreint í þessari frétt sérstaklega.


mbl.is Lífeyrisréttindi óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinbjörn Eysteinsson

Fyrirgefðu fáfræði mína, en fékk Kaupþing ekki 500.000.000 € (fimm hundruð milljónir evra) að láni frá Seðlabananum rétt fyrir hrun með öruggu veði í gjaldþrota banka í Danaveldi??

Sveinbjörn Eysteinsson, 21.2.2009 kl. 22:19

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Lífeyrissjóðirnir eru bóla og hluti af vandamálinu. Ég held að raunvirði eigna þerra sé nú ofmetið. Til dæmis eru mjög mikið af lífeyrisjóðslánum á  öðrum og þriðja veðrétti í yfirveðsettum fasteignum bæði í atvinnu og íbúðarhúsnæði. það er því líklegt að hluti af lausn efnahagsvandans felst í því að afskrifa stóran hluta eigna lífreyrssjóðanna.

Guðmundur Jónsson, 21.2.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Lán SÍ til Kaupþings (og önnur lán SÍ til viðskiptabankanna) eru sér mál. Hér er ég að tala um lífeyrissjóðina sérstaklega.

Eyþór Laxdal Arnalds, 21.2.2009 kl. 23:32

4 Smámynd: smg

Held það sé mjög mikilvægt að verja lífeyrissjóðina fyrir frjálshyggjuöflum sem sjá þar síðustu sjóðina sem hægt væri að arðræna og brenna upp.

smg, 22.2.2009 kl. 10:00

5 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Hef skrifað ótal pistla um fjárfestingar og tap sjóðanna og er þessi framsetning þeirra um tapið álíka trúverðug og meydómur 53 ára portkonu.

Ragnar Þór Ingólfsson, 22.2.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband