Söngvar Kim Il Sung og Kim Jong Il hljóma nú

Samkvæmt Pyongyang  tókst að senda fjarskiptatungl á braut um jörðu og sendir það út "ódauðlega söngvar Kim Il Sung og Kim Jong Il" eins og það er orðað. Flaugin sem bar gervitunglið fór reyndar í heimildarleysi yfir japanska lofthelgi og vilja margir meina að tilgangurinn sé annar og verri en að útvarpa "ódauðlegum söngvum" frá himingeimnum.

Ekki laust við að þetta minni á Team America


mbl.is Norður Kóreumenn skjóta eldflaug á loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Það væri ábyggilega fróðlegt og kannski fyndið að heyra þessi lög og skoða texta.

Guðmundur Benediktsson, 5.4.2009 kl. 12:07

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Af hverju skuti Japanir það ekki niður eins og þeir sögðu/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 5.4.2009 kl. 14:17

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir hafa líklega reiknað út að það borgaði sig ekki einu sinni, þar sem draslið er í raun og veru "made in China" og þeir sáu því fyrir að það myndi hrapa í hafið eins og fyrstu fregnir herma. (En það er líka bara opinbera frásögnin, ég á sjálfur ekki nógu langan stjörnukíki til að staðfesta hana ;) En hver er annars bylgjulengdin á þessari útsendingu sem N-Kóreumenn þykjast hafa sett í gang, er hægt að stilla viðtækin og hlusta? Minnist þess að þegar Sovétmenn komu gervihnetti á braut á undan Bandaríkjamönnum, þá gátu kanarnir heyrt í útvarpinu hljóðmerki sem Spútnik sendi frá sér og jók þannig til muna áróðursmáttinn af tiltækinu.

Bestu kveðjur gott fólk.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.4.2009 kl. 17:36

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þið getið kannski fengið þá til að spila Árna Johnsen líka :P

Héðinn Björnsson, 6.4.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband