Nýtum kosningaréttinn

Kjörsókn hefur yfirleitt verið góð hér á landi. Vonandi verður svo áfram. Margir vilja skila auðu en í því felst ákveðin uppgjöf þótt í slíkum atkvæðum kunni að felast skilaboð. Kjörkassinn er annað og meira en skilaboðaskjóða enda erum við að velja hverjir fara með löggjafavald og í reynd líka framkvæmdavald.

Kosningarnar í dag snúast um framtíðina. Einhverjir telja að þær snúist um ESB en fyrst og fremst snúast þær um hvort við séum að fara leið sósíalisma eða leið frjáls markaðar. Hvorug leiðin er fullkomin en sagan hefur sýnt okkur að forræðisleiðin skilar minni ávinningi til almennings. Að sjálfsögðu eru margir sárir en reiðin má ekki bitna á þeim sem síst skildi.

Ég vil hvetja alla þá sem hafa kosningarétt að nýta þennan rétt á þessum fallega degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Frjáls Evrópu nýfrjálhyggja nei takk.

Norðmenn munu vera hættir að salta fisk inn á Portúgalsmarkað.

Sem sagt efri stéttirnar hafa ekki efni á að kaupa saltfisk.

Regluverkið sem við tókum upp 1994 virkar allstaðar eins. Forræðisstéttin innan við 1% hirðir allan ávinningin og jafnar allar hinar stéttirnar niður í eina: niður fyrir upprunalegt meðaltal. 

Júlíus Björnsson, 25.4.2009 kl. 14:31

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stýrivextir í augum þolinmóðra yfirtökulánara ættu að vera sem hæstir, fyrir ESB sinna sinna ætti hærri en 17% að vera ásættanlegt ef þeir eru í samræmi við hugsjónir sínar.

Langbest er að byggja hús sitt á bjargi og skulda sem minnst frá upphafi. Það er fyrirmyndar kapitalismi.  Það þarf að byggja upp ný fyrirtæki í anda litlu gulu hænunnar á Íslandi. Núverandi hafa ekki sannað áframhaldandi tilveru rétt sinn hvað varðar eigendur.

Júlíus Björnsson, 25.4.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband