"Örvum atvinnulífið"

Á meðan víða er verið að verja fjármunum ríkja í örvun atvinnulífisins með svokölluðum "stimulus" aðgerðum eru álögur hækkaðar á neysluvörur, skattar hækkaðir og vextir í hæstu hæðum á Íslandi.

Ef skoðaðar væru aðgerðir ríkis og Seðlabanka á Íslandi myndu flestir ætla að hér væri of mikil þensla sem þyrfti að ná tökum á með öllum meðölum. Eins og allir vita er staðan einmitt allt önnur og hér eru fjöldagjaldþrot og gríðarleg aukning á atvinnuleysi.

Ráð ríksins ættu að vera þau að lækka álögur og stuðla að vaxtalækkunum í stað þess að þyngja byrðarnar. En hvernig stendur á því að það er ekki gert? Stærsta svarið liggur í stórfelldum kostnaði við ríkisreksturinn sem er enn eins og það sé árið 2007. Nær ekkert hefur verið gert til að skera niður og er ríkið langt á eftir fyrirtækjunum í aðhaldsaðgerðum. Að ekki sé minnst á heimilin.

Í staðinn er vaxandi halli (tap) á ríkissjóði sem eingöngu verður fjármagnaður með lánum. Þær lántökur halda uppi háum vöxtum og minnka möguleika fyrirtækja til lántöku.

Örvum atvinnulfíð sagði einhver.
Sláum skjaldborg um heimilin...


mbl.is Rætt um 8% aukaskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arvid Tynes

Sæll Eyþór.

Auðvitað á að stækka framleiðslukökuna og minnka rekstrarkostnað sameiginlegrar umsýslu.

En þar er ekki ríkið einangrað. Hvernig væri að stokka upp sveitarfélagastjórnsýsluna. Þurfum við öll þessi sveitarfélög. Getur t.d. Árnessýsla verið eitt sveitarfélag. Jafnvel allt Suðurlandsundirlendi. Þurfum við öll sýslumannsembættin á sama svæði? Er nokkuð óásættanlegt að þurfa að eiga 2ja klst ferð í þjónustumiðstöð? Má ekki auka samskipti við opinbera þjónustuaðila netinu? Mér finnst kominn tími til að sníða og stjórnsýslu við þarfir 3-500 þús íbúa ekki margmiljóna þjóð. Til þess að það sé hægt og sanngjarnt þarf að efla samgöngukerfið í landinu. Þá meina ég samgöngukerfi í víðustu merkingu þess orðs. Það er ekki eingöngu vegna íbúanna sjálfra heldur líka fyrir framleiðsluna. Að sjálfsögðu fara þeirra hagsmunir saman.

Að lokum. Þótt nauðsyn kunni vera á aukaskatti nú um hríð, þá hrellir sagan. Skattar hafa tilhneigingu til að vera þaulsetnir.

Kv. JAT

Jón Arvid Tynes, 13.6.2009 kl. 23:11

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Eyþór. Þetta eru meðal annars timburmennirnir eftir eihverjar heimskulegast tímasettu skattalækkanir sögunnar hjá ríksstjórn Sjálfsæðisflokks og Framsóknarflokks. Að hugsa sér að það hafi verið menntaður hagfræðingur, sem stóð og réttlætti slíkt. Eða var honum kanski sagt hvað hann átti að segja af Davíð.

Þarna var um að ræða tilraun til að koma fólki á þá skoðun að skattahækkanir gætu aukið skatttekjur með því að lækka skatta í bullandi góðæri þegar ljóst var að skatttekjur myndu samt aukast. Allir vita af Laffer ferlinum, sem segir að þegar skattbyrði er orðin of mikil þá geti hækkun skatta lækkað skatttekjur ríkisins og þar með geti lækkun skatta hækkað þær. Hins vegar telja flestir að toppurinn á því ferli liggi einhvers staðar á bilinu 50-70%, sem gerur verið mismunandi eftir þjóðfélögum, en ekki í námd við þau 35-40%, sem tekjuskatturinn er hér.

Sigurður M Grétarsson, 14.6.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband