Vekur efasemdir um faglega hæfni samninganefndarinnar

Fram hefur komið að Seðlabankastjórinn sjálfur mætti með tvo lögfræðinga úr Seðlabankanum á fund þingnefndarinnar. Álit Seðlabankans kom þar fram enda er bréfið skrifað á bréfsefni bankans af starfsmönnum hans. Nú er verið að beita starfsfólk Seðlabankans ódrengilegum þrýstingi af hálfu þeirra sömu stjórnarliða og settu sérstök lög til að bola burt yfirmönnum bankans. Þetta eitt og sér er ekki þinginu sæmandi.

Það sem réttara er að þessi gagnrýni lögfræðinga Seðlabankans á frumvarpið og samninginn vekur verulegar efasemdir um faglega hæfni samninganefndarinnar sem starfaði undir forystu Svavars Gestssonar. Nefndin ber ábyrgð á samningum og svo ríkisstjórnin sem hefur staðfest hann fyrir sitt leyti. Nú þarf Alþingi að taka ákvörðun og þá er ekki góð taktík að skjóta sendiboða. Slík skot eru voðaskot.

En fyrir þá sem vilja kynna sér minnisblað lögfræðinga Seðlabankans er rétt að benda á eftirfarandi slóð:

http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=137&malnr=136&dbnr=601&nefnd=ut


mbl.is Vekur efasemdir um faglega hæfni Seðlabankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Eftir að hafa lesið minnisblað þessara lögmanna Seðlabankans þá er það ótrúlegt að samninganefndin hafi lagt þennan samning fyrir ríkisstjórnina og mælt með því að hún skrifaði undir hann.

Þingið verður að fella þennan samning. Það má hverjum vera ljóst sem les þetta álit þessara lögmanna. Þetta eru meiriháttar mistök sem samninganefndin hefur gert með þessum samningi. Steingrímur og Jóhanna hafa því miður fallið í þá gryfju að treysta þeim mönnum sem í samninganefndinni voru og skrifað undir.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.7.2009 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband