20 ára afmćli

Fáir spáđu fyrir um fall Berlínarmúrsins og síđar Sovétríkjanna. Ég var reyndar svo heppinn ađ hafa upplifađ austur-Berlín ţegar ég fór í leikhópi Ţjóđleikhússins undir forystu Brynju Benediktsdóttur 1987 og viđ lékum í Karl Marx leikhúsinu. Leikritiđ var "Hvar er hamarinn" eftir Njörđ P. Njarđvík og fjallar um baráttu Ţórs og Loka. Ţessi upplifun í höfuđstađ kommúnismans var holl og eftirminnileg. Ég held ađ Örn Árnason eigi videotökur af ferđinni sem gaman vćri ađ sjá viđ tćkifćri en ţar sáum viđ međal annars gćsagang hermanna sem gćttu "öryggis borgaranna" og upplifđum viđ ótrúlega hluti sem lifa í minningunni. Eitt af ţví sem ađ var áberandi var mikil mengun enda hef ég aldrei skiliđ hvernig vinstri og grćnt eigi samleiđ. Fáir hafa leikiđ náttúruna og andrúmsloftiđ verr en kommúnistaríkin. 

Í dag eru 20 ár síđan múrinn féll og reyndar er líka 20 ár í ţessum mánuđi frá ţví ađ hljómsveitin Todmobile spilađi fyrst opinberlega. Ţó Todmobile hafi ekki haft heimssöguleg áhrif ţá fannst okkur samt sem áđur vera tilefni til ađ halda upp á afmćliđ og halda tónleika.

Ţađ er umhugsunarvert ađ rifja upp á afmćlum hvert afmćlisbarninu hefur miđađ. Hvađ varđar Berlínarmúrinn eru enn ţó nokkrir sem sakna hans en ţrátt fyrir mikla galla á frjálsum markađi eru samt flestir sammála ţví ađ hann sé betri en höft og ógnarstjórn. Ţađ er út af fyrir sig sérkennilegt ađ viđ séum hér á Fróni međ gjaldeyrishöft og ríkisvćđingu á flestum sviđum ţegar 20 ára afmćlis múrsins er minnst. Vonandi verđur gott ađ búa á Íslandi ţegar 20 ára afmćli bankahrunsins verđur minnst áriđ 2028. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband