Sakna Davíðs

Það er oft gaman hinum öfluga bloggara Össuri. Í dag vitnar hann í flokksbróður sinn Árna Pál og telur hann hafa átt "orð þáttarins" hjá Agli Helgasyni. Árni Páll sagði að "þegar Davíð hnerrar fær Sjálfstæðisflokkurinn kvef".

Engu líkara er en Samfylkingin sakni Davíðs. Ingibjörg Sólrún hefur lengi byggt málflutning sinn á því að Davíð væri orsök þess sem misfærist í veröldinni. Það var því talsvert áfall þegar Davíð yfirgaf stjórnmálin. - Nú er nýja kenningin sú að Davíð fjarstýri ríkisstjórninni úr Seðlabankanum og spili þar á pípu, ef marka má skrif Össurar.

Eða er Össur kannski að draga athyglina frá hanatainu sem fór fram í þættinum á vinstri vængnum?

Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Pétur Garðarsson

Það virðist vera að þegar Davíð hvarf og margt má segja um hann þá fór sú persóna sem Samfylkingin notaði sem grílu á lýðin. Nú er hann horfin á braut og þá er Samfylking bara einsog hauslaus hæna er hlaupandi út og suður og deyr drottni sínum áður en um langt lýður. Mér finnst þetta ansi sorglegt því ef Samfylking myndi aðeins slaka á og hætta að benda á okkur og hvað við sjallar meigu bæta þá ætti hún að einbeita sér að sjálfum sér og vinna markvist héðan í frá að því.

Ég vona að okkur beri sú gæfa að mynda ríkisstjórn með Samfylkingu undir forsæti Geirs H en til þess að það geris þá þarf hún að anda inn og "Fócusa". Ef Ingibjörg vill lifa áfram sem trúverðugur leiðtogi vinstrimanna þá fer hún í samstarf við okkur Sjalla og drepur Össur niður um leið. Því ef hún kemur Samfylkingu í stjórn þá sigrar hún og Össur þarf þá að bíða og verður þá sennilega aldrei leiðtogi aftur. Með því krassar hún alla þá sem segja að Össur hafi gert betur. Þetta var langt Comment!! Sorry

Gunnar Pétur Garðarsson, 12.3.2007 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband