Á húsnæði heima í neysluvísitölunni?

Neysluvísitalan lækkaði minna en flestir vonuðu. Tvennt virðist valda; minni lækkanir en ætla mætti á vissum sviðum og svo hitt að húsnæðisverð hefur ennþá talsverð áhrif til hækkunar. En á húsnæði heima í neysluvísitölunni? Sumir segja svo, en staðreyndin er sú að við erum með talsverða sérstöðu hvað þetta varðar á Íslandi. Reyndar er það svo að húsnæðiskostnaður er metinn inn í verðbólgutölur víða, en með æði misjöfnum hætti. Þess vegna er húsnæðiskostnaði og húsnæðisverði sleppt í alþjóðlegum samanburði.

Í Bandaríkjunum er húsnæðisverð undandskilið, öfugt við Ísland, en þetta graf sýnir ansi vel hvaða áhrif húsnæðisverð gæti haft ef það væri tekið með í reikninginn:

CPI


mbl.is Matvara hefur lækkað en veitingar síður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Reynar er víðast hvar notuð samræmd vísitala þar sem húsaleiga er höfð inn í vísitölunni en ekki verð á húsnæði. Miðað við samræmda vísitölu sem er reiknuð hér i hverjum mánuði en ekki noruð sem mælikvarði á verðbólgu, þá er Ísland meðal þeirra ríkja innan OECD þar sem lægst verðbólga.

Það má nefna í því sambandi að leigumarkaður í ríkjum ESB er mjög þróaður á flestum stöðum en hinsvegar afar vanþróaður hér á landi og því ekki marktækur þar sem flestir landsmenn stefna í eigið húsnæði ólíkt mörgum nágrannaríkjum okkar.

Hinsvegar verður ekki framhjá því horft að húsnæðisverðið hefur drifið verðbólguna áfram síðustu árin.

Halldór Þormar Halldórsson, 12.3.2007 kl. 11:37

2 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Þetta er gott innlegg hjá þér. Margir hagfræðingar gagnrýna hvernig vísitalan CPI er mæld í USA, þ.s hún er ekki að mæla verðbreytingar heldur frekar "consumer satisfaction".  USA vísitalan er þannig útfærð að ef verð á hakki, hækkar þá er kjúklingur settur inn í staðin. Ef verð á flugfarseðlum hækkar, þá keyrir fólk, tekur lest o.s.f.

Þetta er víst kallað "statistical gimmick" hvernig verðbólgan er reiknuð þar vestra. Raunveruleg verðbólga er vanmetin um 2% stig á ári miðað við hvernig hún er reiknuð í öðrum löndum sem veldur síðan ofmati á þjóðarframleiðslu.

Birgir Guðjónsson, 12.3.2007 kl. 21:19

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Ég get tekið undir þetta og hallast að því að almennt sé verðbólga vanmetinn í heiminum. Það flækir hins vegar málið að verðbólgumæling sé ekki meira samræmd en raun ber vitni. Menn hafa viljað bæta við eignaþáttum, en við erum nokkuð sér á báti með það að hafa fasteignaverð í neysluvísitölunni, þó húsnæðiskostnaður ( og leiga ) sé inni í henni víða í Evrópu.  

Uppfærslan á USA vísitölunni er efni í heila bók og mjög gott að þú nefnir þann þáttinn. Mér skylst að verð á t.d. tölvum sé lækkað ef nýir kostir fylgja tölvunni. Hugsanlega erum við "á undan" í þessum efnum.

Eyþór Laxdal Arnalds, 12.3.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Í USA hefur verið undanfarin 3 ár eignaverðbólga, líkt og hér á landi. Almenningur hefur getað fjármagnað neysluna með því að endurfjármagna fasteignina sem hefur hækkað ört. Í dag er komið að leikslokum í báðum löndum. Ef efra grafið hefði verið í gildi í USA í dag, værum við að tala um allt annan raunveruleika.

Birgir Guðjónsson, 12.3.2007 kl. 22:00

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Umræðan um það hvort sú aðferð sem notuð er á Íslandi við að reikna húsnæðisliðinn inn í vísitöluna á  fullkomlega rétt á sér.  Sú aðferð sem beitt hefur verið varð til þess að verðbólga á Íslandi hefur að sumra mati mælst langt umfram það sem hún hefði raunverulega átt að mælast að þeirra mati. Afleiðingar þess hafa verið okkur Íslendingum erfiðar.

Fram hafa komið athyglisverðar hugmyndir um að þróun húsnæðisverðs verði tekin úr verðbólgumælingunni, en  þess í stað verði miðað við þróun byggingakostnaðar og húsaleigu.  Það er ekki svo galin nálgun, sérstaklega í ljósi þess að stórhækkun húsnæðisverðs á afmörkuðum "lúxussvæðum" eins og við heitar götur í 101 Reykjavík endurspeglar ekki húsnæðiskostnað miðlungs Íslendings.  Hækkunin sú hefur hins vegar haft mikil áhrif á hækkun neysluvísitölunnar.

Meira um þetta á hallur.magg.blog.is

Hallur Magnússon, 12.3.2007 kl. 22:09

6 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Velkominn á moggablogg Hallur! Gaman að fá þig í þessa umræðu.

Eyþór Laxdal Arnalds, 12.3.2007 kl. 22:25

7 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Góð grein hjá þér Hallur.  Þetta er einmitt málið. Þarf ekki að laga  vísitöluna þannig að hún endurspegli "meðal íslendingin". Samanber, hvernig yfirvöld í USA aðlaga CPI að raunveruleikanum.

Birgir Guðjónsson, 12.3.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband