Landið fýkur burt...

Ein mynd getur sagt meira en þúsund orð. Landfok á suðurströndinni sést afar vel á þessari mynd sem er tekin úr gervitungli NASA. Takið eftir brúna skýinu sem leggur á haf út. Það nær tugi kílómetra út á sjóinn.
Iceland_Dust

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Það er hræðilegt að horfa á þetta. Þetta verðum við Hægri-Grænir að stöðva á komandi árum.

Birgir Guðjónsson, 12.3.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þú sagðir að ein mynd segði meyra en þúsund orð og það er svo sannarlega vel að orði komist. Sama er mér hvaða nafn stórnmálaflokkurinn ber sem tekur þátt í að stöðva þetta eða allavega hægja á þessu, hér á öll þjóðin að leggjast á eitt.

Sigfús Sigurþórsson., 12.3.2007 kl. 23:32

3 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Eina ráðið til þess að stöðva landeyðingu vegna sandfoks er að ráðast að upptökunum. Það þarf að rækta upp þau svæði þar sem sandurinn fýkur burt frá, ekki ráðast á þau svæði sem sandurinn fýkur á.  Byrja á nr.1 og þá er nr.2 úr sögunni, ekki satt.  Kostar auðvitað pening en er trúlega eitt stærst umhverfismálið ef menn skoða nánar

Vilborg G. Hansen, 12.3.2007 kl. 23:46

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Svifryk.

Birgir Þór Bragason, 13.3.2007 kl. 11:35

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta verður að stöðva! og Það verður að gera eitthvað! - Hvað hyggjast stjórnvöld fyrir í málinu? Hrópar kórinn eins og venjulega.  Lítið er um konkret svör eða tillögur. Sama heilaga hneykslan bergmálar inni á þingi landsins en ekkert áþreifanlegt virðist koma út úr orðræðunni. Þetta á við nánast öll þjóðþrifamálefni.

Við eigum augljóslega enga sérfróða um málið eða þá hinir sérfróðu eru orðnir svo værukærir í stöðum sínum og jepparúnti að þeir gera ekkert. Fyrst er  byrjað að leita að hverjum gæti verið að kenna óáranin og svo þegar hann er fundinn þá er málinu lokið. Þetta er verklag velferðarsamfélagsins. Enginn getur slitið sig frá flatskjáunum og brett upp ermarnar. 

Mér er til efs um að landfok, sé sér íslenskt fyrirbrigði og mig grunar að menn hafi jafnvel fundið lausn á þessu út í hinum stóra heimi og það við stærri krísum. Menn hafa ræktað upp stór svæði á sádíarabúskaganum og víðar og það í algerum þurrki líka.  Netið gæti átt tillögur. Það er þó ekki það sem ALþingi vill, því þá þarf að fara í þá leiðinlegu vinnu að skáka til fjárlögum. Það kostar hugsun, því það er eins og að reyna að elta kvikasilfur að fá það til að balansera.  Þrýstihópar eru út um allt og menn orðnir daufir fyrir söng þeirra og heimtufrekju. Svarið verður því nei. Setjum þetta í nefnd eða ferli sem eyðir því.

Átt þú tillögu Eyþór? Ætli þetta sé viðhorfsvandi, leti eða náttúruhamfarir?  Ég skrifaði einu sinni garðyrkjuskólanum og lagði til að menn íhuguðu að þróa mottur úr trefjum og grasi sem féllu til í landbúnaði og skórækt.  Mér datt í hug að hægt væri að nota meltu og fiskilím, sem bindiefni fyrir raka og blanda í þetta fræjum að þörf. Svo gætum við máske bara teppalagt sandana.  Menn voru ekki fráhverfir þessum þönkum en leist illa á þá skriffinsku, sem fælist í að blanda saman sjávarútvegi og landbúnaði.  Hvert skyldi leita og hvar ætti að byrja svona þróun voru allir ráðþrota með og síðast en ekki síst...hver á að borga?  Svo var spurningin....kæmi ekki lykt af þessu? 

Veit það svei mér ekki Eyþór hvað þarf til að ráðast á þetta aldagamla vandamál. Kannski stórfyrirtækin gætu fjármagað svona þróun upp á að halda patentinu.  Í lausninni gæti nefnilega fólgist ávöxtun fjárfestinganna og jafnvel fjárhagslegur ávinningur ef vel er að málum staðið.

Hvað finnst þér? 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2007 kl. 23:00

6 Smámynd: Jón Ingvar Jónsson

Þessi mynd sýnir EKKI landfok.

Jón Ingvar Jónsson, 15.3.2007 kl. 12:15

7 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Jón Ingvar. Hvað telur þú brúna flekkinn vera?

Eyþór Laxdal Arnalds, 15.3.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband