Til hamingju með ákvörðunina!

Með þessari ákvörðun verður ekki aftur snúið; Suðurlands- og Vesturlandsvegur verða tvöfaldaðir. Hér er stórmál á ferð þar sem ríkisstjórnin lætur verkin tala. Tvöfaldur Suðurlandsvegur mun valda straumhvörfum í uppbyggingu á Suðurlandi, auk þess sem þessar miklu vegabætur munu gagnast landsmönnum öllum. Þetta ber að þakka, enda hefur þetta verið eitt helsta baráttumál á Suðurlandi um talsvert skeið samanber undirskriftasöfnunina á www.sudurlandsvegur.is þar sem yfir 25 þúsund skrifuðu nafn sitt undir. 

Til hamingju með ákvörðunina Sturla Böðvarsson.  

 

Eyþór Arnalds

     


mbl.is Útboð á tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar undirbúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vissulega tími til kominn, en af hverju þurfti svona marga krossa til að gera þetta? Eftir öll þessi ár, get ég því miður engan veginn slegið Sturlu til riddara fyrir þetta framlag, þótt gott sé og löngu tímabært. Veit ekki hvað krossarnir eru margir undir Ingólfsfjalli og fer ávallt um mig hrollur er ég ek þar framhjá. Greinilega kosningar í nánd, en vona að þetta verði ekki slegið af, að þeim loknum. Annað eins hefur nú gerst.

Halldór Egill Guðnason, 11.4.2007 kl. 19:24

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Af hverju er alltaf allt of seint Halldór?  Einhverntíman þarf að byrja svo það verði ekki enn seinna ekki satt? Auðvitað eigum við að vera ánægð með svona ákvarðanatöku þó sumum finnist hún vera seint á ferðinni. hún allavega tefst þá ekki lengur og það er fyrir öllu. Svona hugsanagangur er bara slappur, sorry

Guðmundur H. Bragason, 11.4.2007 kl. 20:49

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það ríkir gleði í huga mínum, hlakka til þegar þeir byrja og halda svo áfram hringinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.4.2007 kl. 21:25

4 Smámynd: Egill Jóhannsson

 

Auðvitað fagnar maður þessum hugmyndum og ég held að engum heilvita manni detti í hug eftir alla þá umræðu sem farið hefur fram að þetta verði ekki sett í framkvæmd þ.e. sé ekki kosningatrikk.

En í samræmi við blogg sem ég skrifaði 24. febr. og annað blogg aðeins fyrr þá átta ég mig ekki á þeirri forgangsröðun að breikka Vesturlandsveg frá Mosfellsbæ upp að Kollafirði. Sú breikkun er óþarfi á þessu stigi að því gefnu að fjármagnið sem sparast fari í að flýta Sundabraut því hún mun draga úr umferðarálagi í gegnum Mosfellsbæ.

Egill Jóhannsson, 12.4.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband