Sarkozy, Ísland og ESB

Það eru talsverð tíðindi að Sarkozy skuli orðinn forseti Frakklands. Tvær fylkingar tókust á í kosningunum og má segja að Frakkar hafi valið aukið frjálsræði, enda hefur Sarkozy boðað sveigjanlegri vinnumarkað. Allir eru umdeildir, ekki síst þeir sem bjóða sig fram til forseta. Sarkozy hefur fengið sinn skammt. Engu að síður er rétt að lesa í hvað þetta þýðir fyrir Frakkland og ESB. Margir telja að Sarkozy muni auka samskipti við Bandaríkin og hverfa frá einangrunarstefnu Chiracs í alþjóðamálum. Vel má vera að Sarkozy takist að hafa áhrif á ESB á viðkvæmum tímum þegar enn er tekist á um stjórnarskrá. Þýskalandi er stjórnað af samsteypustjórn og skiptir miklu hvað hin stóra stofnþjóðin vill í ESB málum.

Vandi Íslands í ESB málum er ekki bara hvað ESB er, heldur óvissan um hvert ESB stefnir. Stórríki "federalistanna" er enn möguleiki, þó flestar þjóðirnar séu því mótdrægnar. Vonandi skýrist það eitthvað með kjöri Sarkozy.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það er alveg merkilegt hvað margir vilja verða hluti af þessari tröllskessu ESB. Meðan Sjálfstæðisflokkurinn stendur gegn aðild er einhver von.

Jón Sigurgeirsson , 16.5.2007 kl. 16:52

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þjóðir Evrópu eru lítið hrifnar að gefa eftir sjálfstæði sitt. Eða allavega íbúarnir. Embættismennirnir eru hinsvegar vel tilbúnir að fórna sjálfstæði og lýðræði annarra til þess að auka eigin hag og færa sig upp í skriffinnakerfinu.

Fannar frá Rifi, 16.5.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband