Menn uppskera eins og þeir sá

Vinstri meirihlutinn í Reykjavík var við völd í rúma 100 daga og tókst ekki að koma frá sér málefnasamningi. Meira að segja REI málið sem var upphaf meirihlutans var ekki klárað á einn eða annan hátt. Mér skylst að fundi hafi verið frestað fyrir mánuðum síðan og ekkert hafi verið klárað á þessum 100 dögum.

Nú síðast var það svo deila um hús á Laugavegi þar sem Dagur borgarstjóri vildi færa húsin, en F og V lista fulltrúar vildu vernda.

Í gær voru fulltrúar V, F og S lista hissa á vinnubrögðum Ólafs. En voru þetta ekki sömu aðilar og tóku við Birni Inga sem lét Sjálfstæðismenn bíða eftir sér í Höfða?

"what goes around comes around!"

Ástæða er til að óska Vilhjálmi og öðrum borgarfulltrúum til hamingju með nýjan meirihluta. Nú verður fróðlegt að fylgjast með verkum meirihlutans. Ólafur er fyrrum liðsmaður Sjálfstæðisflokksins og nú er að sjá hvernig samstarfið gengur.

Eitt er víst að tveir flokkar eru alltaf betri kostur en þrír eða jafnvel fjórir þegar kemur að samstarfi. Það hefur sagan enn og aftur sannað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt algjörlega sammála/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.1.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Ingólfur

"Menn uppskera eins og þeir sá"

Því miður fyrir borgarbúa að þá á þetta líka við um nýja meirihlutann.

P.S. Nýi meirihlutinn er ekki samstarf tveggja flokka. Hann er samstarfs eins flokks og eins borgarfulltrúa sem ekki hefur einu sinni varamann á bak við sig. Ég legg til að Villi gefi Ólafi góðan og hlýjan trefil svo hann fái ekki kvef. 

Ingólfur, 22.1.2008 kl. 15:05

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Gefum Ólafi séns þetta er örugglega vel meinandi maður.  T.d. tókst honum að drepa hjartveika móður konu sem ég þekki eða svo vill hún meina.  Hann lét gömlu konuna gera einhverjar æfingar sem ekki er venjan að láta hjartveikt fólk gera.

Björn Heiðdal, 22.1.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: haraldurhar

Mæli þú manna heilastur.  Þú hefur reynsluna á heilindum og samlyndi í Sjálfstæðisflokknum.

haraldurhar, 22.1.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband