"Reykjavik on the Thames" og Íslandshrunið á Al Jazeera

Íslendingar hafa verið stoltir af því að vera þekktir fyrir ósnortna náttúru, Þjóðveldið, hreina orku, sterka menn, Björk og fyrstu konu heimsins í embætti svo eitthvað sé nefnt.

Nú er Ísland og Reykjavík samnefnari fyrir allt annað og verra. Nýlega sá ég þátt á Al Jazeera þar sem hrunið á Íslandi var notað sem tímanna tákn:

"Al Jazeera's Samah El-Shahat  hears from top financial experts and learns how the aftershocks of America's sub-prime crisis and credit crunch are being felt worldwide.

Nowhere more keenly than in Iceland - a country which was bankrupted by too much borrowing which led to the collapse of its financial system."

og svo þetta frá Davos:

"GORDON Brown mounted a spirited defence of his government’s economic record at the World Economic Forum in Davos yesterday, pointing to the country’s low inflation, low interest rates and low public debt.

He dismissed suggestions that London was “Reykjavik on the Thames” and rejected the comments of Jim Rogers, the investor, who warned a few days ago Britain was finished."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður
Þetta er vandamál einnar stundar fljótlega getum við borið höfuðið hátt aftur og það er engin ástæða til að bera það ekki hátt núna. Það hefur ekkert breyst við erum enn fyrsta þjóði til að kjós konu forseta við erum fyrsta þjóðin sem að hefur samkynhneigðan einstakling sem forsetisráðherra við skrifuðum enn þá Íslendingasögurnar og eitt elsta lýðveldi i heimi. Við erum semsagt eins og við höfum alltaf verið. Nokkurir einstaklingar og gæfuleysi í peningamálum komu okkur i klandur en við skulum muna eitt að peningar kaupa ekki fólki æru heldur er það fólkið sjálft sem að skapar orðspor sitt. Við erum blönk í bili og við vorum líka blönk þegar við lögðum okkar mesta skerf til heimsins.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.2.2009 kl. 23:14

2 identicon

Ég ætla bara að vona að við komumst út úr kreppunni flótt og getum borið höfuðið hátt. Ég er ekki alveg eins viss með lýðveldið? Hefur nokkurn tíman verið lýðveldi hér á landi? Ég efa það.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 13:09

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hægri menn á Íslandi segja alltaf að vinstri menn kunni ekkert með fjármál að fara. Það er líklega rétt hjá þeim.

Vinstri menn á Íslandi segja alltaf að hægri menn kunni ekkert með fjármál að fara. Það er líklega rétt hjá þeim.

Að þessu sögðu má sjá að allt stefnir í óefni og gjaldþrot hjá okkur. Þá vaknar spurningin: Hvort ætli sé betra Blátt gjaldþrot eða Rautt gjaldþrot?

Blátt gjaldþrot: Hugsum okkur 100 milljarða króna sjóð. 100 manns tæma sjóðinn og taka sér 1 milljarð, þúsund milljónir, hver maður. Allt búið - gjaldþrot!

Rautt gjaldþrot: Hugsum okkur 100 milljarða króna sjóð. 330 þúsund manns tæma sjóðinn og taka sér 303 þúsund krónur á mann. Allt búið - gjaldþrot!

Hvort ætli sé betra Blátt gjaldþrot eða Rautt gjaldþrot?

Björn Birgisson, 6.2.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband