Miðbæjarklúðrið á Selfossi

Eins og menn sjá sem aka yfir Ölfusarbrú hefur lítið þokast í miðbæjarmálum síðustu árin. Grindverk og skilti liggja nú fyrir vindi og er fremur nöturlegt að sjá. Uppruna málsins má rekja til samnings sem gerður var rétt fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar en þá skuldbatt sveitarfélagið til að hafa hátt nýtingarhlutfall og að selja byggingarrétt fyrir 45 milljónir króna.

Verkefnið hefur ekki gengið þrautalaust enda voru yfir 11 hundruð aðilar sem mótmæltu deiliskipulaginu þegar það var auglýst. Þegar því ferli var lokið hefur lítið gerst. Töldum við í minnihlutanum að forsendur samningsins væru í raun brostnar og honum ætti að rifta en því var hafnað að meirihlutanum. Þá töldum við að innheimta bæri skuld upp á 45 milljónir sem gjaldféll 90 dögum eftir að deiliskipulagið tók gildi. Því var hafnað og nú eru mótbárurnar þær að ekki hafi verið gerð lóðablöð til að skaffa alla þá m2 sem getið er um í samningum. Það er sem sé vanhöld bæjaryfirvalda sem standa í veginum samkvæmt þeirri söguskýringu. Það verður þó varla bæði sleppt og haldið en eins og staðan er nú er miðbæjarsvæðið tekið gíslingu án niðurstöðu, greiðslu eða uppbyggingar.

Kannski hefði verið hyggilegra að byggja smærra og klára það frekar en að reyna að nýta hvern m2 og m3 í trássi við vilja íbúanna og sitja svo uppi með þá stöðu að góðærið fór framhjá?

Á sama tíma og 45 milljónirnar eru óinnheimtar starfar Intrum í umboði bæjarins við að innheimta gjöld heimila og fyrirtækja. Það njóta ekki allir þess að fá vaxtalaus lán eins og í dæmi Miðjunnar. Það er því eðlilegt að fólk spyrji hvers vegna sumir njóti þessara fríðinda en almenningur ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Já, mér finnst nöturlegt að koma í heimsókn í minn gamla heimabæ. Útsýnið þegar yfir brúnna er komið er frekar dapurlegt. Ég fæ á tilfinninguna að bærinn sé að leggjast í eyði.

Heimir Tómasson, 3.4.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband