Lausnir í gjaldmiðilsmálum - engar undanþágur hjá ESB...

Nú þegar Olli Rehn hefur kveðið upp úr með sjávarútvegsmálin er nær útilokað að stjórnmálaflokkar leggi til umsókn Íslands. Olli Rehn segir meðal annars; "landið verði að uppfylla öll skilyrði aðildar og gangast undir reglur sambandsins um sjávarútveg. Frávik komi ekki til greina." Skýrara verður það varla.

Í þessu ljósi er brýnt að skoða til hlítar aðrar leiðir í gjaldmiðilsmálum svo sem einhliða upptöku USD eða EUR. Þá er enn brýnna en fyrr að leysa jöklabréfavandann.

Hér er svo frétt RÚV þar sem vitnað er í Olli Rehn:

Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarferlis Evrópusambandsins, vonar að Ísland gangi í Evrópusambandið innan skamms, þrátt fyrir efnahagsörðugleika. Ísland geti hins vegar ekki vænst þess að fá neina sérmeðferð.

 

Rehn ræddi við fréttamann þýska viðskiptablaðsins Handelsblatt og lýsti þar skoðunum sínum á hugsanlegri aðild Íslands. Hann útilokaði hvers kyns frávik frá aðildarskilyrðum Evrópusambandsins, einkum í ljósi kreppunnar.

Eins og stendur er gangið að því sem gefnu að Króatía verði næsta land sem hlýtur aðild að sambandinu, en Rehn segir það geta breyst og Ísland orðið á undan. Aðildarumsókn geti borist frá Íslandi í sumar. Viðræður geti gengið hratt fyrir sig, þar sem Íslandi hafi nú þegar leitt í lög um tvo-þriðju hluta réttartilskipana Evrópusambandsins. Rehn líkir aðildarviðræðum við maraþonhlaup, og segir Ísland 35 til 40 kílómetrum á undan ríkjunum á Balkanskaga.

Evrópusambandið sé mjög opið fyrir aðildarumsókn Íslands, og Ísland eigi heima í Evrópusambandinu. En landið verði að uppfylla öll skilyrði aðildar og gangast undir reglur sambandsins um sjávarútveg. Frávik komi ekki til greina.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Eyþór:

Það væri einkennilegt ef Olli Rehn lýsti því yfir áður en viðræður hefjast að við fáum undanþágur. Líkt og þú var ég um árabil listamaður og samdi um mín laun sjálfur. Maður gaf nú ekki eftir í samningaviðræðum áður en þær byrjuðu og í fyrsta lagi eftir 1-2 fundi. Síðan var ég formaður og varaformaður stéttarfélags og í samninganefnd í 5 ár og þar fundaði maður 3-4 sinnum áður en maður gaf aðeins eftir af kröfum sínum.

Hefur þú aðra reynslu af samningum en ég? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.4.2009 kl. 17:05

2 Smámynd: Björn Birgisson

Olli Rehn ræður nú ekki öllu í bákninu. Atvinnurekendur hafa alltaf sagt við verkalýðinn að enginn grundvöllur sé til launahækkana. Svo er samið. Alltaf um einhverja hækkun, svo mikla eða litla að báðir aðilar eru þokkalega ósáttir. Þá er kominn samningsgrundvöllur.

Björn Birgisson, 28.4.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

"landið verði að uppfylla öll skilyrði aðildar og gangast undir reglur sambandsins um sjávarútveg. Frávik komi ekki til greina." Skýrara verður það varla."

Eyþór. Það stendur yfir endurskoðun á því sem kallað er CFP. Common Fisheries Policy, sem er kerfið á bak við sameiginleg fiskveiðistefnu sambandsins. En fram eru komnar margar tillögur að breytingum á framkvæmdahlið kerfisins. Til dæmis frá Joe Borg framkvæmdastjóra þess efnis að allar miðstýrðar ákvarðanir verði færðar eins og kostur er sem næst vetvangi. Því ættu tillögur hans að auka verulega líkurnar á því að íslenska fiskveiðilögsagan verði öll skilgreind sem sérstakt fiskstjórnunarsvæði – og allar ákvarðanir yrðu teknar hér heima.

Gangi þær breytingar eftir sem verið er að vinna með í endurskoðun á kefinu sem nú stendur yfir, munum við ekki þurfa neinar sérlausnir hvað þá undanþágur.

Atli Hermannsson., 28.4.2009 kl. 17:35

4 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Ég bendi á þessa grein í Financial Times í gær.  Málið er að Ísland þarf Evru og ESB (sérstaklega Bretland og Spánverjar) villja meiri fisk.  Það þarf ekki nema 1 ESB land af 27 að til að stöðvað inngöngu Íslands í ESB og lönd sem hafa fiskað hérna í nálægt 100 ár í sögulegu samhengi eiga ekki eftir að gefa okkur eitthvað eftir ef við komum þarna inn á hnjánum biðjandi um Evru...

"Would Icelanders be prepared to share their fish in exchange for a solid currency? The industry is less dominant than it used to be. Aluminium has overtaken fish as the main export. But fishing remains a fundamental part of Iceland’s national identity.

The chances are that if Iceland does opt to negotiate EU membership, seeking a long transition period to protect the fishing grounds, Icelanders might still opt for the Norwegian model: rejecting the terms in a referendum.

The prospect of EU membership is a nice insurance policy in bad times, but when they contemplate the terms, the islanders may well balk at paying the price."

http://www.ft.com/cms/s/0/b2515870-3352-11de-8f1b-00144feabdc0.html?ftcamp=rss&nclick_check=1

Róbert Viðar Bjarnason, 28.4.2009 kl. 17:38

5 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Eruð þið ESB sinna gjörsamlega blindir eða hvað??????Er Olli Rehn ekki stækkunarstjóri ESB??Ef þetta eru ekki skýr skilaboða til villuráfandi samfylkingar  sem hefur enga stefnuskrá nema ESB aðild hvað eru þá skýr skilaboð??eða ætlar samfylkingin inn með opin faðmin og rétta Brussel landið til afnota það sem eftir er.Spánn er að hrynja vegna þess að hann er fastur með Evru og sama má sega um aðrar þjóðir,Svíar segja að það sem haldi þeim á floti núna sé að vera ekki með Evru..

Marteinn Unnar Heiðarsson, 28.4.2009 kl. 19:20

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Fastegngisstefna eða upptaka á öðrum gjaldmiðli í núverandi ástandi er ávísun á áhlaup á bankana og nýtt bankahrun með launagreiðsluvanda og algera stöðvun á hagkerfi okkar eins og gerðist í Argentínu.

Það er ekki af ástæðulausu að það eru ströng skilyrði fyrir upptöku Evru enda engri þjóð greiði gerður með að taka upp nýjan gjaldmiðil meðan landið er í efnahagskreppu. Ef við viljum losna við íslensku krónuna verðum við að vinna okkur út úr vandanum með núverandi gjaldmiðil og svo skipta honum út þegar betur árar.

Hvað ESB varðar að þá á sú spurning að snúa að því hvort við viljum byggja upp sjálfbært samfélag og hagkerfi á Íslandi eða hvort við viljum samtvinna það meira samfélagi ESB. Þetta á ekki að snúast um hvað við getum fengið mikið af undanþágum, heldur hvað við viljum vera. Ef við viljum bara vera með í ESB svo framarlega sem við fáum undanþágur frá öllu sem skiptir máli og það breyti ekki neinu eigum við frekar að vera utan ESB.

Héðinn Björnsson, 28.4.2009 kl. 19:47

7 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Héðinn, hvað með fiskimiðin?

Eyþór Laxdal Arnalds, 28.4.2009 kl. 20:26

8 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Héðinn ég veit ekki betur en að Dollarinn hafi bjargað Argentínu og ástandið þar sé bara nokkuð gott.Þær þjóðir sem eru með EVRU í daga eru gjörsamlega að rúlla vegna þess að þjóðirnar eru í EVRU bandalagi.Og hvað er að því að skoða upptöku Dollars,við höfum engu að tapa með það og ferlið er mun styttra ef ég man rétt.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 28.4.2009 kl. 20:39

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Sameiginlega sjávarútvegsstenan smellpassar í aðalatriðum fyrir ísland.  Óli og aðrir hafa oft sagt þetta áður og ekkert merkilegt hér á ferð.

Þetta er bara staðlað svar ESB.

Hvernig nákvæmlega verður farið með þetta kemur í ljós í samningavðræðunum sem við erum að fara í.

Þetta er allt hið besta mál.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.4.2009 kl. 20:40

10 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Það er auðvita tímasóun að fara í ESB viðræður en líklega eina leiðin til að loka þessu máli næstu árin? En auðvita á ekki að láta svona mál hafa áhrif á þá Ríkisstjórn sem stjórnar landinu, heldur að setja þetta í sér farveg og láta Alþingi um málið. Ísland er best sett sem sjálfstæð eining milli bandalaga og þó útlitið sé svart fyrir krónuna vil ég bíða og sjá hvað gerist eftir að búið er að ganga frá skuldamálum. Gengisfallið er þrátt fyrir allt ekki alslæmt fyrir útflutning og ferðamannaiðnað og íslenska framleiðslu úr innlendu hráefni. Svo rólegan æsing með krónuna en auðvita á að athuga möguleikana á nýjum gjaldmiðli svo allt sé til reiðu þegar og ef með þarf.

Ásgeir Rúnar Helgason, 28.4.2009 kl. 20:55

11 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Fyrir kosningar hefðu "einhverjir" kallað þetta óeðlileg afskipti af Íslenskum stjórnmálum.

Tjörvi Dýrfjörð, 28.4.2009 kl. 21:02

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Flott, það verða hundrað mánuðir í það, ef ekki hundrað  ár, í það  að við uppfyllum Maastricht skilyrðinyfir tiltekinn tíma,   úr því að við slepptum tækifærinu sem bauðst á davíðstímanum. ég held að við ættum að gleyma þessu evrurausi og snúa okkur að vandamálum daglegs lífs.

Halldór Jónsson, 28.4.2009 kl. 23:48

13 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Tilgangur fiskveiðistefnu ESB er að stjórna nýtingu sameiginlegra fiskistofna, þ.e. flökkustofna sem fara á milli fiskveiðilögsaga aðildarríkjanna. Hann er ekki sá að taka fisk frá einu landi og færa hann öðrum.

Það sem ræður kvótaskiptingu milli landa er söguleg veiðireynsla, og hefur aldrei verið farið lengra aftur en 9 ár. Það er því engin ástæða til að ætla að nokkur önnur þjóð en Íslendingar fái kvóta í „okkar“ stofnum.

Þar að auki höfum við rétt á, og fordæmi eru fyrir því, að setja skilyrði um löndun og vinnslu afla.

Loks væri ekkert því til fyrirstöðu að taka veiðigjald eða jafnvel uppboð á kvótum, svo lengi sem það er hlutlaust gagnvart þjóðerni.

Það sem við missum er að okkur verður ekki leyfilegt að viðhalda banni við fjárfestingu útlendinga í hlutabréfum í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Það finnst mér reyndar kostur en ekki galli.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 01:47

14 identicon

Vilhjálmur: Reglan um hlutfallslegan stöðugleika virkar ekki sem trygging fyrir nýtingarrétti í raun. ESB var að gefa þetta sjálft út svart á hvítu í Grænbók um sjávarútvegsmál 23. apr. síðastliðinn.

Ekki trúi ég því að fólk ætli að fara að byggja málflutning sinn á því að ESB skilji ekki ESB.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 07:42

15 identicon

Já Íslandi bjóðast engin frávik sagði hann. Það þíðir að við fáum ekki frávik eins og Malta og fleiri hafa fengið. Sem sagt allra þjóða togarar munu ryksuga hér fiskimiðin. Engin sérmeðferð í neinu.

Evra eftir ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,. Við höfum ekkert þarna inn að gera.

sandkassi (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:42

16 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Gunnar, það er ekki nokkur minnsta hætta á að "allra þjóða togarar muni ryksuga hér fiskimiðin".  Þú þarft ekki að lesa sjávarútvegsstefnu ESB lengi til að sjá að það er engin hætta á slíku, þvert á móti gengur stefnan út á að tryggja viðgang fiskistofna, koma í veg fyrir ofveiði með því að hlíta vísindalegri ráðgjöf, og úthluta kvótum hlutfallslega til þeirra landa sem hafa sögulega veitt hvern stofn.  Löndunum er svo í sjálfsvald sett hvernig þau úthluta kvótunum innan sinnar lögsögu, t.d. eftir byggðasjónarmiðum, með uppboði, aflagjaldi, framseljanlegri hlutdeild o.s.frv.

Ég hvet þig til að kynna þér þetta sjálfur en trúa ekki einhverjum upphrópunum í blindni.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 21:03

17 identicon

Vilhjálmur, ég bið þig að afsaka að ég skuli ekki hafa lagt meiri vinnu í áróðurspóstinn.

Ég hvet þig á móti til þess að kynna þér ofveiði þá sem ESB stundar út um alla Evrópu og víðar. Það var fín og vönduð úttekt á því í Fréttablaðinu fyrir nokkru síðan. Ýtarleg vísindaleg umfjöllun.

Þannig að ég læt þig um að trúa "upphrópunum í blindni" vinur. 

sandkassi (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 22:10

18 Smámynd: Páll Blöndal

"Í þessu ljósi er brýnt að skoða til hlítar aðrar leiðir í gjaldmiðilsmálum svo sem einhliða upptöku USD eða EUR"

Er þá ekki alveg eins gott að festa bara gengi krónunnar við USD eða EUR???

Atur til fortíðar????

Páll Blöndal, 1.5.2009 kl. 22:57

19 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Dr. Baldur Þórhallsson sagði á fundi í gær að aðildarsamingar ESB við ný ríki væru ígildi stjórnarskrár sambandsins. Í aðildarsamningum geta verið ákvæði t.d. varðandi sjávarútveginn. Það þarf ekki að breyta stefnunni, bara bóka það sem samið er um. Þetta er að hluta til spurning um aðferð. Varðandi sjávarútveginn er líklega hægt er að fá inn í samning það sem sérstakt varðandi Íslandsmið enda er strandlengja okkar ekki samtengd meginlandinu. Við verðum alla vega að gá, því kostir Evrunnar o.fl. eru það miklir. Ekki vera hræddi við að skoða nánar, sækjum um!

Guðjón Sigurbjartsson, 1.5.2009 kl. 23:30

20 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Guðjón,

Það er rétt að sé varanleg undanþága veitt þá verður hún ekki felld niður nema báðir aðilar samþykki það. 

Vandinn er sá að í framtíðinni geta mjög hæglega komið upp aðstæður þar sem við neyðumst til að samþykkja að fella niður varanlegu undanþáguna vegna annara hagsmuna.

Ef undanþágan stríðir gegn meginreglum sambandsins má gera ráð fyrir þrýstingi um alla framtíð að fella hana niður ef tilefni gefst. 

Ég er ekki að halda því fram að ESB hafi nein svik í hyggju. En tíminn mun vinna með hagsmunum ESB. Áratugir líða fljótt og aðstæður breytast.

Írar hafa frá upphafi áskilið sér rétt til hlutleysis í hernaðarbrölti ESB. Lissabon sáttmálinn, sem Írar eru undir miklum þrýstingi til að samþykkja, gerir þá kröfu að aðildarríki viðhaldi hernaðarmætti sínum og leggi til sameiginlegs herafla sambandsins. 

Hagsmunir munu ráða þegar horft er til lengri tíma. Atkvæði og áhrif munu ráða úrslitum en Ísland mun verða áhrifalausasta aðildaríki ESB.

Frosti Sigurjónsson, 3.5.2009 kl. 23:15

21 identicon

Páll,

Það er mjög áhættusamt að festa krónuna við annan gjaldmiðil. Það gerir hana að skotspóni spámanna sem veðja á stýrivextina. Slík aðgerð kallar á mjög styrka efnahagsstjórn fyrir og trúverðuga ríkisstjórn. Annars tekur umheimurinn ekkert mark á genginu og hafnar gjaldmiðlinum eftir sem áður.

Eina leiðin er að ná krónunni upp með eðlilegum hætti. Það er síðan hægt að taka upp nýjan gjaldmiðil en það eru einu 2 kostirnir í stöðunni að mínu mati. 1) króna 2) upptaka annars gjaldmiðils.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 01:23

22 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

... og það er ekki hægt að taka upp neinn annan gjaldmiðil einhliða.  Aðeins með samvinnu við erlendan seðlabanka er unnt að skipta krónuforðanum sem til er (1.200 milljarða innistæður plús annað eins í ríkisbréfum og innistæðubréfum) í annan gjaldmiðil.  Við eigum ekki sjálf gjaldeyrisforða til þess arna.  Upptaka evru með inngöngu í ESB er eina sjáanlega leiðin til að breyta peningalegum eignum yfir í alvöru gjaldmiðil, án þess að eiga gjaldeyrisforða.  Þetta er algjört grundvallaratriði.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 4.5.2009 kl. 21:31

23 identicon

Vilhjálmur,

Samvinna við Seðlabanka Evrópu er pípudraumur. Hvort sem er innan eða utan ESB þá þurfum við einfaldlega að kaupa Evrurnar, bankinn lánar síðan aðeins á sams konar kjörum eins og aðrir gegn veðum. Þannig að þetta gullna samstarf við "erlendan seðlabanka" sem þú vísar í eins og svo margir aðrir er þvæla. Ríkið er sá aðili sem allt fellur á, lánar og yfirtekur eignir, þannig er það allsstaðar. Athugaðu veðin sem liggja inn í ECB fyrir Evru, þar er ekki lítil hönk upp í bakið á ESB aðildarríkjum.

Krónan er líklega skásti kosturinn í stöðunni.

sandkassi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 08:39

24 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Gunnar, mér þætti vænt um ef þú kæmir með tilvísanir eða tilvitnanir í heimildir fyrir því sem þú slærð hér fram.  Ég hef kynnt mér aðferðafræði ECB við ERM II og evruupptöku í nýju landi og get ekki betur séð en að hún sé nákvæmlega eins og ég segi, þ.e. að ECB skiptir einfaldlega gjaldmiðli nýs aðildarlands út fyrir evrur; það þarf ekki að kaupa evrurnar af ECB.  Seðlabanki Íslands starfar áfram sem aðili að ESCB (European System of Central Banks) og leggur gjaldeyrisforða sinn eins og hann stendur við inngöngu inn í púkk ESCB kerfisins, en það er engin kvöð um að sá forði dekki krónurnar, og forðinn telst áfram eign Seðlabankans þótt hann sé geymdur á vegum sameiginlega kerfisins.

Allar hugmyndir um einhliða upptöku gjaldmiðla fela það hins vegar í sér að kaupa þarf gjaldeyrinn, og það er enginn til í að taka krónur sem greiðslu.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 5.5.2009 kl. 11:11

25 identicon

Nei nei það þarf að greiða fyrir Evrurnar vinur minn, heldur þú að þær fáist gefins?

sandkassi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 12:41

26 identicon

Skammtíma fjármögnunarlán ECB (REPO) eru afgreidd gegn sterkum veðum eins og alls staðar annars staðar enda eru það bara eðlilegir viðskiptahættir.

Ég fæ ekki séð að ég sé að slá neinu fram og tel það vera þitt verk að selja okkur hugmyndina um gefins Evrur og skammtímafjármögnun Seðlabanka Evrópu. Ég hef ekki rekist á nein rök fyrir slíku þótt margir haldi því fram.

Þú mættir einnig benda okkur á dæmi þess að Seðlabanki Evrópu hafi komið bönkum í Evrópusambandinu til bjargar nema þá gegn sterkum veðum sem að slíkir bankar eiga ekki til (samanber Glitnir).

sandkassi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 13:43

27 identicon

Upptaka Evru á markaðsgengi Seðlabanka Evrópu gagnvart krónu væri mikið ógæfuskref og myndi gjaldfella allan Íslenskan efnahag landsmanna til eilífðarnóns.

Ég sé því engar aðrar lausnir en að nota áfram krónu (sem er vel hægt að gera) eða taka upp nýjan gjaldmiðil einhliða en sú aðgerð myndi fara fram á gengi sem væri nær raunverulegu verðmæti.

Við stöndum eftir sem áður án stuðnings Seðlabanka og verðum bara að koma okkur upp sjóði til þrautavara. Það breytist ekkert við inngöngu í ESB. Það að segja annað er rangt.  

sandkassi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 14:17

28 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Aha.  Og hvernig myndi það, að taka upp nýjan gjaldmiðil einhliða, "fara fram á gengi sem væri nær raunverulegu verðmæti"?  Hver á að taka krónur af okkur yfirleitt, alveg sama á hvaða gengi?  Þú ert í reynd að tala um að gera allar peningalegar eignir Íslendinga, 1.200 milljarða í innistæðum og annað eins í ríkisbréfum og innistæðubréfum, verðlausar, því það er enginn gjaldeyrisforði til að skipta þeim.  Og eftir að annar gjaldmiðill væri tekinn upp, yrði krónuforðinn verðlaus.

Og það sem ég sagði um skipti á krónum fyrir evrur við inngöngu í myntbandalagið, stendur.  Svona er það bara, og mátti síðast sjá þegar Slóvenía gekk inn í evruna núna nýlega.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 5.5.2009 kl. 21:17

29 identicon

Já, fáum við við Evrunrnar frítt segirðu - frábært. Á hvaða gengi?

sandkassi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 22:02

30 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Veit ekki, en það verður ákveðið við upphaf ERM II aðlögunar.  Ég þekki ekki aðferðafræðina sem notuð er, en væntanlega byggir hún á mati á kaupmætti og launastigi, plús líkum á jafnvægi í vöruskiptajöfnuði.  Fyrir þá sem eiga krónur, verður gott að fá sterkt gengi; fyrir þá sem skulda krónur verður gott að fá veikt gengi.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 5.5.2009 kl. 22:47

31 identicon

já þú meinar.

Hvað með skammtímagjaldeyrislánin sem ég spurði þig um, ætlar þú að redda þeim hjá Seðlabanka Evrópu án þess að gefa þeim veð? Það væri frábært líka, sérstaklega þar sem að byrjunar-kittið á fína genginu þínu mun duga okkur og við munum ekki þurfa neinn meiri gjaldeyri er það nokkuð?

Þú er sannkallaður spekingur í þessu sé ég.

sandkassi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:03

32 identicon

Taktu gengi krónunnar hjá ECB sem er gengið sem við munum fá Evruna á.

Taktu síðan Þann hluta þjóðarframleiðslu sem þarf að skipta út.

Reiknaðu út mismuninn.

Þá geturðu haldið því fram aftur að Evran verði ódýrari frá ESB heldur en utan.

You fatt?

(efast um það en það mátti reyna)

Við getum líka notað krónuna áfram, það er ekki vitlaust eins og mál standa.

Nú ætla ég að gefa þér frí, blessaður vinur.

sandkassi (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 23:18

33 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Hmm, ég skil ekki alveg nr. 33.  Ertu að meina að nýju íslensku bankarnir muni ekki eiga neinar eignir til að veðsetja hjá Seðlabanka Íslands, sem verður aðildarbanki í ESCB og með bakstuðning ECB?  Þeir munu t.d. eiga ríkisskuldabréfið sem ríkið leggur þeim til í eigið fé.

Varðandi 34, þá tókst þér ætlunarverkið, þ.e. að ég skil ekki bofs hvað þú ert að fara.  En ef þú ert að gefa í skyn að núverandi offshore-gengi hjá ECB verði skiptigengi yfir í evru, þá held ég að það sé óþarfa bjartsýni fyrir hönd íslenskra skuldara ;-)

Varðandi spekingapælinguna, og netta ókurteisi ef út í það er farið, þá hef ég verið þátttakandi á skuldabréfamarkaði í 11 ár, og staðið í atvinnurekstri í 26 ár, sem stjórnandi og stjórnarmaður, bæði í innlendum og erlendum fyrirtækjum, skráðum og óskráðum.  Þú ert tónlistarkennari, er það ekki rétt skilið hjá mér?

Vilhjálmur Þorsteinsson, 5.5.2009 kl. 23:53

34 identicon

En það að þú skiljir ekki færslu nmr. 34 kemur mér ekki á óvart eins og ég benti góðlátlega á í færslunni, þar sem að þú hefur augsýnilega lítið kynnt þér þessi mál.

Munurinn á upptöku Evru gegnum ERM2 eða einhliða upptaka Evru liggur fyrst og fremst í því hvernig gengið er ákvarðað. Í einhliða upptöku þá ákveðum við sjálf gengið út frá þjóðarframleiðslu. Í samningum við ESB tökum við því gengi sem ECB lætur okkur fá.

Athugaðu muninn á gengi krónunnar hjá Seðlabanka Íslands og síðan gengið hjá ECB. Athugaðu síðan hvaða hluta fjármagns hér þarf að skipta út hvort sem um er að ræða innan ESB eða utan. Athugaðu að stór hluti viðskipta fer fram í erlendum gjaldmiðli og þarf því ekki að fást neitt við þann hluta.

Þá skiptir máli hvaða hluti þjóðarframleiðslunnar er fengist við, þetta er því ekkert sérlega einfalt mál. Kostnaður verður því mjög svipaður þegar upp er staðið. 

Ég fæ ekki séð starfsvettvangur þinn komi málinu við enda er mér ekki kunnugt um við hvað þú starfar né kemur það þessari umræðu við. Ég tel starfsvettvang þinn ekki vera hluta af röksemdafærslu þinni.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 00:11

35 identicon

Annars eins og skýrt kemur fram hér þá er ég orðinn nokkuð spenntur fyrir því að nota krónuna áfram. Ég skipti stundum um skoðun nefnilega enda er ástand peningamála hér breytingum háð.

bkv.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 00:24

36 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Ég er einarður stuðningsmaður málefnalegrar rökræðu og fer ekki venjulega út í það að velta fyrir mér starfsvettvangi fólks, en þegar ég fæ glósur eins og "Þú er sannkallaður spekingur í þessu sé ég", þá tel ég mig vera í rétti að svara því.

Munurinn á upptöku evru í gegn um ERM II og einhliða upptöku liggur m.a. í því að í fyrra tilvikinu er krónum skipt í evru í boði ECB, og við göngum inn í evrópska seðlabankakerfið ESCB; í seinna tilvikinu þurfum við að kaupa evrurnar (sem við getum ekki), og fáum engan stuðning ECB, hvorki í upphafi né síðar.  Það er m.ö.o. fullkomlega óraunhæfur kostur, og það blasir strax við öllum sem kynna sér málið.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 6.5.2009 kl. 11:37

37 identicon

Það er bara ekki um neinn "stuðning ECB" að ræða, það er nú vitleysan í ykkur ESB-mönnum. Vitleysa bara.

Glósan er þér að kostnaðarlausu. Hér er rætt um alvarleg mál og verður þú bara að leggja viðkvæmni þína til hliðar.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 13:16

38 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Sláðu inn "ECB bank support" í Google og þú færð fjölmargar fréttir um margháttaðan stuðning evrópska seðlabankakerfisins við evrópska banka á síðastliðnum mánuðum.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 6.5.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband