Að vera sammála...um að vera ósammála

Það var ekki mismæli hjá Atla Gíslasyni að stjórnarflokkarnir væru sammála um að vera ósammála. Nú er það komið á daginn að stærsta kosningamál Samfylkingarinnar verður ekki afgreitt af ríkisstjórninni. Hver örlög umsóknar verða kemur því í ljós á þingpöllum. Afstaða Framsóknarflokksins er bundin þeim skilyrðum að varla má vænta þess að umsókn án skilyrða verði samþykkt af Alþingi.

Því miður hefur allt of mikill tími farið í ESB málin á meðan mikil og nagandi óvissa er hjá heimilum og fyrirtækjum. Þessi óvissa lýsir sér einna best í því að nú eru fleiri og fleiri að tala um að fara í greiðsluverkfall. Þau ummæli forsætisráðherra að úrræði þau sem nú hafa verið samþykkt verði að duga hafa komið mörgum á óvart enda var talað um bæði skjaldborg um heimilin og velferðarbrú.

Hvar er skjaldborgin, brúin og störfin spyrja margir í dag.


mbl.is ESB-málið til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvað höfum við að gera með svona hand-ónýta ríkisstjórn ? Er ekki komið nóg af rugli um ESB-aðild sem kjósendur höfnuðu svo rækilega í kosningunum ? Á nú að leggja Alþingi undir sama kjaftaganginn um það sem þjóðin vill alls ekki vita af og hefur enga þörf fyrir ?

Er ekki annars kostulegt að verða vitni að uppgjöf Sossanna ? Nú heitir uppgjöf þeirra "að láta Alþingi axla ábyrgðina". Nú verða aðrir stjórnmála-flokkar að koma að málinu og leysa eina kosninga-mál Samfylkingarinnar.

Jóhanna kemur kné-krjúpandi og biður um að verða skorin úr ESB-neta-flækjunni, sem Samfylkingin ætlaði að nota til að veiða í kjósendur. Það tókst nú ekki betur en svo, að fylgið minnkaði frá 2003. Sagan mun nefna kosningaúrslitin, aumkunarverðan ósigur Samfylkingarinnar.

Hugsið ykkur þá firringu Samfylkingarinnar, að veifa rauðum dulum hins dauða kommúnisma og kyrja Internationalen með krepptum hnefa. Flokkur sem þannig hampar táknum hins erlenda valds á ekkert skilið nema fyrirlitningu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.5.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Loftur:

Það sem 1/3 sjálfstæðismanna var að hafna í kosningunum fyrir skömmu var m.a. afstaða flokksins til aðildarviðræðna. Um það bil 1/3 af þeim 24% sem kusu flokkinn eru aðildarviðræðusinnar, en kusu Sjálfstæðisflokkinn af því að ekkert annað var í boði fyrir hægri menn. Yfirgefi þetta fólk einnig flokkinn er hann kominn niður í 16%, en eins og þú kannski manst vorum við með um 20% meira lengst af.

Nú geta ESB andstæðingar aðeins vonað að aðildarsamningurinn verði óaðgengilegur og að hann verði felldur, því þá nær Sjálfstæðisflokkurinn aftur vopnum sínum.

Verði samningurinn aðgengilegur og við njótum síðan aðstoðar ESB við að komast út úr vanda okkar, m.a. með því að okkur verði gert kleyft að taka upp evru fyrr en búist er við er Sjálfstæðisflokkurinn í miklum vanda.

Ef ESB aðildin og evran hjálpar okkur síðan verulega mikið út úr núverandi vanda eru við í mjög miklum vanda og Samfylkingin nýtur ávaxtanna. Þá gætum við verið að horfa upp á 12 ára R-lista vinstri óstjórn! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.5.2009 kl. 21:48

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Að minni hyggju Guðbjörn, er þetta tóm tjara hjá þér. Fall Sjálfstæðisflokksins var að mestu komið fram löngu fyrir landsfundinn og stafaði af efnahagshruninu. Sjáðu eftirfarandi niðurstöður skoðanakannana, um fylgi Sjálfstæðisflokks:

  • 19.marz: 26,5%
  • Landsfundur 26.marz - 29.marz
  • 02.apríl: 25,4%
  • 09.apríl: 25,7%
  • 24.apríl: 23,2%
  • Kosningar 25.apríl: 23,7%

Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi verið andvígur inngöngu í ESB og afstaða hans á síðasta landsfundi þurfti ekki að koma neinum á óvart. Enda sjáum við að fylgið samkvæmt könnunum, breyttist ekkert við landsfundinn.

Það sem skiptir öllu máli í stjórnmálum, er að vera trúr sannfæringu sinni. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði hafnað skoðun 80% flokksmanna og fallist á ESB-inngöngu, hefði fylgi hans hrunið niður í 10%. Á þessu var auðvitað aldreigi hætta, fullveldissinnar selja ekki sálu sína.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 6.5.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband