Ekki er sopið vatnið þó í flöskuna sé komið...

Umhverfismálin eru ekki einföld jafna. Hreint vatn getur þótt mengandi ef umbúðirnar og flutningurinn vegur þungt.

Frægur er samanburður á Hummer jeppa og hybrid bíl sem gerð var í háskóla en þar voru borin saman heildarmengunáhrif beggja á líftímanum. Niðurstaðan var að hybrid bíllinn ylli meiri umhverfisspjöllum en það er einkum vegna rafgeymisins sem er mjög stór.

Þegar Gro Harlem Brundtland vann að stefnumörkun í orkumálum og umhverfismálum fyrir Sameinuðu Þjðirnar var ein af niðurstöðunum að kjarnorka ylli hvað minnstum spjöllum. (Þetta er ekki síst rökstutt í ljósi hnattrænnar hlýnunar).

Stóriðja á Íslandi er grænasti iðnaður sinnar tegundar í heiminum. Framlag Íslands til minnkunar á heildarlosun á CO2 er því helst fólgin í nýtingu orkuauðlinda hér enda ætti þá að minnka notkun á kolum annars staðar.

Ekkert er einfalt þegar kemur að þessum efnum. Ekki einu sinni "sykurskatturinn" sem á að stýra neyslu fólks frá sykurdrykkjum en það er önnur saga. . .


mbl.is Vatn á flöskum bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll.

Hver flaska af vatni í plasti mengar  í andhúslofti sama og meðalbíl sé ekinn 1 km af CO2

Vatnsverksmiðja í Þorlákshöfn skilar um 30.000 ton af CO2 og ætti því að vera inni umhverfismata eins og Sementverksmiðjan á Akranesi sem skilar svipuðu magni.

Grænni iðnaðurinn, Græni málmurinn skila í sparnaði um 13.5 tonnu af CO2 á tonn framleitt, í dag er framleiðsla um 780 þús tonn á ári sparnaður er því hnattrænt um 10.53 milljón tonn af CO2 reiknaður á tíu árum með vistvænum orkugjöfum. Því er framleitt tonn komið til baki að ári liðnu miða við losun þegar framleitt er.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 26.9.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband