Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Jákvæður tónn

Sólin skín á Suðurlandi. 

Það er jákvæður og uppbyggilegur tónn í öllu sem hefur komið fram varðandi tilvonandi ríkisstjórn.

Fólk hefur miklar væntingar um skuldalækkanir, en jafnframt er trú á að álögur verði lækkaðar og atvinnulífið fái að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið

Óska öllum til hamingju með þessa ríkisstjórn og vona að hún standi undir væntingum og vonum.  


mbl.is Jákvæð og bjartsýn ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtum kosningaréttinn

Í dag eru síðustu fjögur ár gerð upp í kosningum til Alþingis. Sumir fá reisupassann. Aðrir fá endurnýjað umboð til þingsetu

Það sem meira er um vert:
Í dag er kosið um framtíðina.

Skattar og álögur eru komin yfir sársaukamörk.
Allt of margir eru án atvinnu við hæfi.
Ríkissjóður safnar skuldum, skuldbindingum og dýrum loforðum stjórnmálamanna um þessar mundir. 

Nýtum kosningaréttinn.  

Lækkum álögur og skatta og lækkum þannig skuldir í leiðinni.
Greiðum uppbyggingu atvinnulífisins götuna og fjölgum góðum störfum
Þeir sem fluttu út á síðustu árum vegna atvinnumála eiga að hafa ástæðu til að flytja aftur heim.  

Kjósum Sjálfstæðisflokkinn 


mbl.is Landsmenn ganga að kjörborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setjum X við D

Hörkufundur í Garðabæ og niðurstaðan skýr. Ekki kæmi á óvart að nú fari fylgi Sjálfstæðisflokksins að rísa. - Nú þegar þetta liggur fyrir er rétt að Sjálfstæðisflokkurinn nýti sér kastljósið sem best til að kynna málefnin.

 

  • Fjárfesting er minni en afskriftir - hana þarf að stórefla.
  • Álögur svo háar að þær eru orðnar lamandi - þær þarf að lækka
  • Útgjöld ríkisins eru enn óábyrg - þar þarf að fara betur með fé og spara

 

Aðeins einn flokkur er líklegur til að ná þessu þrennu fram: Sjálfstæðisflokkurinn 

Setjum því X við D


mbl.is Bjarni heldur áfram sem formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægum markmiðum náð í Árborg

Í dag var í bæjarráði fjallað um bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Þar kemur fram að Sveitarfélagið Árborg er ekki lengur undir eftirliti nefndarinnar enda hefur það náð þeim fjárhagslegu markmiðum sem því bar um síðustu áramót. Er það á mjög stuttum tíma eða aðeins þremur árum. Sveitarfélagið skuldaði 206% af tekjum árið 2010 en er nú komið undir 150% af tekjum. Rekstarafgangur var of lítill en er nú yfir 15%.

Oft er fjallað um pólítík á neikvæðum nótum, "farið í manninn en ekki boltann", fjallað um persónur en ekki hvað þær gera. Það er því mjög ánægjulegt þegar kjörnir fulltrúar ná settu marki um bættan rekstur eins og nú hefur tekist. Aðhaldsaðgerðir hafa skilað árangri og má hér nefna að stjórnendum hefur verið stórlega fækkað, samkeyrsla eininga hefur gengið upp og gæluverkefni hafa ekki fengið fjármagn. Sveitarfélagið er með einhvern lægsta kostnað í yfirstjórn á íbúa á landinu og tekist hefur að ná breiðri samstöðu um betri rekstur.

Hér er bókun bæjarráðs sem samþykkt var samhljóða í morgun:

"Sveitarfélagið Árborg hefur verið yfir skuldaviðmiðum Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og verið undir eftirliti vegna þess. Jafnframt var sveitarfélagið með of lítinn rekstrarafgang til að uppfylla viðmið eftirlitsnefndarinnar. Í júlí 2010 barst sveitarfélaginu athugasemd eftirlitsnefndarinnar og hefur sveitarfélagið síðan unnið markvisst að því að ná viðmiðum hennar og hafa skuldir farið úr því að vera yfir 206% af tekjum í að fara undir 150% um síðustu áramót. Þá hefur rekstrarafgangur verið hærri en 15% af tekjum frá árinu 2010 og þar með er Sveitarfélagið Árborg einnig yfir viðmiðum eftirlitsnefndarinnar hvað þetta varðar. Sveitarfélagið hefur þannig náð að uppfylla skilyrði Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga á aðeins þremur árum. Af því tilefni hefur sveitarfélagið móttekið bréf frá nefndinni þar sem tekið er fram að ekki sé óskað frekari upplýsinga vegna þessa máls og er sveitarfélagið þar með ekki lengur undir eftirliti nefndarinnar. Unnið hefur verið að hagræðingu og bættum rekstri sveitarfélagsins með samstilltu átaki bæjarfulltrúa, starfsmanna og íbúa sveitarfélagsins."


"Við erum að ákveða að við ætlum ekki að borga erlendar skuldir óreiðumanna"

Ísland hefur náð árangri með Icesave niðurstöðunni sem ekki verður undan litið. Fordæmið er gott enda er fátt varhugaverðara en ríkisábyrgð á einka-veðmálum. Ólafur Ragnar Grímsson er góður málsvari í þessu máli og vonandi getum við sameinast í að afneita ríkiskapítalisma og pilsfaldakapítalisma. Frelsið má aldrei byggjast á skuldsetningu annara. Frelsi fylgir ábyrgð - en ekki ríkisábyrgð.
mbl.is Forsetinn vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland vann - nú þarf að fylgja málinu áfram

Sigur Íslands er fullnaðarsigur og mega þeir sem hafa staðið gegn Icesave samningunum vera stoltir af sínu verki. Davíð Oddsson gaf tóninn um að greiða ekki skuldir óreiðumanna. Það kom svo í hlut Ólafs Ragnars Grímssonar að kippa í neyðarhemilinn.

Heimsendaspár um "Kúbu norðursins" geta nú farið í annála með sögum Bakkabræðra. Þeir sem stóðu að því að láta Ísland gangast undir drápsklyfjar eiga sumir hverjir að biðjast afsökunar.

Eftir stendur að Bretar og Hollendingar beittu okkur ofríki. Þeir skulda okkur amk. afsökunarbeiðni.
Þarf ekki að skoða skaðabótakröfu á Breta sem settu á okkur hryðjuverkalög og einangruðu landið?


mbl.is Ísland vann Icesave-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 ranghugmyndir um evrusvæðið

Að gefnu tilefni er rétt að fara yfir þrjár "mýtur" um evruna og ESB.  

(1) Því hefur verið ítrekað haldið fram að evran henti okkur vel þar sem viðskipti Íslands séu mest í evrum. Staðreyndin er sú að útflutnings- og innflutningsvörur okkar; t.d. olía, báxít, kol, ál, fiskur, flugvélar eru að mestu verðlagðar í USD. - Umskipun í Rotterdam skiptir hér engu máli. - Fiskur er seldur í evrum, USD, EUR, ýmsum krónum, GBP og fleiri myntum en iðnaðarframleiðsla að langminnstu leyti í EUR (USD mest svo NOK). 

(2) Því er haldið að okkur að lífskjör séu hér verri en í nágrannalöndunum en þjóðarframleiðsla á mann (PPP sem miðast við kaupmátt) er hærri á Íslandi en að meðaltali í ESB. Reyndar er þjóðarframleiðslan hærri á mann en í mörgum viðmiðunarlöndum okkar. Því er haldið fram að evran sé lausn til að bæta lífskjör okkar í átt að nágrannalöndunum, en samt er það svo að Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Bretland nota ekki evruna. Aðeins Finnar hafa tekið upp evruna af nágrönnum okkar, en 2/3 Finna vilja ekki leggja meira í "björgunaraðgerðir" evrópskra banka: http://www.businessweek.com/ap/2012-07-12/poll-shows-anti-bailout-mood-growing-in-finland - Þó er ljóst að evran lifir ekki nema með aukinni aðstoð frá aðildarríkjunum. 

(3) Í Silfri Egils var því haldið fram í dag að evrópsk ríki byggju við agaðri hagstjórn en Íslendingar. Vera má að þetta standist skoðun varðandi verðbólgu síðustu áratuga, en á öðrum mælikvörðun eins og atvinnuleysi og lífeyrismálum erum við í ákveðnum sérflokki ásamt Noregi og Sviss (sem bæði eru utan ESB líkt og Ísland). Atvinnuleysi upp á 25% eins og á Spáni getur ekki verið eftirsóknarvert. Lífeyriskerfi sem er ekki fjármagnað getur ekki kallast ábyrgt.

Það er margt sem við getum gagnrýnt varðandi hagstjórn á Íslandi og margt sem við getum gert betur. Eitt af því er að blekkja ekki okkur eða aðra með því að alhæfa um töfralausnir. ESB aðild er engin töfralausn.  

 


Hagvöxtur í raun?

Er raunverulegur hagvöxtur á Íslandi þegar tugir milljarða hafa farið í einkaneyslu úr séreignarsparnaði og með yfirdráttarlánum?

Hagvöxtur sem byggist alfarið á lántökum er einskis virði. Það ættum við að vita eftir eignabólur síðustu ára.
Búmennska sem sýður súpu af soðnu útsæði er minna en einskis virði.

Tölur Vinnumálastofnunar mæla minnkandi atvinnuleysi, en tölur Hagstofunnar mæla minnkandi atvinnuþáttöku.
Blekkjum ekki sjálf okkur með röngu bókhaldi.

Heimilin hafa rekið sig áfram með því að eyða sparnaði sínum. Nú hafa yfirdráttarlán tvöfaldast á stuttum tíma. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og getur aldrei talist "sjálfbært".
Frysting lána, vaxtabætur, úttekt lífeyris og yfirdráttarlán eru skammtímafrestun vandans en engin lausn.

Skattagleðin skilar sér seint í sjálfbærum tekjum en dregur markvisst úr fjárfestingu, einmitt á þeim tíma sem við ættum að vera með öfluga fjárfestingu í iðnaði, orku og ferðaþjónustu.

Hagvöxtur er á stundum ofnotað hugtak. - Gætum að því hvað er í raun á bak við hann.


mbl.is Fullt tilefni til bjartsýni og sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já það er rétt

Hvernig getur ísland verið fyrirmynd fyrir Evrópu "um hvernig eigi að koma sér út úr efnahagserfiðleikum og snúa hratt aftur til hagvaxtar"?

Svar:

Með því að "bjarga" bönkum sem allra minnst eins og varast var með neyðarlögunum 2008
og
Með því að vera með eigin gjaldmiðil (Grikkland, Spánn, Írland og fleiri eru því miður með evru)


mbl.is Ísland fyrirmynd Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi reiknivél

Stuðningsmenn ESB aðildar hafa sett upp vægast sagt villandi reiknivél á vef sínum og var sagt frá henni í fréttum Stöðvar 2. Fólki er boðið að bera saman tvö lán; annað í íslenskum krónum og hitt í evrum.

Við fyrstu sýn virðist þessi reiknivél vera mjög vönduð enda reiknast meðalvextir eftir lántökudegi og tekur hún mið af mismunandi vaxtatímabilum og verðbólgu. Útkoman er alltaf sú að íslenska lánið sé dýrara en aðal ástæðan er sú að verðbólgan hækkar höfuðstólinn. Stóra skekkjan er hins vegar sú að gengi gjaldmiðlana er ekki tekið með í reikninginn. Það er nefninlega nauðsynlegt að skoða niðurstöðuna annað hvort út frá íslenskum krónum eða evrum og taka mið af gengisbreytingum á milli gjaldmiðlanna.

Í dæminu var 20.5 milljón króna evrulán frá 2005 búið að lækka í 8.1 milljón króna samkvæmt reiknivélinni. Ef við skoðum gengisbreytingarnar á tímabilinu frá 2005 kemur í ljós að gengi evru hefur hækkað um meira en 107%! - Þetta hefur þau áhrif að evrulánið væri mun hærra þegar gengið er tekið með í reikninginn. 

Hvernig er hgt að bera saman erlent lán við íslenskt og taka ekkert tillit til gengisbreytinga?

Hvað hefur rætt mikið um áhrif gengisbreytinga íslensku krónunnar á erlend lán á Íslandi?

Hefur sú umræða alveg farið fram hjá þeim sem settu þessa reiknivél upp?

Eða er verið að gleyma stærstu breytunni í þessu dæmi viljandi?

EUR ISK 2005-2012

 

http://lan.jaisland.is/ 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband