Eru aðstoðarmenn þingmanna nauðsyn?

Nú þegar verið er að skera niður útgjöld ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila vakna spurningar um hvað sé nauðsyn og hvað sé bruðl. Undir lok góðæristímabilsins samþykkti Alþingi að þingmenn landsbyggðarinnar fengju aðstoðarmenn. Rökin voru þau að þingmenn gætu þá verið í betra sambandi við kjósendur enda væru þeir fastir niðri á Alþingi.

Á Íslandi eru 63 alþingismenn. Lögin koma í sívaxandi mæli frá framkvæmdavaldinu. Stundum samþykkt með afar litlum fyrirvara.

Því vaknar spurningin: Eru aðstoðarmenn þingmanna nauðsyn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var skrifuð starfslýsing fyrir þá, sem tilgreinir hlutverk og ábyrgð?  Eða ráða alþingismenn verkefnum þeirra.  Ef svo er þá er hættan að aðstoðarmenn verði notaðir sem kosningasmalar sem engin rök eru fyrir að skattborgarar greiði.  Ég var alveg hlynntur því að þingmenn fengju aðstoðarmenn sem væru búsettir í kjördæmum þingmannanna og gætur stýrt málum á viðkomandi stað.  Er ekki það mikill kostnaður. Nú erum við að sjá fréttir um að þingmenn eins og Jón Bjarnason er með aðstoðarmann sem er í fullu starfi í banka á meðan hún þiggur aðstoðarmannalaun.  Og býr ekki í kjördæminu. Strax komin þefur af misnotkun.  Sem sýnir að regluumgjörð aðstoðarmanna er losaraleg. Þingmenn sjálfir verða að vega og meta hvort aðstoðarmenn hafi létt undir þeirra vinnu hingað til. En það er algjört lykilatriði að þessi vinna sé metin og að þingmenn skili einhverjum gögnum um vinnu sinna aðstoðarmanna.  Annars verður þetta eins og hver önnun ívilnun og bitlingur.  Pínu stökkpallur fyrir framtíðarefni viðkomandi flokka. Við eigum ekki að borga fyrir það.  Nei, mér finnst aðstoðarmenn ekki nauðsyn eins og nú árar.  Setja hugmyndina á hillu og skoða síðar.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 09:41

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

eru ríkisstyrkir til stjórnmálaflokka nauðsyn? það ætti að afnema lög um ríkisstyrki til stjórnmálaflokka og hætta öllum styrkjum til þeirra. stjórnmálaflokkar eiga ekki að vera á ríkisspenanum og skammta sér sjálfir almannafé sem væri hægt að nota í að greiða sjúkrahúskostnað.

Fannar frá Rifi, 20.12.2008 kl. 11:42

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Gerum þetta eins og í ESB. Þingmenn fái greiðslur fyrir "skrifstofukostnað" sem er m.a. til að ráða sér aðstoðarmenn. En þeir þurfa ekki að skila neinum kvittunum.

Þetta er stærsta matarhola þingmanna á Evrópuþinginu (sbr. úttekt BBC Nightnews) og misnotað óspart. "Viðloðandi vandamál" segir varaforsetinn. Þannig getum við reddað þingmönnunum okkar. Þá geta þeir fengið nýju launalækkunina til baka og tíu sinnum meira en það.

Tökum upp alvöru spillingu að hætti ESB, það er ágætis "aðlögun" áður en við göngum í hið nýja Sovét.

Haraldur Hansson, 20.12.2008 kl. 11:51

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Sennilega hefði verið nauðsinnlegra að ráða barnfóstru eða gæslumann ´með útrásar mönnunum svo þeir  settu ekki þjóðina á hvolf.

Ragnar Gunnlaugsson, 20.12.2008 kl. 12:10

5 Smámynd: Tori

Ástæðan fyrir aðstoðarmönnum ráðherra er einfaldlega vegna þess að ráðherra ræður ekki sitt "lið" í ráðuneytið.

Skrifstofustjóri og þeir þar fyrir ofan eiga að vera ráðnir til 4 ára eða meðan viðkomandi ráðherra er við völd. Síðan kemur annar og hann ræður sitt lið. Þannig myndi sparast.

En svo er það nú bara einu sinni þannig að fæstir þessara manna á þingi hafa verið í rekstri og kapphlaup þeirra er hver býður best í eyðslunni.

Tori, 20.12.2008 kl. 12:52

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Aðstoðarmenn hvað?  Eiga ekki ráðuneytin með öllum sínum mannskap að aðstoða ráðherrana?

Almennir þingmenn ættu enga aðstoðarmenn að hafa - þeir sjálfir eru kjörnir til þess að sinna ákveðnu hlutverki  og ef þeir ekki ráða við það ber þeim að segja af sér.

Kolbrún Hilmars, 20.12.2008 kl. 16:45

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kostnaður vegna þingmanns per skattgreiðanda á  Íslandi, fyrir var heimsmet í bruðli. Aðstoðarþingmenn til hvers er kjósendum ekki treystandi til að velja þingmenn sem fara eftir samvisku sinni.   Að mínu mati er vandamál hluti af ESS pakkanum: skrifræðið og reglugerðirnar.

Hin hefðbundna Íslenska þinghefð felur í sér gerð einfaldra auðskiljanlegra laga sem varða almanna hagsmuni.  Þetta er alls ekki spurning um nauðsyn þetta er spurning um arðbærissjónarmið: velja hæfasta fólkið á hverjum tíma, og lækkun skatta til að auðvelda þeim sem baka brauðið gerðina.  

 Allir þurfa að sníða sér stakk eftir vexti, dvergríki sem stærri og ópersónulegri með allt aðra og fjölbreyttari hagsmuni, sem byggja til dæmis á auðlindaskorti og atvinnuleysi.  Við eigum hlutfallsleg mikið fé bundið í landi og þjóð: auðlyndum okkar, og þurfum ekkert láta það í hendur annarra fjárfesta, heldur losa það úr viðjum, eftir þörfum,  með fullri sjálfstjórn á okkar efnahagsmálum.

Lágvöru markaðsfræðin getur verið heima hjá fjárfestunum. Við erum hátekjuþjóð og eigum öll að hagnast á því, í ljósi reglna sem tryggja jöfn tækifæri á okkar forsemdum.  Það sem hefur vantað á, er að fjárfesta í fólkinu sem bakar brauðið og laða í þau störf afkastamikið og greint fólk þetta er orðin hlutfallslega lítil stétt í dag og er ekki dýr fjárfesting en almennt há laun valda meiri virðisauka og meiri hagvexti.

Frasinn sumir hafa ekkert með peninga að gera því þeir eyða honum í bara vitleysu, á sannarlega við núna um sumar stéttir. Læknir lækna sjálfan þig. Í stað þess að flytja hér inn fólk til að henda því út þegar efnahagstjórn bregst.  Er hægt að fækka nemum í fræðasetrum  á þenslu tímum þegar jafnvægisstjórnum bregst.

Júlíus Björnsson, 20.12.2008 kl. 16:57

8 Smámynd: Hörður Þórðarson

Nóg væri að hafa 20 þingmenn og ef þeir vilja hafa samband við kjósendur geta þeir notað til þess síma...

Hörður Þórðarson, 23.12.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband