Færsluflokkur: Evrópumál

Hver eru aðalatriðin?

Nú stendur yfir ein mesta efnahagskreppa Íslandssögunnar og erum við Íslendingar orðnir tákmynd bankakreppunnar um allan heim. Þó ég hafi séð fréttir af Íslandi í mörgum helstu fjölmiðlum heims var mér brugðið um helgina þegar ég settist niður og horfði á heimildarmynd á al Jazeerah sem nefnist "When the world went bust" en þar er Ísland sýnt sem skelfilegt dæmi um hrunið og eru átakanleg viðtöl við Íslendinga svo ekki sé meira sagt. Þessi heimildarmynd fjallar um bankahrunið og hvernig lán voru tekin gáleysislega en það er athyglisvert að sjá hvað Ísland er notað sem dæmi.

Hér má skoða myndina: 

http://english.aljazeera.net/programmes/general/2009/01/2009141258799968.html 

---- 

Á sama tíma og allur heimurinn er að kljást við heimskreppuna og við hér heima þurfum að beita neyðarlögum svo greiðslumiðlun gangi fyrir sig er pólítíkin farin að snúast um inngöngu í ESB og það svo mjög að ekki er um annað rætt. 

Gjaldmiðlamál eru nær eingöngu rædd í samhengi við ESB og lítið er fjallað um samninga okkar við Breta og Þjóðverja. 

Uppbygging og endureisn Íslands verður vart byggð eingöngu á umsókn í ESB enda er atvinnuleysi í ESB miklu meira en á Íslandi. Aðalatriðið hlýtur að vera að klára okkar mál bæði í bráð og lengd og skilja ekki eftir óleystan vanda með því að benda á aðild að Sambandinu. Á endanum þurfa endar að ná saman hvort sem um er að ræða Bandaríkin, Bretland eða Ísland. Vöruskipti verða að vera í jafnvægi og lán að vera í samræmi við tekjur.

ESB umræðan er góðra gjalda verð en úrræði til uppbyggingar hljóta að vera aðalatriðið. 

 

 

 

 


mbl.is ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband