Glærustjórnmálin og braggamálið

Núverandi borgarstjóri hefur verið duglegur að lofa.
Síðustu 16 árin. 

16 ár eru liðin síðan öll börn 18 mánaða og eldri áttu að fá öruggt leikskólapláss.
Því hefur verið lofað allar kosningar síðan. 
Það er ekki enn efnt. 

"Nýju Reykjavíkurhúsin" áttu að leysa húsnæðisvandann árið 2015. 
Síðan þá hefur leiguverð hækkað um 42% að meðaltali. 

Þá var lofað borgarlínu, fyrst lest, svo "léttlest" og svo "léttvagnar". 
Nú er talað bara um "hágæða almenningssamgöngur". 

Miklabraut í stokk var lofað á strætisskýlum fyrir kosningarnar í vor. 
Mánuði síðar var ekkert að finna um þessa framkvæmd í samkomulagi Pírata, Samfylkingar, VG og Viðreisnar. 

Á meðan glærurnar boðuðu fagnaðarerindin í húsnæðis- og samgöngumálum var rekstrinum gefinn lítill gaumur. Skuldir borgarsjóðs hafa hækkað þegar tekin hafa verið lán fyrir milljarða í framkvæmdir. 

Ein af þeim var að gera upp bragga við Nauthólsvík. 

Það er eins og keisarinn sé í engum fötum. 
Glærurnar eru glærar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér leikur forvitni á að vita hvernig það getur verkast til að verkkaupinn sjálfur getur hafnað rannsókn á 200% yfirkeyrslu í útboðnu verki og aópað umdir teppi eins og í þessu braggamáli. Enginn ábyrgur? Fylgdi verkbeiðni blankó tékkur?

Hvernig getur borgari borið sig að við að kæra svona embættisfærslur? Er fílabeinsturninn of hár fyrir hann að klífa?

Mér finnst þetta af þeirri stærðargráðu að það hljóti að þurfa óháða rannsókn og jafnvel lögreglurannsókn á þessu. Allstaðar annarstaðar hefðu hausar þurft að fjúka og þá fyrst borgarstjórans sjálfs.

Hvað er til ráða Eyþór? Varla þarf enduskoðun á því sem þegar er endurskoðað og sundurliðað? Kemur endurskoðun kannski ekki að svona hlutum fyrr en eftir að þeir eru um garð gengnir? Til hvers er þá endurskoðun? Til hvers er þá fjærmálastjórnun? Tók enginn eftir því að að verk var komið 200% fram úr áltlun fyrr en öllu var lokið?

Svo síðast en ekki síst...hver tók akvörðun um að gera upp gamalt braggahró sem tók 27 milljónir bara að ástandsskoða.

Ef þetta gerðist á öðrum pólitískum væng, væri allt orðið vitlaust. Nú er þverpólitískt ákall um að þetta verði rannsakað en ekki svæft í nefnd. Borgararnir sem þið þjónið heimta það, en borgarstjórn kemst upp með að segja "Nah, þess gerist ekki þörf" 

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2018 kl. 21:34

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Sennilega mætti byggja gistiskýli fyrir utangarðsfólk, úr einskisnýtum glærustafla burgermeistersins. Úr loforðunum er hinsvegar ekki hægt að byggja neitt, enda orðin tóm og aldrei meiningin hjá þessu fólki að standa við nokkurn skapaðan hlut af bullinu. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.10.2018 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband