Borgar(ó)stjórn Reykjavíkur

Í gær var langur fundur borgarráðs. Sjö tímar dugðu ekki til að tæma dagskránna.

Þrjú málanna vörðuð stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og eru þau öll opinber deilumál. Öll málin varða stjórnsýslu borgarinnar og í öllum þremur tilfellunum er borgin brotleg. 

Hér er óhætt að fullyrða að hér sé ekki tilviljun. Það er eitthvað mikið að stjórnsýslu borgarinnar. Íbúar hafa verið óánægðir lengi með þjónustu og aðgengi að upplýsingum. Umboðsmaður borgarbúa hefur kvartað yfir hve erfitt sé að fá svör frá borgarkerfinu. 

Reykjavík er ekki fjölmenn borg. En hér hefur tekist að búa til flókið og þungt stjórnkerfi sem reynist brotlegt í ýmsum málum. 

Það færi best að því að gera algera uppstokkun á kerfinu. Gera það skilvirkara með stuttum boðleiðum. Þannig yrði kerfið betra og ódýrara. Kjöraðstæður eru til að fara í þetta verkefni í haust. Kjörtímabilið er nýhafið. Vinnumarkaður er þaninn. Rök eru fyrir því að kerfið sé ekki fyrir íbúana, eins og glöggt sést á síðustu tíðindum.

Er ekki tími til að breyta?

------

Hér er hægt að lesa þessi þrjú mál: 

(1) Álit umboðsmanns Alþingis: 
 
 
(2) Dóm Héraðsdóms um vinnubrögð skrifstofu borgarstjórnar:
 
 
(3) Úrskurður áfrýjunarnefndar jafnréttismála um ráðningamál 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Takk fyrir þetta. Það er gott að hafa svona upplýsingar aðgengilegar sem flestum.

Ragnhildur Kolka, 20.7.2018 kl. 14:08

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta lið fer sínu fram hvað sem þið segið. Þeir láta allar athugasemdir sem vind um eyru þjóta.Hlusta ekki á ykkur.

Halldór Jónsson, 21.7.2018 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband