Færsluflokkur: Samgöngur

Sóknarfæri á Suðurlandi

Í kreppunni er mikilvægt að sjá sóknarfærin. Á Suðurlandi eru margar helstu náttúruperlur landsins enda koma hingað erlendir ferðamenn umvörpum. Einkaaðilar í ferðaþjónustu hafa unnið óeigingjarnt starf í að byggja upp margs konar þjónustu sem má nýtast allt árið í kring. Haustið, snjórinn, réttir, jólin og áramótin eru allt tækifæri til enn frekari sóknar í ferðamennsku. Suðurlandsvegurinn er lífæð í ferðaþjónustunni og tvöföldun hans er hluti af því að styrkja ferðamennsku innanlands allan ársins hring.

Þá er ekki síður tækifæri í innlendum ferðamönnum en með lægri krónu verður ákjósanlegt fyrir marga að ferðast frekar innanlands. "Ísland sækjum það heim" hefur sjaldan átt betur við.

Nú er framundan árlegt þing sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og er ég viss um að þar verði þessi sóknarfæri á Suðurlandi rædd ítarlega. Nú er lag að byggja á góðum grunni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband