Lögin taka gildi

Það er sama hvort forsetinn staðfestir Icesave-lögin eða synjar þeim staðfestingar; lögin öðlast strax gildi.  

Bretar og Hollendingar geta því ekki haldið því fram að þau séu ekki í gildi eða hafi ekki verið samþykkt af Alþingi.

Reyndar er ekki hægt að halda öðru fram en að ríkisstjórnin hafi beitt sér allvel í að fá þau samþykkt á Alþingi. Synjun eða samþykki fullnustar lögin. Að minnsta kosti þangað til annað er ákveðið. . . 

26. grein stjórnarskrár Íslands: 

Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Ef forsetinn skrifar ekki undir þá er enginn díll í gangi. Samkomulag sem við gerum við okkur sjálfa skiptir engu máli ef Bretar og Hollendingar samþykkja það ekki.

Tryggvi L. Skjaldarson, 4.1.2010 kl. 21:48

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Samkomulagið er í gildi enda gert við ríkisstjórn. Ríkisábyrgðin er de facto í gildi þótt farið væri í þjóðaratkvæði. Ríkisábyrgðin (Icesave-lögin) félli aðeins úr gild þá og ef þjóðin felldi lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þangað til gilda lögin.

Eyþór Laxdal Arnalds, 4.1.2010 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband