Dómsdegi aflýst

Það hefði verið skynsamlegt fyrir Breta að leita fyrr til ESB og vinna að lausn. Ekkert er minnst á dómsdag af hálfu breska fjármálaráðuneytisins.

Það er hins vegar sorglegt að sjá fréttaflutning af málinu þegar Íslendingar hafa nú þegar tekið á sig mun meiri skuldbindingar en (fyrri) lög gera ráð fyrir.

Nú finnst mér að ríkisstjórnin þurfi að stunda öflugt PR Íslandi til heilla.

Forsetinn fer hins vegar í sögubækurnar og er samkvæmur sjálfum sér.


mbl.is Bretar leita til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Er ekki næst að taka forsetann í Sjálfsdtæðisflokkinn, þessi ákvörðun þjónar eingöngu flokkshagsmunum þess flokks, ekki hagsmunum þjóðarinnar,  þeir sem eygðu það kanski að fá vinnu þegar liði á árið,  verða að bíða töluvert lengur.  Þeir skipta ekki máli í augum Íhaldsins, aðeins að takist að verja eigur eignamanna og til þess arf Sjálfstæðisflokkurinn að komast í stjórn

Guðmundur Ingólfsson, 5.1.2010 kl. 13:11

2 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Eg byd upp a vedmal.

Tu opnar venjulegan tekkareikning og leggur tar inn ISK 5000.

Eg opna venjulegan tekkareikning og legg tar inn DKK 400.

Eftir 1 ár fær sa sem a hærri reikning allt saman.

Reiknast mv. 33% USD, NOK og EUR.

Vil gjarnan leggja meira undir.

Baldvin Kristjánsson, 5.1.2010 kl. 14:30

3 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

nei hvur andskotinn, tad er nog fyrir mig ad leggja inn DKK 200...

Baldvin Kristjánsson, 5.1.2010 kl. 14:36

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég skoðaði einmitt forsíður og fyrirsagnir helstu fréttamiðla í heiminum og allt ber að sama brunni. "Íslendingar neita að borga". Ég setti nokkur "screenshot" á bloggið hjá mér, sjá HÉR

Metnaður og/eða vilji ríkisstjórnarinnar er engin, að kynna málstað okkar erlendis.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 15:27

5 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Gunnar ætti þá líka að hafa séð að helstu fjölmiðlar, t.d. Guardian og BBC hafa fjallað hlutlaust um málið.

BBC breytti úr "íslendingar neita að borga" tilkynningu í "forsetinn sendir í þjóðaratkvæðagreiðslu" frétt.

E24.no breytti líka fyrirsögn úr "neita" í "þjóðaratkvæði"

En ég bíð ennþá eftir að einhver ykkar taki upp veðmálið.

Baldvin Kristjánsson, 5.1.2010 kl. 15:50

6 Smámynd: Jóhann Pétur

Alveg sammála þér Eyþór - kynning á okkar hlið og okkar hagsmunum hefur verið rosalega vanrækt.  Samkvæmt stjórnunarfræðum er þetta augljós þáttur í slíkum aðstæðum og merkilegt hversu blindir menn hafa verið að þessu leyti. 

Jóhann Pétur, 5.1.2010 kl. 18:29

7 Smámynd: Áslaug Hauksdóttir

Já alltaf eruð þið sjálfstæðismenn samir við ykkur.....það finnst ekki siðgæðisvitund í ykkar nötra heilabúi...þið ættuð allir sem einn að fara til Kára á íslenskri erfragreiningu og láta hann rannsaka þetta furðufyrirbæri sem sjálstæðismaður er..hann kári er jú einkavinur hann Davíðs ykkar og hann hefur verið á ríkisspenanum í mörg ár....Hvar fór allt úr skeiðis í ykkar litla heilabúi ...einkafyrirtæki er EINKA ekki á spena ríkisins....

Allt fólk með viti er að fara héðan nema þeir sem eru svo heimskir að geta ekki hugsað sjálfstætt og svo já þeir sem eru vinir og vandamenn ykkar .....þið megið eiga þetta bananalýðveldi sem þið hafið skapað...........Áslaug Hauksdóttir

Áslaug Hauksdóttir, 5.1.2010 kl. 21:34

8 identicon

Heyrðu Áslaug

Ég kýs þá frekar að vera sjálfstæðismaður og það heilalaus eins og þú segir en að gerast vinstri sinnuð og gefast bara upp og ætla að greiða alla þessa vexti sem um ræðir ofan á Icesafe skuldirnar. Ég var að lesa samninginn áðan og þvílíkt sem þetta er ósanngjarnt. Það vita allir og líka heilalausu sjálfstæðismennirnir og konurnar þá væntanlega líka að við verðum að borga en að borga svona himinnháar upphæðir með 5.55% vöxtum er bara ekki hægt, við höfum ekki efni á því ásamt því að reka landið á sómasamlegan og siðmenntaðan hátt. Við ollum ekki þessu tapi hjá Bretum og Hollendingum en Ríkið hefur samt sem áður gengist í ábyrgð og vinstri stjórnin núna breytti lögunum án þess að svo mikið sem reyna að mótmæla einhverjum af þeim ákvæðum sem samningarnir hafa að geyma alla vega lítur það þannig út fyrir mér.

Ég vil berjast áður en skrifað verður undir þennan samning .  Það sakar aldrei að reyna.

Ég hef að lokum mína skoðun á fólki úr öllum flokkum og mest vinstri sinnuðu sem þú augljóslega dýrkar en maður talar ekki svona um aðra þó að þeir séu á öndverðu meiði við skoðanir manns. 

Far vel með þitt vit

Óskin (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband