No my lord

Lávarðurinn Hattersley lítur á Íslendinga sem undirmálsstofn enda séu Íslendingar komnir af þjófum eins og hann orðar það svo snyrtilega. Bretar eru margir komnir af aðalsmönnum og í því felast rök fyrir suma þeirra um að þeir séu þess vegna betri en aðrir menn.

Bretar voru umsvifamiklir á öldum áður og enn er hægt að virða fyrir sér dýrgripi hvaðan æva að úr heiminum t.d. í British Museum. Bretar hafa haft það fyrir reglu að skila þessum verðmætum ekki. Eitt dæmið er um Benin styttur sem eru aðeins til á ljósmyndum í þjóðminjasafni Nígeríu. Stjórnkerfi Benin var bælt niður og blóði úthellt. En sjálfsagt voru þar lávarðar á ferð en ekki ótíndir víkingar. 

Reynsla Hattersley af Íslendingum er einkum úr þorskastríðinu en þar voru Íslendingar frumkvöðlar í að færa út fiskveiði- og efnahagslögsögu sína. Frumkvæði þetta vakti mikla athygli enda fór svo að strandþjóðir um allan heim fylgdu á eftir. Fram að þeim tíma höfðu úthöfin verið án eftirlits og stórþjóðirnar veitt mikinn fisk jafnvel nálægt landi. Rányrkja vék fyrir fiskveiðistjórnun. Þorskastríðin snerust um það að Bretar vildu ekki viðurkenna rétt Íslendinga til að færa út lögsögu sína. Meirihluti þjóða heimsins stóðu með Íslandi og Hafréttarráðstefna Sameinuðu Þjóðanna útfærði þessi réttindi með Hafréttarsáttmálanum. Hattersley lávarður hlýtur að eiga sitthvað ótalað við þessar óprúttnu þjóðir sem hafa atkvæði hjá SÞ. Ætli þar séu ekki afkomendur sauðaþjófa?

Nei ég er hræddur um að lávarðurinn sé á villigötum. Hér segjum við hvorki Yes Minister eða Yes my lord. 

 


mbl.is Hinir þrjósku Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Hvergi í Afríku hafa fyrrverandi nýlendur átt erfiðara með að feta sig í átt að lýðræði en í fyrrum nýlendum Breta sem óspart notuðu 'heilræðið' að sundra til að sigra "divide and conquer"

ÁFRAM ÍSLAND, EKKERT Icesave, Við segjum NEI !

Ísleifur Gíslason, 9.1.2010 kl. 01:33

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Matti Bjarna rassskellti þennann gaur(þa´var hann ekki enn með lávarðatign) og Geir Hallgríms sneri honum um fingur sér í fastri rökræðu.

Nú hyggur hann á hefndir í skjoli ofríkis fjármálastofnana og vogunarsjóða.  Það eru menn lítilla sjóva, sem höggva úr hléi annarra.

Eins er þeð þetta mannkerti, ekki hátt risið á honum fyrrmeir.

mibbó

Bjarni Kjartansson, 9.1.2010 kl. 02:00

3 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Hattersley er alltof kurteis. Hann á tala tæpitungulaust um þessa helsjúku glæpaþjóð.

Þorri Almennings Forni Loftski, 9.1.2010 kl. 03:04

4 Smámynd: Stefán Karl Lúðvíksson

Einhvern veginn fannst mér eins og Hattersley hafi nú skrifað þetta allt í eins konar gríntóni.  Sjálfur hló ég að þessu og fannst alls ekki að mér vegið.  Ef menn taka svona grínpistla alvarlega, verð ég að segja að við eigum við meira vandamál að stríða en Icesave fárið.  Nefnilega húmorsleysi.  Frekar borga ég en að tapa húmornum.

Stefán Karl Lúðvíksson, 9.1.2010 kl. 04:40

5 identicon

Tek undir með Stefáni. Þetta er breskur ýkjuhúmor af skemmtilegustu sort.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 08:57

6 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Lordinn var nú bara að spottast að breskum sið, hárfínt háð.

Enginn veit betur en bretar sjálfir að þeir eru ríkir vegna sjórána og nýlenduarðráns.

Baldvin Kristjánsson, 10.1.2010 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband