Endurvinnsla framtíðarinnar

Margir hafa hugað að því hvernig best sé að nýta metangas sem verður til á urðunarstöðum. Eitthvað er um bíla sem nota metan en áfyllingarstaðir eru enn sem komið er fáir. Iðnaðarnot á metangasi er önnur leið en þá er verið að breyta metangasi (sem er gróðurhúsalofttegund af verri gerðinni) í CO2.

Strokkur hefur í samvinnu við Eyfirðinga skoðað möguleika á að framleiða koltrefjar og þá kom í ljós að eitt af því sem háir Íslandi er aðgengi að gasi. Þegar betur var að gáð sáum við að unnt er að nota metangas úr sorphaugum Akureyrar þar sem iðnaðarlóð er nálægt. Rammasamningurinn við Akureyrarbæ tryggir aðgengi að hvoru tveggja og gerir okkur kleift að þróa verkefnið áfram.

Samstarfið við Akureyrarbæ og Atvinnuþróunarfélagið hefur gengið vel ekki síst í Becromal verkefninu sem nú er komið í útflutning á aflþynnum. Nýja verkefnið byggir á því góða trausti sem ríkir á milli áðila og þeirri staðreynd að verkefnið fór úr hugmynd í framleiðslu á aðeins 24 mánuðum.

Ef af verður þá mun metangas og íslensk orka verða notuð til að framleiða hátæknivöru sem skapar aukinn gjaldeyri. Metanið sem annars hefði gufað upp af haugunum verður þá liður í að framleiða gjaldeyri, verðmæti og störf.


mbl.is Rammasamningur um koltrefjaverksmiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Eyþór með þetta !

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 28.1.2010 kl. 18:10

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Maður getur ekki annað en óskað öllum til hamingju með þetta framtak. Gott að eitthvað jákvætt gerist.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.1.2010 kl. 18:21

3 identicon

Flott hjá ykkur, gaman að fá uppbyggjandi fréttir.

kveðja.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 19:56

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 flott

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2010 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband