Þórólfur Matthíasson og hagfræðin

Þórólfur Matthíasson er prófessor í hagfræði hjá Háskóla Íslands. Ef ég vissi ekki betur héldi ég að þetta væri uppskálduð persóna en ekki raunveruleg ekki síst þegar ég hlustaði á viðtal við hann á Sögu í morgun.
Já og svo var það greinin um Icesave sem hann birti í útlöndum sem var hreinlega hættuleg hagsmunum Íslands fyrir utan að vera kolröng.

En að aðalmálinu: Þar sem hagfræðin snýst um að meta hagstærðir fannst mér afar sérkennilegt að heyra prófessorinn tala um efnahagsmál.

Icesave skuld Tryggingasjóðs telur prófessor Þórólfur svo léttvæga að hún kosti okkur bara 1-2% af þjóðarframleiðslu á ári eftir 2017 og hafi engin áhrif fyrir þann tíma. Nú eru ekki komnar endanlegar tölur yfir þjóðarframleiðslu 2009 en ef miðað er við nýjustu tölur Hagstofunnar fyrir Q3 má ætla að talan sé um 1500 milljarðar. Eitt prósent væri þá 15 milljarðar.

Ef ríkið tæki yfir Iceslave skuldina þá er hún 700 milljarðar í það minnsta. Þótt 100% heimtur fengjust upp í þrotið þyrfti íslenska ríkið að greiða hátt í 300 milljarða í vexti ef svo illa færi að ríkið tæki þessa skuld á sig. Þá er ótalin gengisáhætta Íslands í þessu máli. Þórólfur útskýrir þetta með órökstuddum hagvexti en þó við fengjum 2% hagvöxt öll næstu 7 ár þá væri þjóðarframleiðslan aðeins 2.150 milljarðar. Laun væru um 1/3 af við þeirri tölu.

Þá komum við að dæmi prófessorsins: Þórólfur fullyrti á útvarpi Sögu að launamenn þyrftu að sætta sig við að sleppa launahækkunum í 1 ár til að greiða fyrir Icesave! Þeir gætu meira að segja fengið vísitöluhækkun! Þegar litið er til þess að hér er talan 300 milljarðar og allt upp í 1000 sem er áhættan vegna Icesave er með ólíkindum að það eigi að fást með því að sleppa hækkunum af launum. Störf á Íslandi eru um 170 þúsund í það heila. Meðallaun eru um 4 milljónir á ári. það gerir um 680 milljarða. Vænt launahækkun miðað við þessar forsendur þyrfti að vera 50% á árinu 2017 bara til að borga vextina.

Þá voru rökin fyrir skattahækkunum kostuleg: Þetta er víst gert til að minnka útflæði á gjaldeyri! Sem sagt með því að skattleggja launafólk er komið í veg fyrir að það geti keypt erlendan varning. Ég hefði haldið að risavaxin gengisfelling dyggði. Og svo eru gjaldeyrishöft. Í reynd virka skattahækkanirnar letjandi á fjárfestingu - ekki síst orkuskatturinn - og minnka innflæði bæði á fjárfestingarfé og útflæði á gjaldeyrisskapandi vörum. Skattar skaða hér en skapa engin verðmæti.

Þá sagði prófessor Þórólfur að Ísland væri lítið opið hagkerfi. Síðast þegar ég vissi eru hér einhver ströngustu gjaldeyrishöft sem fyrirfinnast á byggðu bóli. Slíkt ástand einkennir ekki "opið hagkerfi". Það er þvert á móti harðlokað. Hér er enn ein nýlundan í hagfræðinni hjá prófessor Þórólfi.

Ég held ég sé enn og aftur sammála Ögmundi: Við förum ekki í hagfræðikúrs í HÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Sammála,

Þórólfur prófessor hefur orðið Íslandi, Háskólanum og sjálfum sér til skammar.

Frosti Sigurjónsson, 14.2.2010 kl. 01:26

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er leigupenni ríkisstjórnarinnar og ekkert annað. Hann hefur kastað faglegri æru sinni fyrir hundana

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.2.2010 kl. 01:33

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðhorf Þórólfs mótast af evrópuduld hans. Rétt eins og aðrir akademíkerar í háskólum landsins, þá draga þeir fram lífið á bullandi styrkjum frá evrópusambandinu í allskyns "rannsóknarverkefnum".  Þannig hefur Evrópusovétið keypt sér velvild bakdyrameginn í öllum þeim löndum, sem þeir hyggjast innlima.

Háskólaliðið er í þessu samhengi einna spilltast.  Þar ræður sósíópatían og eiginhagsmunirnir. Þeim er skítsama um framtíð, fullveldi  og annað fólk í þessu hugmyndafræðilega vændi, sem þeir stunda.

Þórólf á að reka eins og skot. Hann hefur ekki nokkurt merrit til að fjallaum þessi margþættu mál. Legg til að menn kíki á CV-ið og skoða hverslags meðalmenni þetta er. Á að líðast að slíkir menn séu að joggla með fjöreggið?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.2.2010 kl. 06:14

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því miður er það svo að Íslendskir hagfræðingar hafa upp til hópa brugðist. Ekki verður betur séð en þeir trúi í blindni á reikni-líkön sem eru nothæf fyrir ákveðnar aðstæður, en reynast alltaf röng að lokum. Vitað er að þeir sækja sína vitleysu að mestu til Chicago hagfræðiskólans, en sannað er orðið að hugmyndir hans valda óróanum sem leiddi til efnahagshrunsins hérlendis og erfiðleika um allan heim.

 

Þórólfur Mattíasson er eitt versta eintakið af þessum homo-economicus-stupidus, sem útleggst heimskur- hagfræð-ingur. Í þættinum hjá Arnþrúði hafði Þórólfur lítið að segja um hagvöxt, annað en að reikni-líkanið hans (kristal-kúlan) sýndi að góður hagvöxtur kæmi oft í kjölfar efnahagshruns. Hvers vegna það ætti að ske á Íslandi gat hann ekki útskýrt.

 

Staðreyndin er auðvitað sú að fjárfestingar eru forsenda hagvaxtar, en með kyrkingar-stefnu Seðlabankans er séð til þess að nær engar fjárfestingar verða, ekki frekar en neytsla. Verið er að kreista hagkerfið til að ná úr því þeim gjaldeyri sem þarf til greiðslu erlendra skulda. Horfur eru á að kyrkingin muni takast fullkomlega og að hagvöxtur muni ekki vaxa, heldur dragist saman um langa framtíð.

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.2.2010 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband