Viðskiptalífið vill standa utan ESB

Viðskiptaráð stendur fyrir metnaðarfullu Viðskiptaþingi nú á miðvikudaginn kemur. Samhliða þinginu kemur út skýrsla um viðhorf viðskiptalífsins til helstu áhrifaþátta. Spurt var meðal annars um úrræði banka, gjaldmiðil, ESB aðild og skatta.

Samkvæmt frétt Viðskiptaráðs um helstu niðurstöður kemur fram að:

"Tæplega 60% forsvarsmanna íslenskra fyrirtækja telja hagsmunum íslensks viðskiptalífs betur borgið utan Evrópusambandsins. Þó viðhorf séu skipt eftir atvinnugreinum, þá taldi einungis 31% aðspurðra að íslensku viðskiptalífi væri betur borgið innan ESB."

Lengi hefur því verið haldið fram að atvinnulífið vilji ESB. Í skjóli þeirrar alhæfingar hefur verið skotið fast á Sjálfstæðisflokkinn. Nú þegar kreppir að í heiminum sjá menn hvernig veikum hlekkjum í ESB keðjunni reiðir af. Það er kannski þess vegna sem þessi könnun er svona afgerandi.  

http://www.vi.is/um-vi/frettir/nr/994/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Jónsson

Ég hef miklar efasemdir um þessa könnun.

Andrés Jónsson, 14.2.2010 kl. 23:58

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Andrés,

hverjar eru þessar efasemdir?

Eyþór Laxdal Arnalds, 15.2.2010 kl. 00:04

3 Smámynd: Andrés Jónsson

Viðskiptaráð hefur verið tengt þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið hvað andsnúnastur þátttöku í Evrópusamstarfi. Þannig hefur ráðinu aldrei liðið sérlega vel með pragmatíska afstöðu viðskiptalífsins til ESB-aðildar. Eiginlega verið á milli steins og sleggju í þessu máli.

Þannig að ég er frekar tortrygginn út í þá sem framkvæmdaraðila svona könnunar. Hver var aðferðarfræðin? Er það gefið upp?

Andrés Jónsson, 15.2.2010 kl. 00:10

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

hmm...samkvæmt fréttinni er framkvæmda-aðilinn Capacent Gallup. Viltu meina að þeir séu hluti af samsæri?

Eyþór Laxdal Arnalds, 15.2.2010 kl. 00:17

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Andrés, hver er exit-strategía Samfylkingarinnar?

Páll Vilhjálmsson, 15.2.2010 kl. 00:19

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hvað sem segja má um þessa könnun, þá þykir mér yfirskrift pistils þíns Eyþór, full gerræðisleg!

Svona í anda "þið eruð ekki þjóðin" yfirlýsing.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.2.2010 kl. 03:03

7 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæl Jenný - þetta er einfaldlega niðurstaða Gallup könnunar...

Eyþór Laxdal Arnalds, 17.2.2010 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband