Sóknarfærin á Suðurlandi

Meirihluti raforkuframleiðslu á uppruna sinn á Suðurlandi. Virkjun Þjórsár var lengi burðarásinn í orkubúskapnum en svo hafa jarðvarmavirkjanir bæst við á Hengilssvæðinu. Þrátt fyrir þessa miklu orkuframleiðslu hefur orkufrekur iðnaður ekki verið starfræktur á Suðurlandi. Sveitarfélagið Ölfus hefur unnið gríðarmikið undirbúnings og þróunarstarf til að tryggja aðstöðu fyrir stóriðnað. Línulagnir eru tiltölulega einfalt mál, nægt byggingarland er á skipulagi, hafnaraðstaða og aðgangur að kælivatni. Hingað til hefur ekki neitt verkefni verið tryggt en vonandi verður nú breyting hér á. Iðnaður væri fjórða stoðinn undir atvinnulíf Suðurlands. Landbúnaður er elstur en síðan má nefna sjávarútveg sem enn er stundaður af krafti. Þá hefur þjónusta við ferðamenn verið fjölbreytt bæði verslun og veitingar en ekki síður sumarhúsabyggingar og þjónusta þeim tengd. Stóriðnaður myndi auka fjölbreytni og draga úr atvinnuleysi til lengri og skemmri tíma með uppbyggingu fyrst og reksri síðar.

Flestir ferðamenn sem heimsækja Ísland fara um Suðurland. Sama er að segja um innlenda ferðamenn. Suðurstrandarvegurinn er langt kominn og mun hann tengja Leifsstöð við suðurströndina og auka þannig möguleika ferðaþjónustunnar til mikilla muna. Einkaframtakið hefur skapað ferðamannaperlur á Stokkseyri og Eyrarbakka sem saman geta verið ferðaklasi á heimsvísu. Hér eru tækifæri til að tengja matarkistur landbúnaðar og sjávarútvegs við ferðmennsku. Bæjarfélögin geta stutt við þessa þróun með því að opna aðgengi að innviðum og styrkja ímynd svæðisins.

Kostnaður við rekstur sveitarfélaganna óx víða hraðar en tekjumyndunin. Sala á eignum og lóðum er eins og hvalreki sem ekki má treysta á. Grunnreksturinn varð sumstaðar ósjálfbær eins og dæmin sanna. Hér þarf að taka til hendinni og minnka yfirbyggingu. Sameining sveitarfélaga er ein leið til að minnka ráðhúskostnað en það er þó ekki sjálfgefið að sameining minnki rekstrarkostnað. Þetta verður lykilatriði á næsta kjörtímabili svo forðast megi skuldauppgjör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sammála þér Eyþór. Var reyndar að sjá að Verne Global gagnverið þurfi aðeins að borga 5 krónur fyrir KW meðan garðyrkjubændur þurfa að greiða 8,5 krónur. Þetta væri nú verðugt verkefni fyrir þig að skoða, þar sem þú ert með margar frábærar hugmyndir í gangi.

Finnur Bárðarson, 15.2.2010 kl. 16:22

2 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Bara að láta Bitruvirkjun eiga sig !  Það kemur bæði til með að spilla gríðarlega góðu útivistarsvæði og líka er það einuningis um 4 km frá Hveragerði.

Til samanburðar er  virkjunin við Hengil 19 km frá Rauðavatni og það finst stundum mengun bæði í Reykjavík og Kópavogi.

Hvernig verður þá að vera með virkjun sem er Fjóra km frá Hveragerði?  

En mér finst á hinn bóginn Þjórsárvirkjun hafa minna rask í för með sér og minni hættu á að ókannað eitur úr iðrum jarðar spúist yfir börnin okkar.

Jón Á Grétarsson, 15.2.2010 kl. 20:46

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 16.2.2010 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband