Grein 126.9 í Lissabon sáttmálanum

Ekki er langt síðan Lissabon sáttmálinn var staðfestur en hann er vísir að stjórnarskrá ESB. Í grein 126.9 er tekið á hallarekstri einstakra ríkja en þar er Evrópuráðinu veittur réttur til að taka fjárráðin af ríkinu sem hefur stundað hallareksturinn.

Þar að auki er atkvæðisrétturinn tekinn af viðkomandi ríki þegar málið er tekið fyrir. Nú hefur Grikklandi verið veittur stuttur frestur til að laga til hjá sér að viðlögðaðri beitingu greinar 126.9.

Með þessu er Grikkland í raun ekki lengur fullvalda um leið og fjárlagahallinn er talinn of mikill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Eyþór. Þetta er mikilvægur punktur sem þú kemur með þarna og athyglisverður fær mann til að hugsa hver yrði staða okkar Íslendinga gagnvart þessari grein sem þú nefnir hérna með þennan hallarekstur sem við erum með í dag.?  Getur þú frætt mig á því hvor það myndi þýða það að það væri hægt að taka fjárráðin af okkur ef við værum aðilar að ESB í dag...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.2.2010 kl. 12:55

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég tel að Grikkir séu enn fullvalda þjóð því þeir hafa val um að reka sinn ríkisjóð með þeim halla sem þeir þurfa í óþökk við ESB en eiga þá á hættu að lenda í greiðslufalli, og þurfa að fara að gefa út drökuna aftur sem ég held að sé minna vandamál en þeir halda.

Það sem flestir ekki skilja er að auður Þjóverjar og Frakkar í evrum er til komin vegna þess að þeir gátu selt þjóðum eins og Grikkjum vörur og lánað þeim evrur. Þeir líta á neyslusamfélögin í evrusamstarfinu sem vandamál sem er einfaldlega rangt því auður þeirra verður ekki til nema vegna neyslu annara. Það sem er að í myntsamstarfinu er að Stjórnmálmennirnir sjá ekki stóru myndina, vandamálið er að evrurnar eru allar á vitlausum stöðum hjá fólki sem þarf ekki á þeim að halda eins og gamalmennum í Þýskalandi sem er elsta þjóð veraldar. Á sama tíma á yngra fólkið í Grikklandi á ekki til hnífs og skeiðar. Ef ekki veður viðhorfsbreiting hjá æðstu stofnunum ESB hvað þetta varðar fellur myntbandalgið á næstu árum.

Það má líkja þessu ástandi í ESB við heimilishald þar sem fyrirvinnan er með fullar hendur fjár en börnin svelta því fyrirvinnan eyðir öllu í “arðbærar” fjárfestingar.

Guðmundur Jónsson, 18.2.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband