0% álag á 0% vexti

2.75% álag á breytilega vexti er ekkert betra en 5-6% fastir vextir. Talsverðar líkur eru á að breytilegir vextir muni hækka á næstu árum vegna ávöxtunarkröfu og mögulegrar verðbólgu.

Ef krafa Breta og Hollendinga er að fá fé sitt til baka er rétt að hjálpa þeim við að heimta það úr þrotabúi Landsbankans.

Íslendingar geta mögulega tryggt heimturnar að einhverju leiti. En þá án vaxta.

Ef það er rétt að þetta sé tilboð Breta og Hollendinga er það varla pappírsins virði.

Framundan er þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem vondum samningi verður hafnað.

Framundan er endurskoðun á tryggingarkerfi ESB sem fellur burt einstaka tryggingasjóði einstakra landa.

Framundan eru kosningar í Bretlandi og stjórnarslit eru í Hollandi.

Ég sé ekki betur en við séum með sterka samningsstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sammála þessu. Núna vantar okkur bara menn með bein í nefinu til þess að nýta þessa samningsstöðu!

Sumarliði Einar Daðason, 22.2.2010 kl. 16:18

2 Smámynd: Kristín H Berg Martino

Ég skil ekki hversvegna sumir eru svona ákafir í að taka þessa skuld að sér.

Fyrir saklausa þjóðina að vera að semja um skuld sem hún á ekki ,er algjörlega út í hött.

þetta er eins og kóngulógavefur sem bretar og hollendingar reina að tæla ríkisstjórnina inn í fyrir kosningar á meðan að þeir halda að þeir  hafi einhverja  möguleika að festa hana með tilboðum sem ásér engan tilverurétt.

Kristín

Kristín H Berg Martino, 22.2.2010 kl. 18:36

3 Smámynd: Sævar Guðbjörnsson

 Hér er auglýsing Icesave sem var ekki byrt. Þar segist meðal annars að Icesave vann tilnefningar sem besta sparireikningabanki í Bretlandi. Græðgin svo mikil hjá viðskiptavinum Icesave. If it sounds to good to be true then it probably is!! Svo vilja bretar fulla endurgreiðslu svo að folk getið haldið að það er allt i lagi að taka áhættur þvi þú færð peningana aftur!

http://www.youtube.com/watch?v=quIIAnxQDc0

Sævar Guðbjörnsson, 23.2.2010 kl. 00:57

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

2,5% raunvextir ofan tengingu við CIP í UK og Hollandi. Er toppur með tilliti til útfærslunnar á alþjóðmælikvarða til framtíðar [næstu 30 ára]. Ef ég skil starfsmenn IMF rétt, er að lesa þjóðarúttekt á Íslandi frá haustinu 2005.

Í ljósi þess sem gerðist í framhaldi frá 2006 til  loka 2007 má draga þá ályktun að viðkomandi Yfirvöld Íslands, UK, og Hollands séu ekki læsi eða hafi verið að hugsa um að hygla þeim sem tilskipunin 94 setur á útskúfunar lista. Svo sem merkilega veðkörfu kaupenda í UK  eða áhættu fjárfesta eins og Haga. 

Júlíus Björnsson, 23.2.2010 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband