Breiður og góður hópur - saman í prófkjöri

12 eintaklingar gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Árborg. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áður verið í framboði og setið í nefndum á vegum bæjarins ásamt mjög öflugum nýjum frambjóðendum sem bjóða nú fram krafta sína til að bæta bæjarstjórnina.

Það er ekki sjálfgefið að svo margir bjóði sig fram til starfa. Stjórnmálin eru lágt skrifuð en á sama tíma eru þau mikilvægari en nokkru sinni í 66 ára sögu lýðveldisins. Ég skynja það sterkt í þessum hópi að persónulegur frami er ekki aðalatriðið heldur vilja allir leggja sitt af mörkum til að snúa við blaðinu og byggja upp betra bæjarfélag.

Upp hefur komið hugmynd um að vera með sameiginlega kosningaskrifstofu frambjóðenda. Það væri nýjung og fráhvarf frá auglýsingamennsku og sérhagsmunum. Þessi einlægi ásetningur er mikilvægur grunnur fyrir heiðarlega og málefnalega kosningabaráttu í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með listann.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.2.2010 kl. 12:05

2 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Persónulegur frami ekki aðalatriðið.

Hvers vegna þarf þá prófkjör?

Þetta er nú bara brandari.

Sveinn Elías Hansson, 25.2.2010 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband