Svavar Gestsson í Fréttablaðinu

Atvinnusköpun er vinsæl í umræðunni en minna fer fyrir fjölgun starfa í reynd. Sumir telja engu skipta hvert starfið sé og hverju það skilar. Þeir sem aðhyllast ríkisbúskap á flestum sviðum telja reyndar að ríkið geti tryggt laun fyrir alla.

Ágætis sýn í þennan hugarheim er að finna í viðhafnarviðtali við Icesave samningamanninn Svavar Gestsson í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar nefnir Svavar sem dæmi að álver sé sambærilegt við fjölgun starfa við Lögbirtingarblaðið. Munurinn er að sjálfsögðu sá að álverið skapar verðmæti (ál) en lögbirtingablaðið skilar engu nema urðunarkostnaði þegar upp er staðið.

Það er reyndar umhugsunarvert að lesa leiðara Fréttablaðsins í dag þar sem kjósendur eru hvattir til að segja JÁ við Icesave samningunum sem forsetinn synjaði staðfestingar. Slík skoðun er bæði fráleit og mikil rökleysa þegar meira að segja Bretar og Hollendingar hafa boðið betur en Svavar og samninganefndin. Svo er í þessu sama blaði viðtal við Svavar Gestsson um hugmyndir hans um alheimseftirlit með lífsgæðum og viðskiptum sem hann segir sjálfur vera "útópískar".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband