Prófkjörið þegar búið að skila sínu

Meðframbjóðendur mínir sýndu snarræði í dag þegar þeir uppgötvuðu alvarlegan leka í Sunnulækjarskóla. Þótt hér sé um hörmulegt tjón að ræða er næsta víst að hérna var meiri skaða forðað með réttum viðbrögðum.

Fyrr um daginn höfðum við farið yfir hvernig við gætum öll 12 verið með sameiginlega skrifstofu í prófkjörinu og kom strax í ljós hvað hópurinn er vel samstilltur og tilbúinn til verka. Framundan eru erfið verkefni að kosningum loknum og eitt er víst að það þarf að setja undir margan lekann.

Sumir efast um prófkjör og telja uppstillingu betri. Segja má að prófkjörið hafi þegar skilað sínu. En jafnframt má halda því fram að uppstilling vegna ljósmyndatöku hafi hér komið í veg fyrir enn frekara tjón en varð.


mbl.is Vatnstjón í Sunnulækjaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lán í óláni.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2010 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband