Listamannalaun, silkihúfur og gæluverkefni

Umræðan um listamannalaun er heit þessa stundina og skyldi engan undra enda er um að ræða háar fjárhæðir sem ríkið greiðir án þess að hafa nokkur efni á því.

Sama er að segja um gæluverkefni sveitarfélaga sem mörg hver hafa ekki efni á að borga af núverandi skuldum. Það er því eðlilegt að fólk spyrji sig hvað "hið opinbera" eigi að gera og ekki síður hvað það á ekki að gera. Kostnaður við yfirstjórn í sveitarfélögum er ekki síður atriði sem þarf að endurskoða. Hér þarf að byrja efst og tryggja að raunveruleg grunnþjónusta svo sem við börnin haldist sem allra best.

Þó ég hafi lært tónsmíðar og lokið burtfararprófi í sellóleik finnst mér furðuleg forgangsröðun að byggja tónlistarhús fyrir lánsfé á samdráttartímum. Sama er að segja um margar sérstakar hugmyndir um t.d. "Vatnagarða", "Menningarhús" og uppbyggingu íþróttamannvirkja við Eyðimörk sem meirihlutinn í Árborg hefur sett á oddinn á síðustu árum en við fulltrúar D-listans lagst alfarið gegn.

Sem betur fer var ekki farið í þessi ævintýri. - Nóg er þó samt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér Eyþór!

sandkassi (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 17:11

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Þá var það lán að ekki var tekið undir tilögur ykkar að byggingu á fjölnota íþrótta húsi sem þið sem skipið D listann í Árborg voruð að leggja til.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 2.3.2010 kl. 23:07

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Jón,

það má þakka fyrir það. Vona að við séum samt sammála um fleira en það sem við erum ósammála um. Er það ekki leiðin fram á við?

Eyþór Laxdal Arnalds, 2.3.2010 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband