Álögurnar sliga fólk og fyrirtæki

Margur verður í Excel ríkur gæti máltækið sagt í dag. Reynslan hefur sýnt okkur hvernig víkingar síðari tíma urðu moldríkir "í Excel" þar sem þeir framreiknuðu hagnað, fengu lánað eftir því og greiddu sér vænan hagnað.

Nú er í brennidepli stjórnmálamenn sem skera lítið sem ekkert niður en auka álögur ("tekjustofna") á fólk og fyrirtæki. Hærri álögur á sykur, bensín og áfengi skila miklum tekjuauka - í Excel. Nú bregður svo við að fólk minnkar við sig þær vörur sem hækka mikið og er samdráttur í öllum þessum flokkum. Þessi samdráttur var víst ekki hafður með í reikningum og því er hætta á að tekjustofnarnir verði ekki nýttir sem skyldi heldur ofnýttir og gætu þá skroppið saman eins og þorskstofninn við Nýfundnaland.

Í Árborg hafa álögur hækkað og má ætla að meðalfjölskylda borgi um 100 þúsund krónur meira nú en áður. Er hér horft til fasteignagjalda, leikskólagjalda og annara þátta. Á sama tíma hafa skattar hækkað hjá ríkinu hvort sem um er að ræða neysluskatta eða tekjuskatta. Útkoman getur ekki verið góð enda sligast fólk undan of þungum byrðum. Það eru takmörk fyrir því hvað unnt er að leggja á klárinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrstu mistökin í Excel-útreikningum verða gjarnan þegar menn reyna að keyra góðar og gildar reikniformúlur á forsendur sem eru ekki lengur til staðar. Getur verið að Excel skjöl landsmanna séu ennþá full af forsendum frá "góðæristímanum"?

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2010 kl. 17:51

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Eyþór áttu þá von á að hér eigi efnahagslögmál við eins og annars staðar í heiminum?

Sigurður Þorsteinsson, 10.3.2010 kl. 18:51

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það ríkja alls engin "náttúrulögmál" um efnahagsmál. Peningar og aðrir fjármálapappírar eru mannanna verk og eru ekki grafin í stein. Það eina sem þarf til að gera breytingar eru mannlegar ákvarðanir um hvernig við viljum hafa þessa hluti.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2010 kl. 18:56

4 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Já,allt hækkar og nú er verð á bensíni farið heldur betur að taka í hér heima, þótt ekki virðist sem það hafi hækkað í dollurum á heimsmarkaði. Hærri skattar og samdráttur kemur illa við olíufélögin. Nú ættu þau að leita hagræðingar, jafnvel sameiningar til að geta lækkað álagninguna og þar með bensínverðið. Hvað eru þau aftur mörg, 5 eða 6.

Sigurður Ingólfsson, 11.3.2010 kl. 11:33

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

banka krakkarnir voru og eru öll eins og þú segir svokölluð "Excel" börn - ekkert ætlar að breytast útrásin heldur áfram án td ykkar Sjálfstæðimanna mótþróa - svekkir mig að þið hafið lítinn áhuga á heildamyndinni Eyþór sem er hálfgerð "Excel" sýki - hver af ykkur hefur td andmælt nýjum sendiherra með tilheyrandi kostnaði ? skiptir kanski ekki máli því þið lagfærið bara "Excel" skjalið svo við "gæningjarnir" sjáum bara það sem þið viljið að við sjáum

Held að Sjálfstæðismenn sem hafa áhrif eða telja sig hafa árhrif ættu að fara að hugsa sinn gang og reyna að vinna þjóðinni til heilla

Jón Snæbjörnsson, 11.3.2010 kl. 11:46

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 góður

Ásdís Sigurðardóttir, 11.3.2010 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband