Þörf er lesningin

Passíusálmarnir eru holl lesning í einrúmi eða í kirkju. Orð Hallgríms eiga jafnvel við og áður. Nútíminn hefur dekrað margan manninn og þakklætið gleymist mörgum. Þrátt fyrir bankahrun hafa Íslendingar það ótrúlega gott í dag og fyrir það ber að þakka.

Hér eru fyrstu erindin sem brýna lesanda sálmanna: 

1. Upp, upp, mín sál og allt mitt geð,
upp mitt hjarta og rómur með,
hugur og tunga hjálpi til.
Herrans pínu ég minnast vil.

2. Sankti Páll skipar skyldu þá,
skulum vér allir jörðu á
kunngjöra þá kvöl og dapran deyð,
sem drottinn fyrir oss auma leið.

3. Ljúfan Jesúm til lausnar mér
langaði víst að deyja hér.
Mig skyldi og lysta að minnast þess
mínum drottni til þakklætis.

4. Innra mig loksins angrið sker,
æ, hvað er lítil rækt í mér.
Jesús er kvalinn í minn stað.
Of sjaldan hef ég minnst á það.

5. Sál mín, skoðum þá sætu fórn,
sem hefur oss við guð, drottin vorn,
fordæmda aftur forlíkað.
Fögnuður er að hugsa um það.

6. Hvað stillir betur hjartans böl
en heilög drottins pína og kvöl?
Hvað heftir framar hneyksli og synd
en herrans Jesú blóðug mynd?


mbl.is Passíusálmar lesnir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Steinar (http://prakkarinn.blog.is/) segir að Passíusálmar Hallgríms séu bölvað bull, byggðir á fordómum, gyðingahatri og þörf til að röfla þegar maður er í glasi. Hann segir líka að þeir sem halda upp á þessa sálma og blogga jafnvel um þá af jákvæðni hljóti að vera geðveikir, eða í besta falli fábjánar, eða í allra besta lagi veruleikafyrrtir smáborgarar sem ættu frekar að eyða tíma sínum í að sauma út eða setja saman módel en að tjá sig á almannafæri.

Hvað segir þú um það?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 11:28

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það að níðast á eða leggja í einelti fólk vegna trúar sinnar,  eru verstu trúarbrögð sem sköpuð hafa verið á þessari jörð. 

Stalín og Hitler eru bestu fulltrúar þessarar hjarðar.  Frá nátúrunnar hendi er allt leyfilegt nema það sem skaðar annan.

Ég fæ ekki séð að lestur sálma eða bæna skaði Grefil eða Jón á nokkurn hátt.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2010 kl. 11:50

3 identicon

Annað segir Jón ... hann segir að lestur Passíusálma sé stórskaðlegur fyrir alla ... heilaþvottur, jafnvel nasistaáróður.

Mér kemur málið hins vegar ekkert við ... ég hef aldrei lesið þessa sálma eða neitt um Hallgrím, enda annálaður fáviti.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 12:02

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Grefill,

ég get vissulega ímyndað mér skaðlegri iðju en þennan lestur

Eyþór Laxdal Arnalds, 2.4.2010 kl. 12:44

5 identicon

Meinarðu þá t.d. límsniff og dópsölu ... eða þingmennsku, fiskirækt, kvikmyndagerð og svoleiðis? Gætirðu verið aðeins nákvæmari, ég er ekki svo glöggur.

Nei, nei, annars ... þú þarft ekkert að svara mér, skil ekki hvurn grefilinn ég er að skipta mér af þessu ... og þú hefur áreiðanlega nóg annað að gera en að útskýra málin fyrir manni eins og mér sem botnar sjáldnast í hvað hann er sjálfur að tala um.

Auðvitað MÁTTU alveg svara mér - en bara ef þú hefur ekkert betra að gera.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 13:03

6 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Ég renndi reyndar yfir þá fyrir nokkru, í einhverju vitleysiskasti, trúlaus maðurinn...

Ég ætla svo sem ekkert að gera lítið úr gildi þeirra fyrir trúaða og það er auðvitað í góðu lagi mín vegna að þeir skipi ákveðinn sess hjá mörgum á þeim forsendum.

Ég verð hins vegar að játa að sem bókmenntaverk finnast mér þeir varla boðlegir "á prent", hvað þá að líta á þá sem eitthvert meistarastykki.

Ég tók í leiðinni saman nokkur skýr dæmi um hversu vondur kveðskapur þetta er, en á eftir bæta við - birti síðar....

Valgarður Guðjónsson, 2.4.2010 kl. 14:05

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú finnst mér Grefillinn kríta liðugt.  Ég held að ég hafi ekki sagt neitt af því, sem hann segir hér. Allavega ekki beinum orðum. Það er þó kannski lítill munur á þeirri túlkun hans en rósrauðri túlkun manna á Passíusálmunum (Þjáningarsálmunum).  Menn lesa sína merkingu út úr orðum, sem þeir kæra sig um. Kristnir torgtrúarmenn eru sennilega manna leiknastir í slíkum listum.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.4.2010 kl. 15:23

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hrólfur minn. Ég hef hvergi minnst á þá sem trúa þessum ósköpum, né er það ætlun min að leggja nokkurn í einelti. Það er kannski hluti píslarsyndromsins og sjálfsvorkunarinnar, sem sálmarnir innræta, sem valda því að þú talar á slíkum nótum. Ef þú kýst að taka þetta persónulega, þá mattu vita að þér er ekki nokkur vorkun.  Reyndu heldur að leiða fólk sem spyr í sannleikann um merkingu þessa, fyrst þú telur þetta svona misskilið.  Í minni grein ræði ég verkið Passíusálmar, en ekki þá sem trúa. Ég leiði þó líkum að því að hefðin ráði meiru en annað hér og að fólk geti vala verið svona upptekið af dauða og þjaíngardýrkun þeirri, sem fram kemur í sálmunum. Hefurðu kannski lesið þá?

Jón Steinar Ragnarsson, 2.4.2010 kl. 15:29

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og first þú grípur til Ad Hitlerum, þá er verðugt að minnast þess að Stalín lærði til prests og að Hitler var trúfastur kaþólikki. Hugmyndafræði gyðingaofóknanna er sótt í kristindóminn og helsta leiðbeiningarrit nasista va einmitt rit Marteins Lúter Jews and their lies. Fyrir nokkrumm árum baðst páfi einmitt afsökunnar á því að kirkjan skyldi hafa snúið blinda auganu að gyðingaofsóknum og þar með aðstoðað við ósköpin. Ekki skal heldur gleyma Rat line, þar sem kirkjan aðstoðaði Nasista við að komast undan eftir stríð.  Ég legg til að þú lesir söguna en takir túlkanir preláta með korni af salti.  Krossinn vr algengt tákn í medalíum nasista og á beltisssylgjum allra þeirra stóð "Got mit uns." (Guð er með oss).  Þeir líktu stríði sínu í orðum og listum sem krossferð. Í almáttug bænum hættið að ljúga.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.4.2010 kl. 15:45

10 identicon

Hvur grefillinn! Komst upp um mig? Jæja, ég átti nú reyndar ekki von á því að komast upp með þetta frekar en Láki í den ... eða Hannes ... en mér finnst bara svo gaman að krydda dálítið ... hlæ svo sjálfur að eigin sniðugheitum ... í fölskvalausri eigingirni.

Biðst samt afsökunar til vonar og vara ef ég hef sært einhvern.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 16:14

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekkert mál Grefill.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.4.2010 kl. 18:53

12 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Tek undir orð þín Eyþór, þetta er þörf lesning og gott fyrir landsmenn að íhuga og þakka fyrir það góða sem við höfum.

Sædís Ósk Harðardóttir, 2.4.2010 kl. 20:23

13 Smámynd: Sólrún Guðjónsdóttir

Eyþór ég tek undir það að þetta er þörf lesning en það er fjöldi fólks sem hefur það hræðilegt hér á landi  eftir bankahrunið og má þar nefna t.d. Selfoss

Sólrún Guðjónsdóttir, 2.4.2010 kl. 21:13

14 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Það er rétt Sólrún að margir eiga um sárt að binda og við þurfum að standa saman í að hjálpa fólki til að ná landi eins og kostur er á. Biblían er holl lesning þó ótrúlega margir reyni að gera lítið úr henni.

Gleðilega Páska!

Eyþór Laxdal Arnalds, 2.4.2010 kl. 22:49

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skýrðu betur hollustuna Eyþór. Svona alhæfingarteppalögn dugir ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2010 kl. 00:43

16 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Hmm... eru passíusálmarnir allt í einu orðnir hluti af biblíunni??

Valgarður Guðjónsson, 3.4.2010 kl. 03:29

17 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Valgarður,

margur er kveðskapurinn eins og við þekkjum báðir og mér finnst þú nokkuð dómharður að vilja ekki einu sinni sjá Passíusálmana á prenti. Ekki veit ég hvernig þér dettur í hug að Passíusálmarnir séu orðnir hluti af Biblíunni en þessi umræða að ofan er ágætt dæmi um hvernig kristnin er tengd við ljótustu hluti og skrumskæld. Sólrún er meðhjálpari og þekkir Biblíuna vel.

Þegar ég tala um að Biblían sé holl lesning Jón Steinar er því til að svara að það er hverjum manni hollt að skilja sköpunarverkið. Ganga upp Fimmvörðuháls er líka góð leið til þess og er slík ganga ekki talin teppalögn.

Eyþór Laxdal Arnalds, 3.4.2010 kl. 10:28

18 Smámynd: Valgarður Guðjónsson

Ég las tilvísunina í Biblíuna sem hluta af umræðunni um Passíusálmana, minn misskilningur.

Auðvitað má prenta (nánast) hvað sem er mín vegna, enda setti ég gæsalappir utan um og "varla" fyrir framan.

Ég var að vísa til að það er talsvert mikið af atriðum sem væntanlega hefði mátt snyrta til við yfirlestur og fyrir prentun.

Valgarður Guðjónsson, 3.4.2010 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband