Hlutverk Alþingis

"Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn." segir í 1. grein stjórnarskrá Ísland. Eitt af því sem menn hafa gagnrýnt undanfarið er skortur á aðhaldi af hálfu Alþingis. Ráðherra hafa farið með mikið vald þrátt fyrir að stjórnin eigi að vera "bundin" af þinginu.

Þingið á að hafa meiri heimildir til að veita ráðherrum aðhald en nú er og aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds er of óljós og lítill.

Fátt bendir til þess að verið sé að efla þingið í þessa veru. 

---

Mikið hefur verið talað um eignarhald bankanna og fjölmiðlanna. Eitt af því sem væri þarft verkefni fyrir Alþingi núna væri að setja lög um takmörkun eignarhalds á bæði fjármálastofnunum og fjölmiðlum.

Af hverju er það ekki gert nú eftir alla reynsluna, allan kostnaðinn og alla umræðuna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband