Úttekt Byggðastofnunar á fasteignagjöldum á Íslandi í maí 2010

Erfitt er að bera saman fasteignagjöld vegna mismunandi reglna en ekki síður þegar allt er dregið í efa sem kemur frá frambjóðendum. Lengi hefur því verið haldið fram af íbúum og bæjarfulltrúum minnihlutans í Árborg að fasteignagjöld séu há miðað við önnur svæði. Þetta höfum við talið staðfest þegar við höfum borið saman álagningarseðla. 

Nú hefur Byggðastofnun gert merkilegan samanburð á fasteignagjöldum eins og þau eru í maí 2010. Þar kemur fram að Selfoss er hæst yfir landið þegar bornir eru saman helstu þéttbýlisstaðir. Þar sem stutt er í kosningar er best að vitna beint í Byggðastofnun: 

 

"Notaðar eru álagningarreglur eins og þær eru í viðkomandi sveitarfélagi.  Meðaltalið á höfuðborgarsvæðinu gefur ekki hæstu fasteignagjöldin.  Því valda álagningarreglur einstakara sveitarfélaga.  Gjöldin eru hæst á Selfossi, 258 þúsund en lægst á Hólmavík 122 þúsund.  Gjöldin á Hólmavík eru því innan við 50% af gjöldunum á Selfossi."

 

Nánar má lesa um þessa úttekt á www.byggdastofnun.is og svo er hér graf:

http://byggdastofnun.is/static/files/Fasteignamat/Fasteignamat_og_gjold_2010.pdf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Eyþór ég vona að þú finnir skattstofn sem enginn þarf að greiða.

Árborg býr við það að hér eru meðaltekjur lágar lægri en í sambærilegum sveitarfélögum og skattgreiðslur í formi útsvars eru því einnig lágar.

Hvaðan eiga tekjurnar að koma? ég hef ekki svarið því miður en þeir sem eru að bjóða sig fram til sveitarstjórnar hljóta að hafa það. Eitt veit ég að það verður ekki rekið sveitarfélag og sú þjónusta sem það hefur tekjulaust.

Ég býst við að hægt sé að ná  tekjum með því að hækka þjónustugjöld svo sem í leikskóla í sund og bókasöfn og annað það sem hægt er að lát greiða fyrir notkun á, en þá er tekið úr öðrum vösum ég veit ekki hvort það er nokkuð meira í þeim en hinum.

Hér er eftir að vinna fyrir miljarð eða svo í fráveitumálum.

Stjórnsýslan er ekki yfir landsmeðaltali í Árborg svo ekki verðu mikill sparnaður þar.

Hugsanlega má spara í skólanum með fjölgun í bekkjum kemur trúlega niður á kennslunni en árangurinn hefur ekki verið of góður þar hvað sem veldur.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 19.5.2010 kl. 22:55

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Heill og sæll Jón,

það er rétt að meðaltekjur eru hér aðeins undir meðaltali. Það er því enn brýnna en ella að hér sé eftirsóknarvert að búa og við náum að fá hér fólk með góðar tekjur til að bæta úr þessu.

Við gerum okkur grein fyrir að vandinn er mikill og við erum ekki að lofa skyndi-lækkunum. Það sem við viljum gera er minnka óþarfa kostnað og eins og þú veist hafa gæluverkefnin verið mörg (og eru enn).

Ég hef ekki trúað tölunum um að stjórnsýslan sé sérstaklega ódýr. Fjölgun starfa í stjórnun segir mér að þar hafi kerfið vaxið hratt í "góðærinu". Yfirbyggingin er dýr og óskilvirk. Ég sé að minnsta kosti að þínir menn (Framsóknarmenn) tala nú fyrir hagræða og stytta boðleiðir. Þar erum við sammála og þetta eru ekki litlar tölur.

Stærsta málið er þó að fara ekki illa með fé og fara ekki í óþarflega dýrar framkvæmdir né óþarfar yfirhöfuð. Á morgunn fáum við áætlaðar tölur um byggingu í Fuglafriðlandinu en það er eitt af kosningaloforðum okkar að hætt verði við þá óþörfu byggingu.

Að lokum þetta: Reynum að horfast í augu við stöðuna eins og hún er og viðurkenna styrkleika og veikleika sveitarfélagsins. Tökumst svo á við verkefnið saman og reynum að halda því til haga sem við erum sammála um. Ég var mjög ánægður með skrif þín í fyrra um samstarf flokka í stað sundrungar og hef ekki gleymt því. Það er óskandi að slík samvinna nái fram að ganga. Góðar stundir.

Eyþór Laxdal Arnalds, 19.5.2010 kl. 23:13

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 20.5.2010 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband