7.10.2012 | 13:43
3 ranghugmyndir um evrusvæðið
Að gefnu tilefni er rétt að fara yfir þrjár "mýtur" um evruna og ESB.
(1) Því hefur verið ítrekað haldið fram að evran henti okkur vel þar sem viðskipti Íslands séu mest í evrum. Staðreyndin er sú að útflutnings- og innflutningsvörur okkar; t.d. olía, báxít, kol, ál, fiskur, flugvélar eru að mestu verðlagðar í USD. - Umskipun í Rotterdam skiptir hér engu máli. - Fiskur er seldur í evrum, USD, EUR, ýmsum krónum, GBP og fleiri myntum en iðnaðarframleiðsla að langminnstu leyti í EUR (USD mest svo NOK).
(2) Því er haldið að okkur að lífskjör séu hér verri en í nágrannalöndunum en þjóðarframleiðsla á mann (PPP sem miðast við kaupmátt) er hærri á Íslandi en að meðaltali í ESB. Reyndar er þjóðarframleiðslan hærri á mann en í mörgum viðmiðunarlöndum okkar. Því er haldið fram að evran sé lausn til að bæta lífskjör okkar í átt að nágrannalöndunum, en samt er það svo að Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Bretland nota ekki evruna. Aðeins Finnar hafa tekið upp evruna af nágrönnum okkar, en 2/3 Finna vilja ekki leggja meira í "björgunaraðgerðir" evrópskra banka: http://www.businessweek.com/ap/2012-07-12/poll-shows-anti-bailout-mood-growing-in-finland - Þó er ljóst að evran lifir ekki nema með aukinni aðstoð frá aðildarríkjunum.
(3) Í Silfri Egils var því haldið fram í dag að evrópsk ríki byggju við agaðri hagstjórn en Íslendingar. Vera má að þetta standist skoðun varðandi verðbólgu síðustu áratuga, en á öðrum mælikvörðun eins og atvinnuleysi og lífeyrismálum erum við í ákveðnum sérflokki ásamt Noregi og Sviss (sem bæði eru utan ESB líkt og Ísland). Atvinnuleysi upp á 25% eins og á Spáni getur ekki verið eftirsóknarvert. Lífeyriskerfi sem er ekki fjármagnað getur ekki kallast ábyrgt.
Það er margt sem við getum gagnrýnt varðandi hagstjórn á Íslandi og margt sem við getum gert betur. Eitt af því er að blekkja ekki okkur eða aðra með því að alhæfa um töfralausnir. ESB aðild er engin töfralausn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 860799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Takk fyrir þetta Eyþór, ætla að setja þetta á favorits ef ég má.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 14:33
Þetta eru þrjár af helstu trúarsetningunum, sem ESB-trúaðir hafa löngum byggt trúboð sitt á, en standast ekki rökskoðun á veraldlegum forsendum.
Trúaðir telja sig gjarnan standa frammi fyrir vali milli þess að dvelja í himnaríki eða helvíti, en við efasemdarmenn sjáum valið frekar milli þess að búa við atvinnuleysisbólgu eða verðbólgu, þegar illa árar.
Heittrúaðir halda sig gjarnan hólpna fyrir atvinnuleysisdraugnum.
Þór Hagalín, 7.10.2012 kl. 15:14
IMF staðfestir ára tuga framboðs og eftirspurnar samdrátt innan EU efnahagssvæðanna, sem eykur ekki líkur á hærra raunvirði fyrir vöru og þjónustu sölu þanngað. UK notar pund til tryggja sinn útflutning. Þau ríki sem eiga hráefni og orku sem eftirspurn eftir koma selja meira á íbúa en þau sem eiga lítið. Þau ríki sem sem selja bestu sérfræði þjónust og vinsælasta hávirðisauka standa bestur undir sínum afleiðu geirum sem geta ekki sýnt meir raunávöxtun á hverju ári en 80% stöðileika framborðs og eftirspunar grunnurinn sem þau byggja á.
Dæmi Prime geiri er 80 eignar ein. og sub 20 eignar ein. næsta ár er Prime geiri 88 ein. og sub 22 ein. Í heildina hafa eingir vaxið úr 100 ein. í 110%. Ef viðskomandi ríki sýnir að heildar eigna auking hafi verið 10% og Prime geiri hafi vaxið um 10% þá draga útlendingar á ályktun að Sub geirinn haf líka vaxið um 10%. Meiri eigna aukining í subgeira í heildar samhengi kallast fölsun í bæokhaldlegum laga skilning Alþjóðsamfélagsins.
Hlut sölutekna [PPP] Ísland er fluttur út til aukningar tekna PPP annarra ríkja á hverju ári: í formi á lagsáhættu vaxta um raunhavöxt . Nokkuð sem lækkar PPP tekjur á íbúa hér. Síðust 5 ára meðal nettó raunvirði sölu tekna á heima markaði og FOB er mælkvarði á það magn af evrum sem Meðlima ríki ÉU fá skammtað, frá EU Seðlabanka, tyggir mest 25% yfirdrátt [ verðbólgu á bankamáli] á 5 árum. Umfram magn af evrum til markaðsetja eða setja niður á heimamarkarði verða lögaðilar að redda sér á frjálsum Alþjóða kauphallarmörkuðum.
Til að taka hér upp evru þarf fyrst að binda í lög að ekki megi gera ráð fyrir meira en 150% verðbólgu næstu 6 x 5 = 30 ár. 25% á öllum næstu 5. Útlendingar munu nota tekjuskatt [inncome ekki salary tax] til að skera af verðhækkanna toppa einstakra geira á hverju ári: slá á verðbólguna.
Júlíus Björnsson, 7.10.2012 kl. 17:30
Varðandi nr. tvö - að þá eru eigi goð rök að koma með Danmörk, Svíþjóð, Noreg og Bretland. Vegna þess einfaldlega að Danmörk er í raun með Evru. Danmörk er í skjóli Evrunar. Og Svíþjóð í raun líka þó það sé flóknar samband. þó við segðum að Danmörk og Svíþjoð væru ekki í þessu mikla skjóli EU og Evru - þá væri samt tvennu ólíku saman að jafna og íslensku krónunni. það er eins og menn nái því ekki hve veik krónan er sem gjaldmiðill. það er hvergi í víðri veröld litið á íslenskar krónur sem gjaldmiðil nema hérna uppi í fásinninu. Ef það er framvísað ísl. krónum erlendis - þá er bara hlegið! Skellihlegið. Í besta falli. Í versta falli er bara hringt á lögregluna.
Ennfremur vitum við alveg um stöðu norska gjaldmiðils. Olíusjóður? Einhver heyrt um það??
Jafnframt er Breska Pundið - það er sko Breska Sterlingsundið. Við erum ekkert að tala um íslenskar krónur neitt.
Sama gildir um 1&3.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.10.2012 kl. 17:39
Sæll Ómar. Punkturinn er sá að nágrannar okkar hafa ákveðið að nota EKKI evru. Sænska krónan hefur sveiflast tugi prósenta á móti evru og danska krónan sveiflast svipað og sú íslenska gagnvart evru. Danska krónan hefur ekkert skjól af evrunni, gengi DKK hefur vikmörk gagnvart EUR en annað er ekki fyrir hendi. Upptaka evru hefur verið felld í þjóðaratkvæði og það er óhrekjanleg staðreynd að eingöngu Finnar hafa tekið upp EUR af nágrönnum okkar. Reyndar má bæta Grænlendingum og Færeyingum við listann hér að ofan.
Gjaldeyrishöftin gera krónuna hvergi gjaldgenga og við eigum við ýmsan vanda að etja; ég geri ekki lítið úr því. Mýtan um að nágrannar okkar noti almennt evru er röng og þjóðartekjur okkar eru háar þrátt fyrir hrun.
Fyrst þú nefnir olíusjóðinn er einmitt gott að muna eftir því að Íslendingar eiga (þrátt fyrir hrun) hreina eign í lífeyrissjóðunum sem er hærri en öll þjóðarframleiðslan á Íslandi. Sú tala er svipuð stærðargráða per íbúa og lífeyriskerfið á Íslandi.
Þetta er allt mikilvægt til að við blekkjum ekki sjálf okkur með því að halda að upptaka evru leysi efnahagsmál okkar.
Eyþór Laxdal Arnalds, 7.10.2012 kl. 22:48
Endilega Ásthildur; það er eins og þessar mýtur séu tuggnar markvisst aftur upp í því skyni að blekkja almenning. Við erum á norður Atlantshafi og eingöngu fjarlægasti nágranni okkar til austur (Finnland) hefur farið í að nota Evru. Það má bæta Grænlandi og Færeyjum við listann, en svo er ekki síður athyglisvert að líta til vesturs en þar eru notaðir kanadískir og bandarískir dalir. Evran er fyrst og fremst myntbandalag Frakka við Þjóðverja.
Eyþór Laxdal Arnalds, 7.10.2012 kl. 22:52
Krónan hefur reynst okkur vel og mun gera það áfram ef við getum ástundað agaða hagstjórn. Og okkur ber hreinlega að gera það og byrja NÚNA:
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2012 kl. 23:07
Evran hlítur að vera ótrúlega veikur gjaldmiðill samkvæmt Ómörskum fræðum, mér hefur ekki tekist að telja Ameríkana trú um að selja mér vöru fyrir Evru seðla en hann tekur glaðlega við Íslensku VISA krónunum mínum.
Eggert Sigurbergsson, 8.10.2012 kl. 00:13
það sem er alarming er, að þið takið engum rökum. þið eru ekki open minded gagnvart viðfangsefninu. þið hafið mótað ykkur skoðun sem samanstendur af: Mei, nei, nei - og svo reyniði að sjóða saman einhver rök til að styðja þá agstöðu. þetta er mjög áberandi með þá sem andvígir eru Evrópu og samstarfi Íslands við það svæði. það eruð þið sem eruð að blekkja. Eg set hlutina í samhengi og bendi á augljósar villur í rökfærslu ykkar.
Danmörk hefur skjólaf Evrunni. það er óumdeilt. Hún er fasttengd Evru og hefur verið haft þannig mörg mörg ár og er algjörlega í skjóli hennar. Með Færeyja og Grænland - að þeir eru í raun líka með danska krónu o.þ.l. Evru. Færeyjingar ætla nú að leggja niður Seðlabanka sinn! það er mjög umdeilt núna i Færeyjum. Stjórnvöld þar segja í raun tilgangslaust að hafa Seðlabanka þar sem gjaldmiðillinn sé ekki sjálfstæður.
Stóra blekkingin hjá ykkur eða það sem þið fáist ekki til að viðurkenna er, að almenningur hérna á landinu hefur stórtapað á því að hafa ekki almennilegan alvöru gjaldmiðil. það kallið þið kost! þið kallið það kost að það sé hægt að taka barasta eigur almennings si sona með því að breyta viðmiðinu á því sem notast er við sem gjaldmiðil hérna og kallast króna.
Sko, þetta er ekkert persónulegt gagnvart krónunni. það er athyglisvert hvernig þið reynið að persónugera krónuna. Hún sé svona eins og náinn aldraður ættingi sem megi ekki vera tala illa til. Svona umræða skilar auðvitað engu.
Málið snýst bara um það, að það er óskynsamlegt fyrir landið og lýðinn að notast við örgjaldmiðil sem enginn lítur á sem gjaldmiðil og alveg sérstaklega verður það óskynsamlegt miðað við þróun okkar nánasta viðskipta og menningarsvæðis sem er Evrópa. Upptaka Evru er stórlegt hagsmunamál fyrir allan almenning.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.10.2012 kl. 01:16
Ps. Danir eru sko í ERM II. það er barasta ekkert lítið. þeir eru alltaf í ERM II og með allt samhengið í huga - þá eru þeir í raun með Evru! Kalla hana bara danska krónu. En það kostar eitthvað hjá þeim. Væri betra fyrir þá að innleiða Evru og IMF hefur bent þeim á það.
Aðild að EU og Evru í framhaldinu þýðir það fyrir Ísland að það verður mun meiri stöðugleiki. Atvinnurekendur hagnast og starfsemi verður fjölbreittari. Efnahagurinn mun standa á fleiri og styrkari stoðum en nú er. Almenningur mun eignast gjaldmiðil sem hefur sama verðgildi í dag og í gær. Verslun og viðskipti við okkar helsta viðskiptsvæði mun styrkjast og eflast.
það er algjörlega vandséð og óskiljanegt að fólk skuli setja sig uppá móti svona miklu hagsmunamáli fyrir almenning Íslands eins og aðild að EU er. Algjörlega óskiljanlegt. Í staðinn vilja menn viðhalda hérna einhverjum sérhagsmunaklíkum og þá helst vegna þess að ,,svona hefur það nú alltaf verið".
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.10.2012 kl. 01:43
Það er athyglisvert hvað Yves- Thibault de Silguy, einn af feðrum evrunnar, sagði í Silfri Egils. Hann sagði "ESB tryggir meiri vernd en hinn kosturinn er frelsi til athafna. Það er kallað fullveldi (liður 3 í upptalningu hjá honum) og því verður að fórna. Hvað kjósa menn heldur? Vernd eða frelsi. Það er val sem sérhver verður að gera upp við sig."
Þar höfum við það, spurningin er um hvort fólk vilji ganga í ESB og taka upp evru gegn því að fórna fullveldi en fá vernd eða halda fullveldi og hafa frelsi til athafna.
Sambandssinnum virðist fyrirmunað að tala hreint út og kjósa frekar að vera mykjudreifarar í stað þess að tala hreint út eins og de Silguy gerir!
Eggert Sigurbergsson, 8.10.2012 kl. 06:17
Það er afskaplega mikilvægt að taka umræðu um gjaldeyrismálin og skoða allar hliðar þeirra. Eyþór kemur hér með þrjá mjög áhugaverða punkta og gerir það á afar fágaðan hátt. Það liggur fyrir að 70% þjóðarinnar vill ekki í ESB, auk þess sem við erum mjög langt frá því að uppfylla Maastricht-skilyrðin. Það líður a.m.k. áratugur þar til skilyrðinum verður náð. Ef við ætlum að skoða annan gjaldmiðil þurfum við að leita annað.
Mér fannst alveg sjálfsagt að ,,ræða við" ESB til þess að skoða þann kost. Þá var ekki rætt um aðildarumsókn.
Ómar það er svona málflutningur eins og þinn sem hrekur sífellt fleiri Íslandinga frá því að vilja ganga í ESB. Í Samfylkingunni er mikið langt upp úr umræðunni, ein þegar að fyrstu umræðu kemur fuðrar liðið upp og viðmælendur eru ílla upplýstir og skilja ekki. Þetta skýrir hvers vegna allt þetta lið er sammála um allt. Getan til rökræðu er ekki á hætta plani.
Sigurður Þorsteinsson, 8.10.2012 kl. 06:39
...hærra plani. (átti það að vera)
Sigurður Þorsteinsson, 8.10.2012 kl. 06:50
Það eru ekki mörg misseri síðan að ESB- og evrusinnar staðhæfðu sí og æ að vextir og matvælaverð myndi lækka verulega gengjum við í ESB og tækjum upp evruna. Nú er þessi söngur hljóðnaður. ESB- og evrusinnum dettur ekki lengur í hug að halda slíkri fásinnu fram.
Tómas Ibsen Halldórsson, 8.10.2012 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.