VG kemur úr skápnum

Steingrímur J. Sigfússon er í skýjunum. VG mælist jafn stór og stóri bróðir - stundum stærri. Þetta gæti nú breyst á næstu vikum.

Áherslur VG hafa undanfarin misseri verið gagnrýni á verk ríkisstjórnarinnar og svo áhersla á umhverfismál. Nú með góðan byr í skoðanakönnunum leyfir Steingrímur sér að opna á önnur áhugamál. Stóriðjustopp, netlögregla og eftirlitsstofnun Jafnréttisstofu eru meðal þess sem fram hefur komið. Ekki þarf að skoða þessi áherslumál lengi til að sjá hvað hér er á ferðinni:

Forræðishyggjan býður fram.

VG hafa lagt áherslu á umhverfismál og fullveldi Íslands. Þessu hefur verið vel tekið.
Nýjar áherslur sem fram komu á flokksþingi VG horfa öðruvísi við.
Kjósendur munu ekki vilja fá gamaldags kommúnisma á 21. öldinni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

"Áherslur VG hafa undanfarin misseri verið gagnrýni á verk ríkisstjórnarinnar og svo árhersla á umhverfismál. Nú með góðan byr í skoðanakönnunum leyfir Steingrímur sér að opna á önnur áhugamál. Stóriðjustopp..." Eyþór, Stóriðjustopp er umhverfismál, af hverju kallar þú það önnur mál? Vinstrihreyfingin grænt framboð er auk þess víðsýnn, umburðarlyndur, vinstrisinnaður velferðarflokkur og auðvitað umhvefisverndarflokkur. Vertu svo velkominn á moggabloggkommúnuna með eitt og annað, hitt og þetta, rangtúlkað og svo framvegis :) Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 26.2.2007 kl. 12:04

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Hvað þýðir stóriðjustopp? Viljið þið hætta við Álver í Reyðarfirði? Hvað á að gera við Kárahnjúkavirkjun? Íslensk orka er sú hreinasta í heimi, þó vissulega sé rétt að ígrunda framhaldið vel.

Eru það ekki kallaðir fordómar þegar fólk tekur afstöðu án þess að skoða hvert mál?

svo eru það hin málin sem komu eftir punktalínuna...netlögregla og fyrirtækjaeftirlit Jafnréttisstofu; það er þakkarvert að fá þetta fram fyrir kosningar.

Er það "víðsýnn, umburðarlyndur flokkur" sem boðar slíkt??

Eyþór Laxdal Arnalds, 26.2.2007 kl. 12:13

3 Smámynd: GeirR

 Hlynur

Þú svariðir þessu með umhverfismálin. En  þú minntist ekkert á Netlögguna (né eftirlitsstofnun jafnréttisstofu). Þið verðið að skýra á hvaða vegferð þið eruð. Þetta er ekki vinstri stefna fyrir fimmaura. Þið eruð hvorki vinstri né græn (fyrir utan einn mann á hjóli). 

Eyþór til hamingju með bloggið  !!

GeirR, 26.2.2007 kl. 12:19

4 Smámynd: Jón Sigurður

Eyþór, þú ert (vonandi) viljandi að misskilja þetta stóriðjustopp. Það hefur enginn talað um að hætt við álverið í Reyðarfirði. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er það komið til að vera.

Stóriðjustopp snýst um að stöðva frekari stóriðjuframkvæmdir, þ.e. það sem ekki er ennþá byrjað að byggja, og gera vistvæna framtíðarstefnu varðandi orku og umhverfismál.

Skynsamur maður eins og þú hlýtur að skilja þetta. Nema þig dreymi um að planta einu álveri í Árborg.

Jón Sigurður, 26.2.2007 kl. 14:47

5 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Margir öfunda okkur að þeirri hreinu orku sem Ísland býr yfir. Útrás á sviði háhita og vatnsafls er í burðarliðnum. Nýting þessara orkulinda minnka þörfina á rafmagsnframleiðslu með kolum og olíu.

Ég er umhverfisverndarsinni. Ég vil minnka mengun. Ég vil fara vel með náttúruna. En ég vil ekki gleypa hráa frasa eins og "stóriðjustopp" í nafni umhverfisverndar. Ég vil skilja hvað menn eiga við.

Hér er skilgreining formanns VG á "stóriðjustoppi":

"Við myndum í öðru lagi gefa út yfirlýsingu um stóriðjustopp, kalla orkufyrirtækin og iðnfyrirtæki sem hafa haft framkvæmdir í undirbúningi tafarlaust til viðræðna um breytta stöðu þeirra mála. Þeim gæfist kostur á því að frysta sín áform og eiga sínar rannsóknarniðurstöður eða velja, ef þau svo kysu, að fá rannsóknir og annan undirbúning keyptan. Stóriðjustoppið væri liður í aðgerðum til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og gefa vinnumarkaðinum færi á að leita jafnvægis á nýjan leik um leið og náttúru Íslands væru gefin grið. " (SJS feb. 2007)

Hljómar þetta ekki eins og þjóðnýtingarferill Hugo Chavez? Hann hefur einmitt keypt upp eignir orkuiðnaðarins í Venesúela.

Uppkaup á eigum orkufyrirtækjanna er þjóðnýting af gamla skólanum. Er ekki nær að efla umhverfismatið sem hluta af verðmætunum sem nýtt eru?

Að lokum: Árborg er og verður ekki vettvangur stóriðju. Hér er nóg af öðrum tækifærum - sem reyndar má nýta betur, en það er önnur saga.

Eyþór Laxdal Arnalds, 26.2.2007 kl. 15:16

6 identicon

vinstri grænir hljóta að hafa misst vænan skammt af atkvæðum sínum yfir helgina, ég neita að trúa að íslenska þjóðin sé svo vitlaus að kjósa þessa forræðishyggju yfir sig.

www.sbs.is (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 15:56

7 Smámynd: Jón Sigurður

Það þarf ákveðinn vilja til að lesa úr þessum orðum formannsins að VG sé að hvetja til þjóðnýtingar á orkufyrirtækjum. En hvernig er það aftur, eru ekki stærstu orkufyrirtæki landsins í eigu opinberra aðila?

Steingrímur virðist þarna vera tala um að ef fyrirtækin líti svo á að rannsóknir og undirbúiningur þoli ekki bið þá væri ríkið til í að kaupa af þeim rannsóknirnar. Þ.e. bæta mögulegan skaða. Eitthvað sem væri ósköp eðlilegt.

Einnig finnst mér undarlegt hjá stóriðjusinna eins og Eyþóri að hann vilji ekki stóriðju í sinni heimasveit. Er þetta svona "not in my backyard" stefna hjá þér. Nógu gott fyrir Hafnfirðinga en alls ekki fyrir Árborgara.

Jón Sigurður, 26.2.2007 kl. 15:57

8 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Málið er einfalt.  Næstu kosningar snúast einmitt í gruninn um annað hvort:

1. Áframhaldandi opið þjóðfélag þar sem valfrelsið og jafnrétti einstaklingsins er haft í öndvegi þ.e. púra hægri stefna

2. Stöðnun, jöfnuður, afturhald og forræðishyggja að hætti kommúnismans þ.e. vinstri stefna

Það er ekki nóg að hlusta á orðaflauminn sem út úr vinstri mönnum kemur heldur spyrja um það hvernig aðferðarfræði þeir ætla að nota til þess að ná stefnumálum sínum fram.

Vilborg G. Hansen, 26.2.2007 kl. 16:56

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Heill og sæll Eyþór

Innilega til hamingju með bloggið. Gaman að koma í heimsókn og lesa skrifin. Algjörlega sammála þér með VG. Forræðishyggjan er þeirra meginþema, það sést á öllu sem Steingrímur J. og hans fólk segja og gera þessa dagana. Netlöggan með kínverska yfirbragðinu var alveg til að toppa margt annað sérstakt sem þau hafa á döfinni.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 26.2.2007 kl. 17:15

10 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Sæll Eyþór Sammála með VG get ekki skilið hvernur Hlynur getur haldið fram að þetta sé víðsýnn og umburðarlyndur flokkur, því hvað sem þessi flokkur er, er hann langt frá því að vera víðsýnn, og greinilega í mun að koma í veg fyrir að fólk geti aukið víðsýnni sína með því að nota netið frjálst.

Og skrítin finnst mér oft á tíðum málflutningurinn um umhverfismál, ég tel nú ein mesta umhverisvernd í heiminum séu fleiri álver á íslandi, léttur og orkusparandi málmur, framleiddur með umhverfisvænni orku, verðum við ekki að hugsa hnattrænt þegar við tölum um umhverfismál, ekki er betra að álið sé framleitt með kolum einhverstaðar annarstaðar, það er skrýtin umhverisvernd ef það er í lagi.

T.d hér í noregi urðu SV systurflokkur VG alveg froðufellandi þegar leyft var að byggja gasraforkuver með öflugum hreinsibúnaði, þeir segja að menguninn verði svo gríðarleg og vildu frekar flytja inn orkuna, sem að hugsanlega yrði framleidd í gasorkuveri utan noregs, án hreinsunar, úr norsku gasi!!!!!!!!! ef þetta er ekki vinstri tvískinnungur

Anton Þór Harðarson, 26.2.2007 kl. 18:35

11 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

"Nógu gott fyrir Hafnfirðinga en alls ekki fyrir Árborgara." Segir Jón Sigurður.

Ég bý nú hér í Árborg og hitti mikið af fólki daglega í mínu starfi. Oft gefst smá stundu til skrafs og oft ber nú pólitíkina á góma. Almenn skoðun virðist mér vera hjá þeim sem eru á móti virkjunu við Neðri Þjórsá er að þeir vilja EKKI að orkan fari á önnur landsvæði. Mér heyrist að almennur vilji meðal íbúa Árborgar og nágranna okkar í Ölfusinu að orkan sem óvirkjuð er hér á Suðurlandi verði notuð fyrir álver í Þorlákshöfn, þannig að virðisaukinn af virkjununum verði sem mestur hér í héraði. Allt tal um að við Árborgarar viljum álver í Hafnarfirði en ekki hér er algerlega misskilinn.

Júlíus Sigurþórsson, 26.2.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband