Áfram Ágúst Ólafur

Í Moskvu á tímum Sovétríkjanna var mönnum umhugað um börnin. Þeir ákváðu því að stórlækka gjöld á barnafötum, en á sama tíma var lúxusgjald lagt á tvist sem notaður var til að bóna bíla. Það sem gerðist var að bílstjórar fóru að nota barnaföt til að þrífa bílana. Svona getur velvilji forræðishyggjunar snúist upp í andhverfu sína.

Ágúst Ólafur Ágústsson var góður málsvari einstaklingsfrelsis í Kastljósi í gær og á blogsíðu sinni. Rætt var um matarskatta og Ágúst talaði á móti neyslustýringu og lagði áherslu á að treysta fólkinu sjálfu. Því ber að fagna.

Neyslustýring ríkisins hefur ekki sannað sig - öðru nær. Sykurskatturinn er hár, en samt eigum við heimsmet í sykuráti!
Sódavatn kostar svipað og sykraðir gosdrykkir. Ágúst hefur líka bent á undarlega álagningu, eins og sykurskattur sem er lagður á sykurlaust tyggjó er ekki lagður á sykraða mjólkurdrykki.

Ögmundur Jónasson var trúr sinni sannfæringu. VG hefur aldrei lagt til lækkun skatta og leggja ekki áherslu á lækkun matvælaverðs. Hugmyndir þeirra eru frekari neysluskattar, t.d. á bíla og bensín. Nýafstaðið flokksþing VG sýndi fólki vel hvert þeir stefna. Það er eðlilegt að varaformaður Samfylkingarinnar reyni að fjarlægjast VG við þessar aðstæður. 

Báðir eru þeir Ágúst og Ögmundur sammála um að bæta þurfi mataræði barna. - Það erum við öll.

Leiðin að þessu markmiði á þó ekki að vera með neyslustýrisköttum -  Það er leið forræðishyggjuna.  

Er ekki betra að treysta fólki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já mer likar oft lika vel þessi málfuttningur hjá honum 'Agusti Olafi og um það erum margi sammála/Það væri ekkis vo slæmt að starfa með honum!!!!////Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 28.2.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband