Íslandsflokkurinn mættur til leiks: Biðlar til Samfylkingarfólks

Nú er verið að undarbúa framboð þeirra Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverrisdóttur sem bæði blogga hér af krafti. Framboðið mun fá það lítilláta nafn; "Íslandsflokkurinn".Forsvarsmenn væntanlegs framboðs hafa verið að fá fólk til liðs við sig, en það vakti athygli mína að sjá að Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir sem líka bloggar hér væri beðin um að skrifa undir!

Bryndís Ísfold HlöðversdóttirEins og menn vita (og kemur fram á bloggsíðu hennar) er hún Samfylkingarkona, varaformaður framkvæmdastjórnar og í borgarstjórarflokki Samfylkingar.

Er ekki verið að sækja vatnið yfir lækinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jahérna...Íslandsflokkurinn.  Gætu fengið slatta af atkvæðum, bara út á nafnið. Mörg ættjarðarlög gætu orðið einkennislag flokksins. Með blaktandi einmanna strá, á köldum eyðisandi og fallegt ættjarðarlag undir. Killer auglýsing fyrir Íslandsflokkinn. Hvenær kemur Ættjarðarflokkurinn?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2007 kl. 23:17

3 Smámynd: Lárus Vilhjálmsson

Eins og Ómar bendir á í Dennabloggi þá er þetta bara eitt af fjölda nafna sem hafa verið í umræðunni. Og eins og sést á bloggum Samfylkingar og Sjálfstæðismanna er kominn titringur í hópinn.

Lárus Vilhjálmsson, 10.3.2007 kl. 11:24

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Já, úff. Ég skelf ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.3.2007 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband