Jafnrétti í reynd

Að undanförnu hafa feministar verið duglegir að ræða jafnréttismálin, sem er hið besta mál. Nú er það svo að orðið "feministi" dregur fremur taum annars kynsins frekar en hins, en engu að síður hafa feministar verið duglegir við að minna á jafnréttismálin. Víst er að víða þarf að bæta jafnrétti, ekki síst milli kynjanna.

Það er athyglisvert að bera eftirfarandi saman:

(1) Hjá stærstu fyrirtækjum landsins er aðeins ein  kona hæstráðandi. Hún var ráðin af erlendum hluthöfum. Kosið er um framtíð þessa fyrirtækis á Íslandi á næstu dögum.

(2) Færri konur eru í stjórnum íslenskra stórfyrirtækja en annars staðar á Norðurlöndunum

(3) Af 6 ráðherrum Framsóknarflokksins eru 3 konur

(4)Í forystusveit VG, S og D lista eru 1 formaður og 2 varaformenn, eða 3 af 6 forystumanna. 

Sem sagt ekki alslæmt í pólítíkinn, en afleitt í viðskiptalífinu. 
En svo getur hallað á hinn veginn. Meira segja á ótrúlegustu stöðum: 

(5) Í mannréttindanefnd Reykjavíkur eru 5 manns; allt konur
(sjá hjá nýjum bloggara: http://jonarni.blog.is/blog/jonarni/entry/142925/ )

Þarf ekki að jafna þetta og rétta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Það þýðir ekki að taka svörin fyrst og gera svo könnun út frá þeim. m.ö.o þú tekur þær tölur sem henta þínum málstað og býrð svo til texta út frá þeim.

Tómas Þóroddsson, 10.3.2007 kl. 15:33

2 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Einn flokkur skipar tvo fulltrúa í nefndina - þinn flokkur hann hefur besta tækifærið til að setja inn karlmann. Þú gætir hringt í Villa og sagt honum þína skoðun

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 10.3.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband