Stærsti þjóðgarður í Evrópu verður að veruleika

Vatnajökulsþjóðgarður verður að veruleika með lögum frá Alþingi. Þjóðgarðurinn verður 15 þúsund ferkílómetrar eða 15% af Íslandi og því langstærsti þjóðgarður Evrópu. Þetta framtak á ekki sinn líkann í sögu Íslands og er dæmi um breytt hugarfar gagnvart náttúru og víðerni Íslands. Ríkisstjórn Íslands sem tókst á við þetta verk er hægristjórn.
Í Skaftafelli                                      
Vert er að geta þess að stórir þjóðgarðar urðu fyrst til hjá Teddy Roosevelt, en hann gerði 930 þúsund ferkílómetra landsvæði að þjóðgörðum í forsetatíð sinni. Teddy var 26. forseti Bandaríkjanna. Hann var hægrisinnaður Rebúblíkani og náttúruverndarsinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Þetta er hið besta mál og óskandi að ráðamenn geri veg þessa þjóðgarðs sem mestan; gæti þess að grundvallarþjónusta, upplýsingaveita og aðbúnaður, verði í boði án þess að malbika yfir svæðið þvers og kruss. Það er millivegur sem þarf að fara.

Takist vel til mun það verða veglegt merki þess að hugtökin "hægrisinnaður" og "náttúruverndarsinni" eru ekki gagnkvæmt útilokandi, eins og vinstrimönnum er í mun að básúna nú í aðdraganda kosninga, heldur geta vel farið saman. Hægri grænt er rétti kúrsinn fyrir 21. öldina. 

Jón Agnar Ólason, 11.3.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Frábært framtak, gott hjá þér::: Hann var hægrisinnaður Rebúblíkani og náttúruverndarsinni.

Sigfús Sigurþórsson., 11.3.2007 kl. 22:05

3 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Eyþór,

hér vekur þú máls á framtaki sem ekki hefur fengið verðskuldaða athygli. Tek undir skynsöm og sönn orð Jóns Agnars um uppbyggingu þjóðgarðsins og breyttar áherslur til framtíðar. Mikilvægt að frjálslyndum öflum takist að forma umhverfisstefnu sem fellur að breyttum áherslum þar sem skynsamlegri nýtingu landsins gæða verði ekki kastað fyrir róða en jafnframt komið til móts við þá þjóðlegu umhverfisvernd sem vill ekki sjá eitt einasta fjallagras verða fórnarlamb frekari uppistöðulóna. Hér er verk að vinna, því svo virðist sem forræðisöflin séu að taka til sín fylgi, m.a. vegna grandvaraleysis okkar hinna í umhverfismálum.

Bestu kveðjur,

Ólafur Als

Ólafur Als, 12.3.2007 kl. 19:50

4 identicon

Afsakið, en hver er tilgangurinn?

Glanni (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband