Hvernig gæti vinstri stjórnin litið út?

Ýmsar skoðanakannanir benda til vinstristjórnar. Hverjir munu skipa þessa ríkisstjórn? Formenn, varaformenn og sitjandi þingmenn ganga sjálfsagt fyrir, en fáir þeirra hafa setið áður í ríkisstjórn.

Þetta væri því talsverð nýliðun, enda langt um liðið síðan vinstri menn voru við stjórn.  

Svona gæti þetta litið út eftir kosningar, en ég læt lesendum um að eyrnarmerkja embættin:

Steingrímur J     Ingibjörg Sólrún     Guðjón Arnar    Ögmundur

Össur  Sigurjón Þórðar    Ágúst

Magnús Þór    Kolbrún    Þuríður    Jóhann Ársælsson 

Rétt er að geta þess þó að Ingibjörg Sólrún taldi einboðið að stærsti kaffibandalagsflokkurinn fengi forsætisráðuneytið. Þetta kom fram í Kryddsíldinni. NB: VG er nú stærsta framboð stjórnarandstöðunnar samkvæmt könnunum og á því líta á Steingrím J. sem forsætisráðherraefni bandalagsins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Er ekki Jóhann Ársælsson að hætta á þingi í vor?

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.3.2007 kl. 11:13

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Ef þetta er það sem koma skal þá held ég að ég láti verða að því að flytja til Danmerkur eða Noregs Heija Norge

Ásdís Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 11:36

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Akkúrat það sem ég ætlaði að spurja að Hjörtur

Ágúst Dalkvist, 16.3.2007 kl. 11:36

4 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Það eru fordæmi fyrir því að menn utan þings sinni ráðherraembættum. Jóhann hefur t.d. sýnt sjávarútvegi áhuga, en þetta er hugsað sem umræðuvettvangur og væri gaman að fá ykkar hugmyndir um hvernig stjórnarandstaðan myndi raða á ráðherrastólana.

Eyþór Laxdal Arnalds, 16.3.2007 kl. 11:44

5 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

úfffff maður fær hroll brrrrrrrr

Guðmundur H. Bragason, 16.3.2007 kl. 11:57

6 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Til er gott dæmi um hvernig svona ríkisstjórn myndi starfa.

Í þessum pistli er að finna dæmi sem vekur mann til umhugsunar.

Júlíus Sigurþórsson, 16.3.2007 kl. 12:26

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nú ætlaði ég ekki að vera neitt leiðinlegur Eyrþó, þú afsakar ef þetta hefur virkað þannig :) Mig bara minnti þetta ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.3.2007 kl. 12:37

8 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Tómas Þóroddsson, 16.3.2007 kl. 14:38

9 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Tómas: Ertu kannski með tillögu að VSF skipan?

Eyþór Laxdal Arnalds, 16.3.2007 kl. 15:48

10 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Langar ekki með XF , bara alls ekki.

Tómas Þóroddsson, 16.3.2007 kl. 16:30

11 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

Við mössum þetta bara Tómas! kv alma

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 16.3.2007 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband